Hvernig erum við búin undir þessa kreppu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. október 2020 08:01 Kórónukreppan mun renna sitt skeið. Óvíst er þó hvenær viðspyrnan hefst og í hvaða ástandi íslenska hagkerfið verður þegar þar að kemur. Ólíkt fyrri kreppum höfum við óvenju mikið svigrúm til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar að þessu sinni. Ástæðan er einna helst sú að ákveðið var, svona rétt einu sinni, að bregða út af vananum og læra af reynslunni. Þetta reddast í þetta skiptið Í stað þess að spenna bogann eins og mögulegt var meðan góðærið stóð sem hæst og raula með sjálfum okkur þjóðsönginn „þetta reddast“ var hagkerfið, nánast í heild sinni, búið duglega undir tíma sem þessa. Þess vegna lítur nú út fyrir að þetta muni, þegar allt kemur til alls, reddast. Vöxtur hagkerfisins undanfarinn áratug var meðal annars nýttur til niðurgreiðslu skulda, hvort sem litið er til opinberra aðila, fyrirtækja eða heimila og hefur erlend staða þjóðarbúsins á sama tíma snúist úr því að vera neikvæð sem nemur hundruðum milljarða í að vera jákvæð um mörg hundruð milljarða. Á sama tíma var safnað í digran gjaldeyrisvarasjóð í Seðlabankanum sem reynist vel nú þegar stærsta útflutningsgrein landsins liggur í dvala. Þessi fyrirhyggja hefur reynst okkur dýrmæt og kemur til með að vera það áfram í vetur. Hið opinbera getur ráðist í kröftugar mótvægisaðgerðir og keyrt á umtalsverðum halla um nokkurt skeið án þess að stefni í óefni. Aðgengi að fjármagni er gott og á góðum kjörum. Hvað skuldir heimila varðar hafa þær ekki stökkbreyst vegna óðaverðbólgu heldur hafa lánakjör batnað til muna með lækkandi vöxtum og verðbólgan haldist merkilega lág, þrátt fyrir talsverða veikingu krónunnar. Þetta hjálpar en breytir því ekki að veturinn verður erfiður og margir samlandar okkar munu verða fyrir miklu fjárhagslegu höggi. Þeim mun mikilvægara er að fjárhagslegt svigrúm sé til að grípa þá sem höllustum fæti standa og að viðspyrna atvinnulífsins verði kröftug. Við höfum notið mikils vaxtar á undanförnum árum, ekki síst vegna ferðaþjónustunnar, en það hefur haft í för með sér að íslenskt efnahagslíf er nú mjög samofið þeirri atvinnugrein. Með hliðsjón af því er áhugavert að sjá hvernig horfur eru í efnahagslífi nokkurra tiltekinna landa, þ.m.t. Íslands, samanborið við hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu. Þó hér stefni í heilmikinn samdrátt á árinu er staðan víða verri. Það hjálpar okkur kannski lítið í þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir þessi dægrin en er þó vitnisburður um að okkur hafi, meðal annars með fyrirhyggju undanfarinna ára, tekist að mýkja nokkuð efnahagsskellinn í ár sem ella hefði getað orðið mun meiri og alvarlegri. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Kórónukreppan mun renna sitt skeið. Óvíst er þó hvenær viðspyrnan hefst og í hvaða ástandi íslenska hagkerfið verður þegar þar að kemur. Ólíkt fyrri kreppum höfum við óvenju mikið svigrúm til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar að þessu sinni. Ástæðan er einna helst sú að ákveðið var, svona rétt einu sinni, að bregða út af vananum og læra af reynslunni. Þetta reddast í þetta skiptið Í stað þess að spenna bogann eins og mögulegt var meðan góðærið stóð sem hæst og raula með sjálfum okkur þjóðsönginn „þetta reddast“ var hagkerfið, nánast í heild sinni, búið duglega undir tíma sem þessa. Þess vegna lítur nú út fyrir að þetta muni, þegar allt kemur til alls, reddast. Vöxtur hagkerfisins undanfarinn áratug var meðal annars nýttur til niðurgreiðslu skulda, hvort sem litið er til opinberra aðila, fyrirtækja eða heimila og hefur erlend staða þjóðarbúsins á sama tíma snúist úr því að vera neikvæð sem nemur hundruðum milljarða í að vera jákvæð um mörg hundruð milljarða. Á sama tíma var safnað í digran gjaldeyrisvarasjóð í Seðlabankanum sem reynist vel nú þegar stærsta útflutningsgrein landsins liggur í dvala. Þessi fyrirhyggja hefur reynst okkur dýrmæt og kemur til með að vera það áfram í vetur. Hið opinbera getur ráðist í kröftugar mótvægisaðgerðir og keyrt á umtalsverðum halla um nokkurt skeið án þess að stefni í óefni. Aðgengi að fjármagni er gott og á góðum kjörum. Hvað skuldir heimila varðar hafa þær ekki stökkbreyst vegna óðaverðbólgu heldur hafa lánakjör batnað til muna með lækkandi vöxtum og verðbólgan haldist merkilega lág, þrátt fyrir talsverða veikingu krónunnar. Þetta hjálpar en breytir því ekki að veturinn verður erfiður og margir samlandar okkar munu verða fyrir miklu fjárhagslegu höggi. Þeim mun mikilvægara er að fjárhagslegt svigrúm sé til að grípa þá sem höllustum fæti standa og að viðspyrna atvinnulífsins verði kröftug. Við höfum notið mikils vaxtar á undanförnum árum, ekki síst vegna ferðaþjónustunnar, en það hefur haft í för með sér að íslenskt efnahagslíf er nú mjög samofið þeirri atvinnugrein. Með hliðsjón af því er áhugavert að sjá hvernig horfur eru í efnahagslífi nokkurra tiltekinna landa, þ.m.t. Íslands, samanborið við hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu. Þó hér stefni í heilmikinn samdrátt á árinu er staðan víða verri. Það hjálpar okkur kannski lítið í þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir þessi dægrin en er þó vitnisburður um að okkur hafi, meðal annars með fyrirhyggju undanfarinna ára, tekist að mýkja nokkuð efnahagsskellinn í ár sem ella hefði getað orðið mun meiri og alvarlegri. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar