Körfubolti

Martin og Tryggvi frá­bærir í Ís­lendinga­slag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin átti virkilega góðan leik í sigrinum í kvöld en Valencia snéri við taflinu í fjórða leikhlutanum.
Martin átti virkilega góðan leik í sigrinum í kvöld en Valencia snéri við taflinu í fjórða leikhlutanum. Oscar J. Barroso / Europa Press Sports

Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason áttu báðir virkilega góðan leik er Valencia vann níu stiga sigur á Zaragoza, 93-84, í spænska boltanum í dag.

Zaragoza hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik og þeir voru sextán stigum yfir er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 55-39.

Valencia náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn en munurinn var enn tólf stig fyrir fjórða leikhlutann. Þá stigu hins vegar heimamenn í Valencia á bensíngjöfina.

Þeir unnu síðasta leikhlutann 31-10 og leikinn að lokum með níu stiga mun. Lokatölur 93-84.

Íslendingarnir báðir áttu góðan leik. Martin skoraði sextán stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar fyrir Valencia.

Tryggvi Snær Hlinason skoraði ellefu stig, hitti úr öllum fimm skotum sínum í opnum leik og tók níu fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.