Handbolti

Akureyrarslagnum frestað

Sindri Sverrisson skrifar
Þór og KA mætast síðar í 32-liða úrslitum bikarsins.
Þór og KA mætast síðar í 32-liða úrslitum bikarsins. vísir/hulda margrét

Þór og KA mætast ekki í Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld eins og til stóð. Leiknum var frestað vegna hertra sóttvarnareglna.

Þrátt fyrir að hertar sóttvarnareglur snúi fyrst og fremst að höfuðborgarsvæðinu var leiknum frestað. Það skýrist af því að senda hefði þurft dómara frá höfuðborgarsvæðinu til að dæma á Akureyri. Þetta sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við Vísi.

Leik ÍBV 2 og Vængja Júpiters, sem einnig átti að fara fram í 32-liða úrslitum bikarsins í kvöld, var einnig frestað. Nýr leiktími fyrir leikina verður gefinn út við fyrsta tækifæri.


Tengdar fréttir

KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa

Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×