Að rækta andlega heilsu Anna Elísabet Ólafsdóttir skrifar 10. október 2020 09:01 Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október, er ánægjulegt að segja frá því að bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að nýta húsið sem kvenfélagið Hringurinn byggði árið 1925, og stendur á sunnanverðu Kársnesinu, sem Lýðheilsuhús þar sem áhersla verður lögð á geðrækt. Húsið, sem hannað er af Guðjóni Samúelssyni, hefur frá upphafi tengst heilbrigðismálum, fyrst sem hressingarhæli fyrir útskrifaða berklasjúklinga. Nú er endurgerð hússins langt komin jafnt að utan sem innan og verður aðstaðan nýtt sem fræðslu- og þekkingarsetur þar sem lögð verður áhersla á námskeið, aðra fræðslu og færniþjálfun til að efla andlega heilsu og vellíðan. Húsið er staðsett á fallegum stað þar sem umhverfið er hlýlegt og gróið, sem eitt og sér hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og býður upp á mikla möguleika úti við s.s. til núvitundaræfinga og hugræktargöngu. Starfið í húsinu mun fyrst og fremst byggja á fyrsta stigs forvarnarstarfi svo sem að vinna með kvíða, einmannaleika og gagnkvæma virðingu til að allir geti fengið að vera eins og þeir eru. Þá verður stefnt að því að vinna sérstaklega með tilfinninga- og félagsfærni en nýleg skýrsla frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sýnir að þennan þátt má styrkja verulega meðal íslenskra ungmenna. Fyrst í stað verður lögð áhersla á að vinna með börnum, ungmennum og ungu fólki og þeim sem vinna með börn og ungmenni. Þá verður líka litið sérstaklega til eldri borgara og fræðslu sem gæti hentað þeim. Með tilkomu þessa nýja Lýðheilsuhúss eða Geðræktarhúss verður því til vettvangur til að rækta andlega heilsu rétt eins og við höfum íþróttahús til að efla líkamlega heilsu. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er andleg vanlíðan ein helsta ástæða skertra lífsgæða í heiminum í dag. Að nota þetta merka reisulega hús, sem brátt verður 100 ára, til að fást við heilsufarsvanda nútímans er því jákvætt framlag til forvarna á sviði geðheilbrigðismála. Höfundur er sérfræðingur lýðheilsumála hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Kópavogur Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október, er ánægjulegt að segja frá því að bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að nýta húsið sem kvenfélagið Hringurinn byggði árið 1925, og stendur á sunnanverðu Kársnesinu, sem Lýðheilsuhús þar sem áhersla verður lögð á geðrækt. Húsið, sem hannað er af Guðjóni Samúelssyni, hefur frá upphafi tengst heilbrigðismálum, fyrst sem hressingarhæli fyrir útskrifaða berklasjúklinga. Nú er endurgerð hússins langt komin jafnt að utan sem innan og verður aðstaðan nýtt sem fræðslu- og þekkingarsetur þar sem lögð verður áhersla á námskeið, aðra fræðslu og færniþjálfun til að efla andlega heilsu og vellíðan. Húsið er staðsett á fallegum stað þar sem umhverfið er hlýlegt og gróið, sem eitt og sér hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og býður upp á mikla möguleika úti við s.s. til núvitundaræfinga og hugræktargöngu. Starfið í húsinu mun fyrst og fremst byggja á fyrsta stigs forvarnarstarfi svo sem að vinna með kvíða, einmannaleika og gagnkvæma virðingu til að allir geti fengið að vera eins og þeir eru. Þá verður stefnt að því að vinna sérstaklega með tilfinninga- og félagsfærni en nýleg skýrsla frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sýnir að þennan þátt má styrkja verulega meðal íslenskra ungmenna. Fyrst í stað verður lögð áhersla á að vinna með börnum, ungmennum og ungu fólki og þeim sem vinna með börn og ungmenni. Þá verður líka litið sérstaklega til eldri borgara og fræðslu sem gæti hentað þeim. Með tilkomu þessa nýja Lýðheilsuhúss eða Geðræktarhúss verður því til vettvangur til að rækta andlega heilsu rétt eins og við höfum íþróttahús til að efla líkamlega heilsu. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er andleg vanlíðan ein helsta ástæða skertra lífsgæða í heiminum í dag. Að nota þetta merka reisulega hús, sem brátt verður 100 ára, til að fást við heilsufarsvanda nútímans er því jákvætt framlag til forvarna á sviði geðheilbrigðismála. Höfundur er sérfræðingur lýðheilsumála hjá Kópavogsbæ.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar