Körfubolti

Skoðaðu tölfræði Tryggva í samanburði við aðra miðherja sem hafa fengið tækifærið í NBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tryggvi Snær í leik með Zaragoza á þessari leiktíð.
Tryggvi Snær í leik með Zaragoza á þessari leiktíð. Oscar J. Barroso/AFP7/Europa Press Sports/Getty Images

Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður Zaragoza á Spáni, er „100% prósent“ kominn á radarinn hjá NBA-liðum. Þetta segir Teitur Örlygsson, körfuboltaspekingur og fyrrum landsliðsmaður.

Kjartan Atli Kjartansson, Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson ræddu möguleika Tryggva í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá á föstudagskvöldið.

Tryggvi átti virkilega flottan leik í Íslendingaslag gegn Valencia í gær. Hann gerði ellefu stig, hitti úr öllum fimm skotum sínum í opnum leik og tók níu fráköst.

„Hann hugsar sig ekkert tvisvar um. Hann fer alltaf að körfunni og ætlar að troða þessu. Hann er ekkert að passa sig. Ég er kominn þrem fjórum metrum frá körfunni og ég ætla bara troða,“ sagði Sævar um Tryggva.

Kjartan Atli kom svo með tölfræði Tryggva á þessari leiktíð og bar hana saman við sjö aðra miðherja sem hafa fengið tækifærið í NBA eftir veru í Evrópuboltanum.

„Hann bætir sig á hverju ári,“ sagði Teitur Örlygsson sem sagði að það væri 100% að félög í NBA-deildinni væru byrjuð að fylgjast með Norðanmanninum stóra og stæðilega.

„Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að hann endi jafnvel enn ofar en í efstu deild á Spáni.“

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Tryggvi Snær í NBA?

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.