Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 08:30 Anthony Davis og LeBron James í Mamba búningnum í leik tvö sem Lakers vann örugglega. AP/Mark J. Terrill Leikmenn Los Angeles Lakers munu spila fimmta leikinn á móti Miami Heat í „Black Mamba“ búningum sem Kobe heitinn Bryant hannaði í samvinnu við Nike. Lakers liðið ætlaði sér að spila í þessum „Black Mamba“ búningum Kobe í öðrum og sjöunda leik lokaúrslitanna en Lakers getur tryggt sér NBA titilinn með sigri á föstudagskvöldið og því var ákveðið að spila þá í búningnum. Lakers er 3-1 yfir á móti Miami Heat eftir sigur í síðasta leik en Lakers menn unnu tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígins með sannfærandi hætti. Los Angeles Lakers liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í þessari úrslitakeppni þar sem liðið hefur spilað í „Black Mamba“ búningum Kobe. Kobe Bryant lést í þyrluslysi 26. janúar í Calabasas í Kaliforníu ásamt þrettán ára dóttur inni Giönnu og sjö öðrum. The Lakers have made the switch to wear their Black Mamba uniforms for Game 5 of the #NBAFinalsLA is 4-0 this season when wearing these jerseys. pic.twitter.com/SMgrXolJNk— SportsCenter (@SportsCenter) October 7, 2020 „Mamba og Mambacita treyjurnar hafa verið samþykktar fyrir leik fimm. Áfram Lakers,“ skrifaði Vanessa, ekkja Kobe Bryant, á Instagram síðu sína. Nike hannaði treyjuna í samvinnu við Kobe Bryant á sínum tíma. Þjálfarinn Frank Vogel og stjörnuleikmennirnir LeBron James og Anthony Davis hafa margoft talað um það að liðið hafi reynt að tileinka sér Mömbu hugarfar Kobe Bryant og hans vægðarlausu þrá til vinna. Lakers liðið hefur ennfremur tileinkað Kobe Bryant þetta tímabil. James og Davis fengu sér báðir húðflúr til heiðurs Bryant og fyrir leik þá kalla leikmenn liðsins saman í hóp: „1-2-3 Mamba!“ Last night, @KingJames scored the Lakers' 81st point with 8:24 on the clock.While wearing the Black Mamba jersey (h/t @Lakers) pic.twitter.com/LEA6uHNhur— SportsCenter (@SportsCenter) October 3, 2020 Los Angeles Lakers hefur ekki orðið NBA-meistari í tíu ár eða síðan liðið vann tvö ár í röð frá 2009 til 2010 undir forystu Kobe Bryant. Kobe varð einnig NBA-meistari þrjú tímabil í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002. Lakers liðið hefur verið að spila í öðrum búningum tileinkuðum goðsögnum í þessari úrslitakeppni en þeir kalla þetta „Laker Lore Series“ en hinir tveir búningarnir í flokknum tengjast þeim Magic Johnson og Shaquille O'Neal. Fimmti leikur lokaúrslitanna fer fram annað kvöld. NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers munu spila fimmta leikinn á móti Miami Heat í „Black Mamba“ búningum sem Kobe heitinn Bryant hannaði í samvinnu við Nike. Lakers liðið ætlaði sér að spila í þessum „Black Mamba“ búningum Kobe í öðrum og sjöunda leik lokaúrslitanna en Lakers getur tryggt sér NBA titilinn með sigri á föstudagskvöldið og því var ákveðið að spila þá í búningnum. Lakers er 3-1 yfir á móti Miami Heat eftir sigur í síðasta leik en Lakers menn unnu tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígins með sannfærandi hætti. Los Angeles Lakers liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í þessari úrslitakeppni þar sem liðið hefur spilað í „Black Mamba“ búningum Kobe. Kobe Bryant lést í þyrluslysi 26. janúar í Calabasas í Kaliforníu ásamt þrettán ára dóttur inni Giönnu og sjö öðrum. The Lakers have made the switch to wear their Black Mamba uniforms for Game 5 of the #NBAFinalsLA is 4-0 this season when wearing these jerseys. pic.twitter.com/SMgrXolJNk— SportsCenter (@SportsCenter) October 7, 2020 „Mamba og Mambacita treyjurnar hafa verið samþykktar fyrir leik fimm. Áfram Lakers,“ skrifaði Vanessa, ekkja Kobe Bryant, á Instagram síðu sína. Nike hannaði treyjuna í samvinnu við Kobe Bryant á sínum tíma. Þjálfarinn Frank Vogel og stjörnuleikmennirnir LeBron James og Anthony Davis hafa margoft talað um það að liðið hafi reynt að tileinka sér Mömbu hugarfar Kobe Bryant og hans vægðarlausu þrá til vinna. Lakers liðið hefur ennfremur tileinkað Kobe Bryant þetta tímabil. James og Davis fengu sér báðir húðflúr til heiðurs Bryant og fyrir leik þá kalla leikmenn liðsins saman í hóp: „1-2-3 Mamba!“ Last night, @KingJames scored the Lakers' 81st point with 8:24 on the clock.While wearing the Black Mamba jersey (h/t @Lakers) pic.twitter.com/LEA6uHNhur— SportsCenter (@SportsCenter) October 3, 2020 Los Angeles Lakers hefur ekki orðið NBA-meistari í tíu ár eða síðan liðið vann tvö ár í röð frá 2009 til 2010 undir forystu Kobe Bryant. Kobe varð einnig NBA-meistari þrjú tímabil í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002. Lakers liðið hefur verið að spila í öðrum búningum tileinkuðum goðsögnum í þessari úrslitakeppni en þeir kalla þetta „Laker Lore Series“ en hinir tveir búningarnir í flokknum tengjast þeim Magic Johnson og Shaquille O'Neal. Fimmti leikur lokaúrslitanna fer fram annað kvöld.
NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira