Körfubolti

Martin spilaði í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valencia Basket - 2020/2021 Turkish Airlines EuroLeague Media Day VALENCIA, SPAIN - SEPTEMBER 11: Martin Hermannsson, #24 poses during the 2020/2021 Turkish Airlines EuroLeague Media Day of Valencia Basket at La Fonteta on September 11, 2020 in Valencia, Spain. (Photo by JM Casares/Euroleague Basketball via Getty Images)
Valencia Basket - 2020/2021 Turkish Airlines EuroLeague Media Day VALENCIA, SPAIN - SEPTEMBER 11: Martin Hermannsson, #24 poses during the 2020/2021 Turkish Airlines EuroLeague Media Day of Valencia Basket at La Fonteta on September 11, 2020 in Valencia, Spain. (Photo by JM Casares/Euroleague Basketball via Getty Images)

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var í eldlínunni með liði sínu, Valencia, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið fékk Unicaja Malaga í heimsókn.

Martin hóf leik á varamannabekknum en lék yfir 20 mínútur í leiknum.

Valenica hafði frumkvæðið framan af í nokkuð jöfnum leik en staðan í leikhléi var 33-28, Valencia í vil.

Gestirnir reyndust öflugri í síðari hálfleik og náðu að snúa leiknum sér í vil. Lokatölur 66-71 fyrir Malaga.

Martin skoraði 5 stig í leiknum auk þess að taka 2 fráköst og gefa 1 stoðsendingu en Bojan Dubljevic var stigahæstur í liði Valencia með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×