Vangaveltur um gagnsemi nýrrar stjórnarskrár Eydís Ýr Jónsdóttir skrifar 21. október 2020 10:31 Herferðin í kringum hina „nýju stjórnarskrá“ hefur varla farið fram hjá neinum. Það sem virðist hins vegar gleymast í umræðunni, og er í raun kjarni málsins, hvað er stjórnarskrá? Hvaða hlutverki er henni ætlað að gegna? Hvaða málefni eiga heima í stjórnarskránni og hvað er betra að útfæra með almennri löggjöf? Stjórnarskrá er meðal annars ætlað að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis og ákvæði um ýmis grundvallarréttindi borgaranna. Hún ætti að vera fáorð og hnitmiðuð, enda ætlað að standa af sér stefnur og strauma, og veita réttaröryggi. Almennri löggjöf frá Alþingi er hins vegar ætlað að útfæra nánar það sem segir í stjórnarskránni, án þess að fara gegn henni, og breytast í takt við tíðarandann. Einmitt af þeirri ástæðu er auðveldara að breyta almennum lögum. Í frumvarpi til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1994 eru lagðar til hinar ýmsu breytingar. Nánar tiltekið er þar að finna hvorki meira né minna en 114 ákvæði. Þess má geta að núgildandi stjórnarskrá inniheldur 81 ákvæði og telur fimm síður. Í frumvarpinu er til að mynda kveðið á um að tryggja skuli rétt manna til viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, og rétt manna á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Allt er þetta gott og gilt en hvað telst viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta? Hvenær telst andrúmsloft mengað eða náttúran spillt? Að minnsta kosti það mengað eða spillt að brotið sé gegn stjórnarskrárvörðum réttindum? Er yfirhöfuð hægt að framfylgja þessum ákvæðum, hvort sem þau eru í stjórnarskrá eða almennri löggjöf? Þá hefur efnislegt inntak ákvæða stjórnarskrárinnar verið túlkað af dómstólum síðan hún tók gildi 17. júní 1944, fyrir 76 árum. Það er því ekki nóg að lesa texta stjórnarskrárinnar þegar efnislegt inntak hennar er kannað heldur þarf að líta til dómaframkvæmdar síðastliðin 76 árin. Þá verður einnig að hafa til hliðsjónar dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. En hverjar eru afleiðingar þess að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá? Munum við enn geta litið til þessara dómafordæma þegar kemur að því að túlka efnislegt inntak ákvæða „nýju“ stjórnarskrárinnar? Eða þurfum við hreinlega að byrja upp á nýtt? Líkt og áður var vikið að hafa ákvæði stjórnarskrárinnar verið túlkuð af dómstólum í langan tíma. Efnislegt inntak margra þeirra, einkum mannréttindaákvæðanna í VII. kafla, er því annað og meira en beint orðalag þeirra gefur til kynna. Hefur til að mynda hugtakið „friðhelgi einkalífs“ verið túlkað rúmt og talið ná yfir friðhelgi heimilis og fjölskyldu, þá fellur þar undir réttur einstaklings til að ráða yfir lífi sínu, líkama og tilfinningalífi. Lögfesting á „nýju“ ákvæði sem beinlínis nefnir öll þessi atriði er ekki nauðsynlegt en kann vissulega að auðvelda lesturinn. Ég er ekki mótfallin stjórnarskrárbreytingum. Þvert á móti. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá. Slíkt er til þess fallið að skapa réttaróvissu, sem fer einmitt gegn hlutverki stjórnarskrárinnar. Þá tel ég sum ákvæðanna í frumvarpinu óframkvæmanleg og í mörgum tilvikum væri fullnægjandi að breyta almennri löggjöf. Er ekki skynsamlegra, og þá einkum í ljósi þess að það er nokkuð ljóst að frumvarpið fær ekki brautargengi í heild sinni, að taka fyrir einstaka ákvæði stjórnarskrárinnar, laga þau að breyttum aðstæðum og eftir atvikum að bæta við ákvæðum gerist þess þörf? Höfundur er lögfræðingur og starfar á LEX Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Herferðin í kringum hina „nýju stjórnarskrá“ hefur varla farið fram hjá neinum. Það sem virðist hins vegar gleymast í umræðunni, og er í raun kjarni málsins, hvað er stjórnarskrá? Hvaða hlutverki er henni ætlað að gegna? Hvaða málefni eiga heima í stjórnarskránni og hvað er betra að útfæra með almennri löggjöf? Stjórnarskrá er meðal annars ætlað að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis og ákvæði um ýmis grundvallarréttindi borgaranna. Hún ætti að vera fáorð og hnitmiðuð, enda ætlað að standa af sér stefnur og strauma, og veita réttaröryggi. Almennri löggjöf frá Alþingi er hins vegar ætlað að útfæra nánar það sem segir í stjórnarskránni, án þess að fara gegn henni, og breytast í takt við tíðarandann. Einmitt af þeirri ástæðu er auðveldara að breyta almennum lögum. Í frumvarpi til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1994 eru lagðar til hinar ýmsu breytingar. Nánar tiltekið er þar að finna hvorki meira né minna en 114 ákvæði. Þess má geta að núgildandi stjórnarskrá inniheldur 81 ákvæði og telur fimm síður. Í frumvarpinu er til að mynda kveðið á um að tryggja skuli rétt manna til viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, og rétt manna á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Allt er þetta gott og gilt en hvað telst viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta? Hvenær telst andrúmsloft mengað eða náttúran spillt? Að minnsta kosti það mengað eða spillt að brotið sé gegn stjórnarskrárvörðum réttindum? Er yfirhöfuð hægt að framfylgja þessum ákvæðum, hvort sem þau eru í stjórnarskrá eða almennri löggjöf? Þá hefur efnislegt inntak ákvæða stjórnarskrárinnar verið túlkað af dómstólum síðan hún tók gildi 17. júní 1944, fyrir 76 árum. Það er því ekki nóg að lesa texta stjórnarskrárinnar þegar efnislegt inntak hennar er kannað heldur þarf að líta til dómaframkvæmdar síðastliðin 76 árin. Þá verður einnig að hafa til hliðsjónar dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. En hverjar eru afleiðingar þess að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá? Munum við enn geta litið til þessara dómafordæma þegar kemur að því að túlka efnislegt inntak ákvæða „nýju“ stjórnarskrárinnar? Eða þurfum við hreinlega að byrja upp á nýtt? Líkt og áður var vikið að hafa ákvæði stjórnarskrárinnar verið túlkuð af dómstólum í langan tíma. Efnislegt inntak margra þeirra, einkum mannréttindaákvæðanna í VII. kafla, er því annað og meira en beint orðalag þeirra gefur til kynna. Hefur til að mynda hugtakið „friðhelgi einkalífs“ verið túlkað rúmt og talið ná yfir friðhelgi heimilis og fjölskyldu, þá fellur þar undir réttur einstaklings til að ráða yfir lífi sínu, líkama og tilfinningalífi. Lögfesting á „nýju“ ákvæði sem beinlínis nefnir öll þessi atriði er ekki nauðsynlegt en kann vissulega að auðvelda lesturinn. Ég er ekki mótfallin stjórnarskrárbreytingum. Þvert á móti. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá. Slíkt er til þess fallið að skapa réttaróvissu, sem fer einmitt gegn hlutverki stjórnarskrárinnar. Þá tel ég sum ákvæðanna í frumvarpinu óframkvæmanleg og í mörgum tilvikum væri fullnægjandi að breyta almennri löggjöf. Er ekki skynsamlegra, og þá einkum í ljósi þess að það er nokkuð ljóst að frumvarpið fær ekki brautargengi í heild sinni, að taka fyrir einstaka ákvæði stjórnarskrárinnar, laga þau að breyttum aðstæðum og eftir atvikum að bæta við ákvæðum gerist þess þörf? Höfundur er lögfræðingur og starfar á LEX Lögmannsstofu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun