Körfubolti

Búinn að fá 252 milljónir fyrir hvern leik undanfarin tvö tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Wall hefur verið jakkafataklæddur á leikjum Washington Wizards sem hann hefur mætt á síðan í ársbyrjun 2019.
John Wall hefur verið jakkafataklæddur á leikjum Washington Wizards sem hann hefur mætt á síðan í ársbyrjun 2019. Getty/Patrick Smith

Washington Wizards hefur þurft að borga John Wall mjög há laun undanfarin tvö tímabil þrátt fyrir að lítið hafi sést af honum inn á körfuboltavellinum.

Bandaríski körfuboltamaðurinn John Wall missti af öllu síðasta tímabili í NBA-deildinni í körfubolta og hefur aðeins spilað 32 leiki fyrir Washington Wizards undanfarin tvö tímabil. Hann getur þakkað fyrir það að vera með geggjaðan samning.

John Wall framlengdi samning sinn við Washington Wizards í júlí 2017. Wall fékk þá 170 miljónir dollara fyrir fjögur tímabil frá og með 2019-20 tímabilinu. Þetta var annar risasamningur hans við félagið.

John Wall var þá að klára tímabil þar sem hann var með 23,1 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik sem eru geggjaðar tölur og skiluðu honum í þriðja úrvalslið deildarinnar.

Wall hefur síðan aðeins spilað samanlagt 73 leiki á þremur tímabilum en hann spilaði 78 leiki á síðasta tímabili sínu fyrir nýja samninginn.

John Wall earnt $57.4 million over the past two seasons. He played just 32 games total in that time. That s $1.8 million PER GAME!

Posted by Basketball Forever on Mánudagur, 26. október 2020

John Wall meiddist á vinstri hæl í janúar 2019. Hann fékk ígerð í sárið og sleit síðan hásin þegar hann rann til heima hjá sér. Það þýddi að Wall gat ekki spilað neitt á síðustu leiktíð.

Walls spilaði 32 leiki 2018-19 tímabilið sem var lokaárið á gamla samningi hans og skilaði Wall 19,17 milljónum í vasann. Hann spilaði aftur á móti engan leik tímabilið 2019-20 sem fyrsta tímabilið á nýja samningnum. Wall fékk 37,8 milljónir dollara fyrir síðasta tímabil.

Þetta þýðir að Washington Wizards hefur borgað John Wall 57,4 milljónir dollara undanfarin tvö tímabil en hann hefur bara spilað samanlagt 32 leiki. Hver leikur frá John Wall undanfarnar tvær leiktíðir hafa því kostað Wizards 1,8 milljón Bandaríkjadala á hvern leik eða 252 milljónir íslenskra króna.

Í þessum 32 leikjum þá var John Wall með 20,7 stig og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.