Að hlýða eða hlýða ekki – þar er efinn Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2020 17:36 Eins og frægt er orðið var golfvöllum höfuðborgarsvæðisins lokað í sóttvarnarskyni og kylfingum sem þar búa bannað að sækja golfvelli utan þess svæðis. Málið virðist við fyrstu sýn pínlega hjákátlegt. Hver vorkennir fólki í köflóttum buxum það að komast ekki til að slá litla kúlu um koppagrundir? Ekki ég. Ekki hætishót. Eru ekki önnur mál mikilvægari? Höfum við ekki feitari gelti að flá en eltast við þessa vitleysu? Í alvöru? Jú, nema meinið er að þetta litla skrítna kjánalega mál varpar ljósi á mikilvæga þætti sóttvarna og hvernig að þeim er staðið. Hvar samstaðan er lykilatriði, eins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt. Með lögum skal land byggja OG ólögum eyða eins og segir í Njálu. Seinni hluti þessarar setningar sem lögreglan gerði að einkunnarorðum sínum vill oft gleymast. Hvorki sóttvarnalæknir né Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ hafa í ýmsum viðtölum um málið svarað þeim gildu spurningum sem eru uppi. Annað hvort skilja þeir málið ekki og/eða vilja eyða því með afvegaleiðingum. Því annað hvort er það nema spyrlum hafi láðst að spyrja hreint út? Málið snýst nefnilega ekki um spæling kylfinga að komast ekki í golf. Reyndar er móðgandi að stilla málum þannig upp. Ekkert skortir á gremju kylfinga en þar í hópi eru einnig margir sem hafa ama að þessari umræðu og óttast hana jafnvel. Telja hana sem slíka meinsemd. En þetta snýst ekki um að „eitt verði yfir alla að ganga“ og við „verðum að hlýða“ hlýðninnar og samstöðunnar vegna. Hér er öllu á haus snúið. Það eru ekki þeir sem benda á misræmi sem bera ábyrgð á hugsanlegum skorti hinnar mikilvægu samstöðu heldur þeir sem setja ólögin. Þetta er ekki ákall um að hlýða ekki — því er öfugt farið. Spurningunum sem er ósvarað eru eftirfarandi: a) Ljóst er að reglurnar standast ekki skoðun, um það þarf ekki að deila — um þetta eru allir sammála að hætta á smiti í golfi er nánast engin — og því er spurt: Er ekki hætta á því þegar fólki er gert að fara eftir reglum sem ekki standast skoðun að slíkt grafi undan þeim reglum sem sannarlega eiga fullan rétt á sér? (Ef einhver sér reglu sem hann telur ekki ástæðu til að taka mark á er hætt við að sá hinn sami telji það eiga við um næstu reglu einnig.) b) Um er að ræða tilmæli (ekki „bein tilmæli“ né „beina tilskipun“ – sic) sem snúa að íþróttahreyfingunni í heild sinni. Þar er augljóslega verið að vísa til keppnisíþrótta og þá ekki síst íþrótta sem krefjast snertingar. Í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins er hvatt til þess að fólk stundi útivist og lýðheilsulega hætti. Golfíþróttinni eins og hún er stunduð á Íslandi og víðar svipar að 90 prósentum til almennrar heilsuræktar, 10 prósent hennar (ef það) gengur út á keppni sem þá flokkast sem íþróttastarf. Meira að segja án snertingar. Í ljósi þessa: Af hverju stekkur GSÍ til, þegar um er að ræða almenn tilmæli til íþróttahreyfingarinnar, að teknu tilliti til aðstæðna vel að merkja; hoppar, veifar og hrópar og kallar og spyr: Eigum við ekki alveg örugglega að loka öllu líka? Það er nefnilega svo að kreddur hlýðninnar fólks geta reynst helsti óvinur sóttvarna. Kannski óvænt niðurstaða? Höfundur er blaðamaður og áhugakylfingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eins og frægt er orðið var golfvöllum höfuðborgarsvæðisins lokað í sóttvarnarskyni og kylfingum sem þar búa bannað að sækja golfvelli utan þess svæðis. Málið virðist við fyrstu sýn pínlega hjákátlegt. Hver vorkennir fólki í köflóttum buxum það að komast ekki til að slá litla kúlu um koppagrundir? Ekki ég. Ekki hætishót. Eru ekki önnur mál mikilvægari? Höfum við ekki feitari gelti að flá en eltast við þessa vitleysu? Í alvöru? Jú, nema meinið er að þetta litla skrítna kjánalega mál varpar ljósi á mikilvæga þætti sóttvarna og hvernig að þeim er staðið. Hvar samstaðan er lykilatriði, eins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt. Með lögum skal land byggja OG ólögum eyða eins og segir í Njálu. Seinni hluti þessarar setningar sem lögreglan gerði að einkunnarorðum sínum vill oft gleymast. Hvorki sóttvarnalæknir né Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ hafa í ýmsum viðtölum um málið svarað þeim gildu spurningum sem eru uppi. Annað hvort skilja þeir málið ekki og/eða vilja eyða því með afvegaleiðingum. Því annað hvort er það nema spyrlum hafi láðst að spyrja hreint út? Málið snýst nefnilega ekki um spæling kylfinga að komast ekki í golf. Reyndar er móðgandi að stilla málum þannig upp. Ekkert skortir á gremju kylfinga en þar í hópi eru einnig margir sem hafa ama að þessari umræðu og óttast hana jafnvel. Telja hana sem slíka meinsemd. En þetta snýst ekki um að „eitt verði yfir alla að ganga“ og við „verðum að hlýða“ hlýðninnar og samstöðunnar vegna. Hér er öllu á haus snúið. Það eru ekki þeir sem benda á misræmi sem bera ábyrgð á hugsanlegum skorti hinnar mikilvægu samstöðu heldur þeir sem setja ólögin. Þetta er ekki ákall um að hlýða ekki — því er öfugt farið. Spurningunum sem er ósvarað eru eftirfarandi: a) Ljóst er að reglurnar standast ekki skoðun, um það þarf ekki að deila — um þetta eru allir sammála að hætta á smiti í golfi er nánast engin — og því er spurt: Er ekki hætta á því þegar fólki er gert að fara eftir reglum sem ekki standast skoðun að slíkt grafi undan þeim reglum sem sannarlega eiga fullan rétt á sér? (Ef einhver sér reglu sem hann telur ekki ástæðu til að taka mark á er hætt við að sá hinn sami telji það eiga við um næstu reglu einnig.) b) Um er að ræða tilmæli (ekki „bein tilmæli“ né „beina tilskipun“ – sic) sem snúa að íþróttahreyfingunni í heild sinni. Þar er augljóslega verið að vísa til keppnisíþrótta og þá ekki síst íþrótta sem krefjast snertingar. Í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins er hvatt til þess að fólk stundi útivist og lýðheilsulega hætti. Golfíþróttinni eins og hún er stunduð á Íslandi og víðar svipar að 90 prósentum til almennrar heilsuræktar, 10 prósent hennar (ef það) gengur út á keppni sem þá flokkast sem íþróttastarf. Meira að segja án snertingar. Í ljósi þessa: Af hverju stekkur GSÍ til, þegar um er að ræða almenn tilmæli til íþróttahreyfingarinnar, að teknu tilliti til aðstæðna vel að merkja; hoppar, veifar og hrópar og kallar og spyr: Eigum við ekki alveg örugglega að loka öllu líka? Það er nefnilega svo að kreddur hlýðninnar fólks geta reynst helsti óvinur sóttvarna. Kannski óvænt niðurstaða? Höfundur er blaðamaður og áhugakylfingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun