Laug til að leyna óléttu á HM eftir að liðsfélagi kjaftaði frá Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 11:01 Camilla Herrem er ólétt á þessari mynd sem tekin var á HM 2017 þar sem hún vann silfur með Noregi. Getty/Axel Heimken Einn af máttarstólpunum sem Þórir Hergeirsson hefur treyst á í norska kvennalandsliðinu í handbolta, Camilla Herrem, þurfti að ljúga blákalt að blaðamanni til að leyna því að hún væri ólétt á stórmóti. Herrem greinir frá þessu í nýútkominni bók um líf sitt sem atvinnuhandboltakonu. Hún lék ólétt með Noregi á HM í Þýskalandi 2017 og vann til silfurverðlauna með liðinu. Herrem greindi liðsfélögum sínum frá stöðunni á undirbúningsmóti fyrir HM, í nóvember 2017. Þá var hún bara komin átta vikur á leið og fengu liðsfélagarnir skýr skilaboð um að halda óléttunni leyndri. Aðeins þeir, þrjár nánar vinkonur Herrem og allra nánasta fjölskylda vissi að hún væri með barni. Hernaðarleyndarmál en einhver kjaftaði frá „Þetta var hernaðarleyndarmál, eitthvað sem að aðeins fáir útvaldir vissu af. Ég gat ímyndað mér allt fárið ef að þetta kæmist upp rétt fyrir HM. Mér fannst það heldur ekki sanngjarnt gagnvart andstæðingunum, að þeir þyrftu að hafa í huga að vinstri hornamaður Noregs væri óléttur. Ég treysti því að stelpurnar myndu ekkert segja, því lofuðu þær,“ skrifaði Herrem. En eftir að keppni á HM var hafin er ljóst að einhver hefur kjaftað frá. Jostein Overvik, reyndur blaðamaður VG, vatt sér að Herrem og spurði hana í einrúmi hvort hún gæti staðfest að hún gengi með barn. „Heilinn var eldfljótur að bregðast við og ég svaraði því að nei, það passaði ekki, ég væri alls ekki ólétt,“ skrifaði Herrem sem er viss um að einhver liðsfélaga hennar hafi kjaftað frá. Þar með hafi hún verið þvinguð til að ljúga að Overvik sem hafi verið afskaplega óskemmtilegt, sérstaklega þar sem að hún beri mikla virðingu fyrir honum sem blaðamanni og hafi alltaf viljað segja heiðarlega frá. Hún hafi hins vegar sjálf viljað ráða því hvar og hvenær hún segði frá stórtíðindunum. Camilla Herrem og liðsfélagar hennar fögnuðu vel eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM 2017. Hún hafði áður lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að einhver liðsfélaganna skyldi segja frá óléttu hennar.Getty/Axel Heimken Eftir að hafa rætt við Overvik lét Herrem liðsfélaga sína vita hvað sér þætti um að kjaftað hefði verið frá. „Ég leyndi því ekki að ég var bálreið en nú vissu allir hvað mér fannst og þá var bara að einbeita sér áfram að leikjunum á HM. Ég setti ekki í gang einhverja rannsókn til að finna út hver kjaftaði, og hafði ekki heldur trú á að einhver myndi brotna saman og biðjast afsökunar,“ skrifaði Herrem, sem enn í dag veit ekki hvaðan Overvik fékk upplýsingarnar. Það var svo 22. desember, eftir að Herrem hafði unnið enn ein verðlaun sín á stórmóti, sem að hún birti mynd af tíkinni sinni á Instagram og skrifaði: „Getið hvað! Ég er að verða stóra systir.“ Herrem, sem er 34 ára gömul, hefur spilað 250 landsleiki fyrir Noreg, alla með Þóri sem aðstoðar- eða síðar aðalþjálfara liðsins. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Einn af máttarstólpunum sem Þórir Hergeirsson hefur treyst á í norska kvennalandsliðinu í handbolta, Camilla Herrem, þurfti að ljúga blákalt að blaðamanni til að leyna því að hún væri ólétt á stórmóti. Herrem greinir frá þessu í nýútkominni bók um líf sitt sem atvinnuhandboltakonu. Hún lék ólétt með Noregi á HM í Þýskalandi 2017 og vann til silfurverðlauna með liðinu. Herrem greindi liðsfélögum sínum frá stöðunni á undirbúningsmóti fyrir HM, í nóvember 2017. Þá var hún bara komin átta vikur á leið og fengu liðsfélagarnir skýr skilaboð um að halda óléttunni leyndri. Aðeins þeir, þrjár nánar vinkonur Herrem og allra nánasta fjölskylda vissi að hún væri með barni. Hernaðarleyndarmál en einhver kjaftaði frá „Þetta var hernaðarleyndarmál, eitthvað sem að aðeins fáir útvaldir vissu af. Ég gat ímyndað mér allt fárið ef að þetta kæmist upp rétt fyrir HM. Mér fannst það heldur ekki sanngjarnt gagnvart andstæðingunum, að þeir þyrftu að hafa í huga að vinstri hornamaður Noregs væri óléttur. Ég treysti því að stelpurnar myndu ekkert segja, því lofuðu þær,“ skrifaði Herrem. En eftir að keppni á HM var hafin er ljóst að einhver hefur kjaftað frá. Jostein Overvik, reyndur blaðamaður VG, vatt sér að Herrem og spurði hana í einrúmi hvort hún gæti staðfest að hún gengi með barn. „Heilinn var eldfljótur að bregðast við og ég svaraði því að nei, það passaði ekki, ég væri alls ekki ólétt,“ skrifaði Herrem sem er viss um að einhver liðsfélaga hennar hafi kjaftað frá. Þar með hafi hún verið þvinguð til að ljúga að Overvik sem hafi verið afskaplega óskemmtilegt, sérstaklega þar sem að hún beri mikla virðingu fyrir honum sem blaðamanni og hafi alltaf viljað segja heiðarlega frá. Hún hafi hins vegar sjálf viljað ráða því hvar og hvenær hún segði frá stórtíðindunum. Camilla Herrem og liðsfélagar hennar fögnuðu vel eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM 2017. Hún hafði áður lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að einhver liðsfélaganna skyldi segja frá óléttu hennar.Getty/Axel Heimken Eftir að hafa rætt við Overvik lét Herrem liðsfélaga sína vita hvað sér þætti um að kjaftað hefði verið frá. „Ég leyndi því ekki að ég var bálreið en nú vissu allir hvað mér fannst og þá var bara að einbeita sér áfram að leikjunum á HM. Ég setti ekki í gang einhverja rannsókn til að finna út hver kjaftaði, og hafði ekki heldur trú á að einhver myndi brotna saman og biðjast afsökunar,“ skrifaði Herrem, sem enn í dag veit ekki hvaðan Overvik fékk upplýsingarnar. Það var svo 22. desember, eftir að Herrem hafði unnið enn ein verðlaun sín á stórmóti, sem að hún birti mynd af tíkinni sinni á Instagram og skrifaði: „Getið hvað! Ég er að verða stóra systir.“ Herrem, sem er 34 ára gömul, hefur spilað 250 landsleiki fyrir Noreg, alla með Þóri sem aðstoðar- eða síðar aðalþjálfara liðsins.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira