Tryggvi búinn að troða oftast af öllum leikmönnum spænsku deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 15:00 Tryggvi Snær Hlinason er búinn að troða boltanum tólf sinnum í körfu mótherjanna í fyrstu fimm leikjunum. Getty/Oscar J. Barroso Tryggvi Snær Hlinason tróð boltanum þrisvar sinnum í körfuna í leik Casademont Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta og kom sér fyrir í efsta sæti troðslulistans. Tryggvi Snær hefur alls troðið boltanum tólf sinnum í körfuna í fyrstu fimm leikjum Zaragoza liðsins eða 2,4 sinnum að meðaltali í leik. Troðslur Tryggva í fyrstu fimm leikjunum í vetur eru þrjár, ein, þrjár, tvær og þrjár. Hann er með búinn að skora samtals 26 körfur í þessum leikjum og 46 prósent þeirra hafa komið með því að troða boltanum í körfuna. Tryggvi Snær Hlinason hefur skorað yfir tíu stig í öllum leikjunum en hann er með 12,2 stig, 6,2 fráköst og 16,8 framlagssstig að meðaltali á 19,6 mínútum spiluðum í leik. Tryggvi tróð boltanum alls 25 sinnum á öllu tímabilinu í fyrra eða 0,9 sinnum að meðaltali í leik og er því að troða mun oftar á þessu tímabili. Hér fyrir neðan má sjá tvær af troðslum Tryggva um helgina í tilþrifapakka frá leiknum. watch on YouTube Það er heldur enginn í spænsku deildinni sem hefur gert betur en Tryggvi þegar kemur að troðslum. Næstur á lista er hinn 220 sentimetra miðherji Real Madrid, Edy Tavares, sem er með 2,3 troðslur að meðaltali í fjórum leikjum eða samtals níu troðslur. Tryggvi og Edy Tavares eru í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að troða boltanum í körfuna en hér fyrir neðan er topplistinn sem er tekinn úr opinberri tölfræði ACB-deildarinnar. Flestar troðslur í leik til þessa í ACB-deildinni 2020-21: 1. Tryggvi Snær Hlinason, Casademont Zaragoza 2,4 2. Edy Tavares, Real Madrid 2,3 3. Babatunde Olumuyiwa, MoraBanc Andorra 1,6 4. Jacob Wiley, Herbalife Gran Canaria 1,5 5. Juampi Vaulet, BAXI Manresa 1,4 5. Ondrej Balvin, RETAbet Bilbao Basket 1,4 5. Dejan Kravic, Hereda San Pablo Burgos 1,4 5. Mike Tobey, Valencia Basket Club 1,4 5. Malik Dime, MoraBanc Andorra 1,4 Spænski körfuboltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason tróð boltanum þrisvar sinnum í körfuna í leik Casademont Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta og kom sér fyrir í efsta sæti troðslulistans. Tryggvi Snær hefur alls troðið boltanum tólf sinnum í körfuna í fyrstu fimm leikjum Zaragoza liðsins eða 2,4 sinnum að meðaltali í leik. Troðslur Tryggva í fyrstu fimm leikjunum í vetur eru þrjár, ein, þrjár, tvær og þrjár. Hann er með búinn að skora samtals 26 körfur í þessum leikjum og 46 prósent þeirra hafa komið með því að troða boltanum í körfuna. Tryggvi Snær Hlinason hefur skorað yfir tíu stig í öllum leikjunum en hann er með 12,2 stig, 6,2 fráköst og 16,8 framlagssstig að meðaltali á 19,6 mínútum spiluðum í leik. Tryggvi tróð boltanum alls 25 sinnum á öllu tímabilinu í fyrra eða 0,9 sinnum að meðaltali í leik og er því að troða mun oftar á þessu tímabili. Hér fyrir neðan má sjá tvær af troðslum Tryggva um helgina í tilþrifapakka frá leiknum. watch on YouTube Það er heldur enginn í spænsku deildinni sem hefur gert betur en Tryggvi þegar kemur að troðslum. Næstur á lista er hinn 220 sentimetra miðherji Real Madrid, Edy Tavares, sem er með 2,3 troðslur að meðaltali í fjórum leikjum eða samtals níu troðslur. Tryggvi og Edy Tavares eru í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að troða boltanum í körfuna en hér fyrir neðan er topplistinn sem er tekinn úr opinberri tölfræði ACB-deildarinnar. Flestar troðslur í leik til þessa í ACB-deildinni 2020-21: 1. Tryggvi Snær Hlinason, Casademont Zaragoza 2,4 2. Edy Tavares, Real Madrid 2,3 3. Babatunde Olumuyiwa, MoraBanc Andorra 1,6 4. Jacob Wiley, Herbalife Gran Canaria 1,5 5. Juampi Vaulet, BAXI Manresa 1,4 5. Ondrej Balvin, RETAbet Bilbao Basket 1,4 5. Dejan Kravic, Hereda San Pablo Burgos 1,4 5. Mike Tobey, Valencia Basket Club 1,4 5. Malik Dime, MoraBanc Andorra 1,4
Flestar troðslur í leik til þessa í ACB-deildinni 2020-21: 1. Tryggvi Snær Hlinason, Casademont Zaragoza 2,4 2. Edy Tavares, Real Madrid 2,3 3. Babatunde Olumuyiwa, MoraBanc Andorra 1,6 4. Jacob Wiley, Herbalife Gran Canaria 1,5 5. Juampi Vaulet, BAXI Manresa 1,4 5. Ondrej Balvin, RETAbet Bilbao Basket 1,4 5. Dejan Kravic, Hereda San Pablo Burgos 1,4 5. Mike Tobey, Valencia Basket Club 1,4 5. Malik Dime, MoraBanc Andorra 1,4
Spænski körfuboltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira