Formúla 1

Hamilton jafnaði met Schumacher

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tveir af þeim allra bestu.
Tveir af þeim allra bestu. Sky Sports

Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1, vann sinn 91. kappakstur í keppninni í dag er hann kom fyrstur í mark í Eifel-kappakstrinum í Þýskalandi. Jafnaði hann þar með met Michael Schumacher en sá þýski vann einnig 91 kappakstur á sínum tíma.

Hamilton er nú einnig skrefi nær fjölda heimsmeistaratitla sem Schumacher vann. Hamilton er með sex sem stendur á meðan Schumacher vann sjö. Valtteri Bottas, samherji Hamilton hjá Mercedes og helsti keppinautur um heimsmeistaratitil ökumanna, þurfti að draga sig úr keppni í dag vegna vélabilunnar.

Bottas hóf keppni á ráspól en Hamilton tók fram úr honum á þrettánda hring. Skömmu síðar þurfti Bottas að draga sig úr keppni vegna bilunar í vél sinni. Hamilton vann keppnina í kjölfarið nokkuð örugglega þó Max Verstappen hjá Red Bull hafi gert sitt besta til að halda spennu í kappakstrinum.

Daniel Ricciardo kom þar á eftir, er það í fyrsta skipti sem hann kemst á verðlaunapall síðan hann gekk til liðs við bílaframleiðandann Renault.

Sky Sports greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×