Trúir ekki öðru að ríkið aðstoði KKÍ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2020 14:01 Teitur og Sævar fóru yfir landslagið á föstudagskvöldið. STÖÐ 2 SPORT Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson, körfuboltaspekingar í Domino's Körfuboltakvöldi, segja að ríkisvaldið þurfi að stíga inn í og hjálpa KKÍ á erfiðum tíðum. Körfuboltinn er á ís nú vegna kórónuveirunnar eins og allar íþróttir landsins en hann fer ekki að rúlla fyrr en um miðjan nóvembermánuð hið fyrsta. Því eru mörg félögin að berjast í bökkum fjárhagslega og það málefni var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þessar vikurnar eru sjálfboðaliðarnir á fullu að vinna til þess að fjármagna félögin. Það eru fullt af útlendingum á Íslandi sem eru bara að æfa körfubolta. Þeir eru ekkert að spila. Ég fór upp í íþróttahús í gær og fékk þetta. Gríma merkt mínu félagi. Seldist upp eins og skot,“ sagði Teitur. Sævar tók við boltanum. „Ég þekki nokkra sem eru í stjórn hjá Keflavík og hjá Njarðvík. Bara hvað fólk tók vel í þetta í kringum samfélagið, hjá báðum félögum. Þetta er auka milljón á hvern klúbb. Ég trúi ekki öðru en að hin opinbera stígi inn og hjálpi.“ „Þeir verða einhvernveginn að hjálpa KKÍ. Við vorum að tala um það í bílnum að þegar þú ert að spila þrjá leiki í viku þá kosti það 80-90 þúsund krónur bara dómarakostnaður á hverjum leik. Það verða engir áhorfendur og það verður engin innkoma. Þetta er enn þannig að félögin í körfuboltanum eru að borga dómarakostnað. Er hægt að gera eitthvað þarna? Er hægt að minnka þennan kostnað einhvernveginn? Þetta eru sjálfboðaliðar sem eru að vinna baki brotnu að reyna að halda þessu gangandi. Geta dómarar tekið launalækkun? Það eru allir að skera niður,“ sagði Teitur. Sævar bætti svo við að ríkið væri að aðstoða kirkjuna um mikla fjármuni á ári og því væri mögulega hægt að nýta eitthva af þeim peningum í íþróttirnar, þar á meðal körfuboltann. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Ríkið og íþróttir Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson, körfuboltaspekingar í Domino's Körfuboltakvöldi, segja að ríkisvaldið þurfi að stíga inn í og hjálpa KKÍ á erfiðum tíðum. Körfuboltinn er á ís nú vegna kórónuveirunnar eins og allar íþróttir landsins en hann fer ekki að rúlla fyrr en um miðjan nóvembermánuð hið fyrsta. Því eru mörg félögin að berjast í bökkum fjárhagslega og það málefni var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þessar vikurnar eru sjálfboðaliðarnir á fullu að vinna til þess að fjármagna félögin. Það eru fullt af útlendingum á Íslandi sem eru bara að æfa körfubolta. Þeir eru ekkert að spila. Ég fór upp í íþróttahús í gær og fékk þetta. Gríma merkt mínu félagi. Seldist upp eins og skot,“ sagði Teitur. Sævar tók við boltanum. „Ég þekki nokkra sem eru í stjórn hjá Keflavík og hjá Njarðvík. Bara hvað fólk tók vel í þetta í kringum samfélagið, hjá báðum félögum. Þetta er auka milljón á hvern klúbb. Ég trúi ekki öðru en að hin opinbera stígi inn og hjálpi.“ „Þeir verða einhvernveginn að hjálpa KKÍ. Við vorum að tala um það í bílnum að þegar þú ert að spila þrjá leiki í viku þá kosti það 80-90 þúsund krónur bara dómarakostnaður á hverjum leik. Það verða engir áhorfendur og það verður engin innkoma. Þetta er enn þannig að félögin í körfuboltanum eru að borga dómarakostnað. Er hægt að gera eitthvað þarna? Er hægt að minnka þennan kostnað einhvernveginn? Þetta eru sjálfboðaliðar sem eru að vinna baki brotnu að reyna að halda þessu gangandi. Geta dómarar tekið launalækkun? Það eru allir að skera niður,“ sagði Teitur. Sævar bætti svo við að ríkið væri að aðstoða kirkjuna um mikla fjármuni á ári og því væri mögulega hægt að nýta eitthva af þeim peningum í íþróttirnar, þar á meðal körfuboltann. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Ríkið og íþróttir
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira