Flykkjast í golf og vellirnir enn grænir Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 11:15 Hvaleyrarvöllur er nú opinn að nýju eftir 10 daga stopp. Þessi mynd er tekin að sumri en völlurinn er enn grænn eins og sjá má í meðfylgjandi innslagi. seth@golf.is Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu opnuðu að nýju í dag eftir tíu daga lokun vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Þrátt fyrir að kominn sé 20. október eru golfvellir enn grænir og í góðu ástandi miðað við árstíma. Fólk var því fljótt að tryggja sér rástíma þegar ljóst varð að hægt yrði að spila í góða veðrinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Þetta er örugglega met hjá okkur svona seint í október, og það er bara gífurlegur áhugi. Fólk virðist hafa dágóðan tíma til að iðka golf sem er frábært,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis og grasvallasérfræðingur, við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Ljóst er að fjöldi kylfinga mun nýta sér það að geta spilað golf næstu daga ef fram heldur sem horfir. „Ástandið er mjög gott og við höfum sennilega sjaldan fengið svo fáar nætur með næturfrosti. Það er ástæðan fyrir því að völlurinn heldur svona vel lit og er í fantagóðu ástandi. Á meðan að veðrið er svona fínt höldum við áfram, og lengstu spár í dag segja okkur að við getum haldið áfram í 10-15 daga hið minnsta.“ Segir umræðuna hafa verið á villigötum Mikillar óánægju gætti þegar ákveðið var að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðshópur Golfsambands Íslands beindi tilmælum þess efnis til golfklúbba, eftir að sóttvarnalæknir hafði mælst til þess að völlunum yrði lokað. Ólafur segir gagnrýni á lokun vallanna hafa verið á villigötum: „Hún er skiljanleg að mörgu leyti en það hafa verið margar rangfærslur varðandi þessa hluti. Ég sat nú í þessum viðbragðshópi golfsambandsins og öll sú vinna sem þar var unnin var einhörð í að reyna að halda golfi opnu. Það er alls ekkert hagsmunamál golfklúbba að þurfa að loka. Þetta voru einfaldlega tilmæli sem við fengum beint frá yfirvöldum, og þar af leiðandi fórum við bara eftir þeim.“ Klippa: Sportpakkinn - Golfvellir opnir að nýju Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira
Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu opnuðu að nýju í dag eftir tíu daga lokun vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Þrátt fyrir að kominn sé 20. október eru golfvellir enn grænir og í góðu ástandi miðað við árstíma. Fólk var því fljótt að tryggja sér rástíma þegar ljóst varð að hægt yrði að spila í góða veðrinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Þetta er örugglega met hjá okkur svona seint í október, og það er bara gífurlegur áhugi. Fólk virðist hafa dágóðan tíma til að iðka golf sem er frábært,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis og grasvallasérfræðingur, við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Ljóst er að fjöldi kylfinga mun nýta sér það að geta spilað golf næstu daga ef fram heldur sem horfir. „Ástandið er mjög gott og við höfum sennilega sjaldan fengið svo fáar nætur með næturfrosti. Það er ástæðan fyrir því að völlurinn heldur svona vel lit og er í fantagóðu ástandi. Á meðan að veðrið er svona fínt höldum við áfram, og lengstu spár í dag segja okkur að við getum haldið áfram í 10-15 daga hið minnsta.“ Segir umræðuna hafa verið á villigötum Mikillar óánægju gætti þegar ákveðið var að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðshópur Golfsambands Íslands beindi tilmælum þess efnis til golfklúbba, eftir að sóttvarnalæknir hafði mælst til þess að völlunum yrði lokað. Ólafur segir gagnrýni á lokun vallanna hafa verið á villigötum: „Hún er skiljanleg að mörgu leyti en það hafa verið margar rangfærslur varðandi þessa hluti. Ég sat nú í þessum viðbragðshópi golfsambandsins og öll sú vinna sem þar var unnin var einhörð í að reyna að halda golfi opnu. Það er alls ekkert hagsmunamál golfklúbba að þurfa að loka. Þetta voru einfaldlega tilmæli sem við fengum beint frá yfirvöldum, og þar af leiðandi fórum við bara eftir þeim.“ Klippa: Sportpakkinn - Golfvellir opnir að nýju
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira
Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32
Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01
Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36