Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2020 12:00 Gunnar Magnússon er á sínu fyrsta timabili sem þjálfari Aftureldingar. vísir/hulda margrét Einn leikmaður karlaliðs Aftureldingar í handbolta er með kórónuveiruna. „Ég er með einn leikmann í einangrun sem er með covid og með tvo í sóttkví,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í Seinni bylgjunni í gær. „Sem betur fer þegar leikmaðurinn smitaðist vorum við ekki að hittast og ekki að æfa þannig að það hafði engin áhrif á liðið.“ Gunnar tók við Aftureldingu af Einari Andra Einarssyni eftir síðasta tímabil og óhætt að segja að fyrstu mánuðir hans í starfi hafi verið krefjandi. Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Aftureldingar. Rétt áður en keppni í Olís-deild karla hófst sleit Birkir Benediktsson, einn besti leikmaður liðsins, hásin á æfingu og verður væntanlega ekkert með í vetur. „Þetta hefur verið svolítið púsluspil, þessir fyrstu mánuðir. Það verður að segjast alveg eins og er að þetta er ekki eins og maður teiknaði þetta upp. En þetta er hluti af þessu og verkefni sem við höfum fengið, að vera alltaf að púsla liðinu saman upp á nýtt milli leikja. Ég hef sjaldan eða aldrei verið með sama lið tvo leiki í röð,“ sagði Gunnar. Hann segir að leikmaðurinn sem greindist með kórónuveiruna hafi það ágætt. „Hann er mjög hress og er vonandi að komast yfir versta hjallann. Hann fór nokkuð vel í gegnum þetta, sendi engan í sóttkví og er á góðum batavegi,“ sagði Gunnar. Þrátt fyrir meiðsli og manneklu er Afturelding á toppi Olís-deildarinnar með sjö stig og er eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn tapað leik. Klippa: Seinni bylgjan - Smit hjá Aftureldingu Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Ron Yeats látinn Enski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fótbolti Nóel Atli með brotið bein í fæti Fótbolti Fleiri fréttir Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Selja bjór til minningar um Fidda Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki „Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Stjörnumenn sterkari á móti nágrönnunum Uppgjörið: FH - Fram 27-23 | Hefja titilvörnina á sigri Rut Arnfjörð: Þetta hafa verið krefjandi mánuðir Uppgjörið og viðtöl: Haukar - Selfoss 32-20 | Haukar kjöldrógu Selfoss Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel „Fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir“ „Fengu frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað“ Kristján fagnaði sigri í fyrsta leiknum með SAH Eyjamenn án tveggja leikmanna í kvöld vegna mistaka Uppgjörið: Valur - ÍBV 31-31 | Allt jafnt í opnunarleiknum Náðu ekki að fylgja eftir stórsigrinum í Evrópukeppninni um helgina FH og Valur verji titlana en nýliðarnir falli Vinsælir Íslendingar aftur valdir fyrir næsta EM Hefur lent á veggjum vegna kyns síns Sjá meira
Einn leikmaður karlaliðs Aftureldingar í handbolta er með kórónuveiruna. „Ég er með einn leikmann í einangrun sem er með covid og með tvo í sóttkví,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í Seinni bylgjunni í gær. „Sem betur fer þegar leikmaðurinn smitaðist vorum við ekki að hittast og ekki að æfa þannig að það hafði engin áhrif á liðið.“ Gunnar tók við Aftureldingu af Einari Andra Einarssyni eftir síðasta tímabil og óhætt að segja að fyrstu mánuðir hans í starfi hafi verið krefjandi. Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Aftureldingar. Rétt áður en keppni í Olís-deild karla hófst sleit Birkir Benediktsson, einn besti leikmaður liðsins, hásin á æfingu og verður væntanlega ekkert með í vetur. „Þetta hefur verið svolítið púsluspil, þessir fyrstu mánuðir. Það verður að segjast alveg eins og er að þetta er ekki eins og maður teiknaði þetta upp. En þetta er hluti af þessu og verkefni sem við höfum fengið, að vera alltaf að púsla liðinu saman upp á nýtt milli leikja. Ég hef sjaldan eða aldrei verið með sama lið tvo leiki í röð,“ sagði Gunnar. Hann segir að leikmaðurinn sem greindist með kórónuveiruna hafi það ágætt. „Hann er mjög hress og er vonandi að komast yfir versta hjallann. Hann fór nokkuð vel í gegnum þetta, sendi engan í sóttkví og er á góðum batavegi,“ sagði Gunnar. Þrátt fyrir meiðsli og manneklu er Afturelding á toppi Olís-deildarinnar með sjö stig og er eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn tapað leik. Klippa: Seinni bylgjan - Smit hjá Aftureldingu
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Ron Yeats látinn Enski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fótbolti Nóel Atli með brotið bein í fæti Fótbolti Fleiri fréttir Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Selja bjór til minningar um Fidda Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki „Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Stjörnumenn sterkari á móti nágrönnunum Uppgjörið: FH - Fram 27-23 | Hefja titilvörnina á sigri Rut Arnfjörð: Þetta hafa verið krefjandi mánuðir Uppgjörið og viðtöl: Haukar - Selfoss 32-20 | Haukar kjöldrógu Selfoss Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel „Fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir“ „Fengu frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað“ Kristján fagnaði sigri í fyrsta leiknum með SAH Eyjamenn án tveggja leikmanna í kvöld vegna mistaka Uppgjörið: Valur - ÍBV 31-31 | Allt jafnt í opnunarleiknum Náðu ekki að fylgja eftir stórsigrinum í Evrópukeppninni um helgina FH og Valur verji titlana en nýliðarnir falli Vinsælir Íslendingar aftur valdir fyrir næsta EM Hefur lent á veggjum vegna kyns síns Sjá meira