Körfubolti

KKÍ frestar leikjum en bíður skýringa

Sindri Sverrisson skrifar
Stopp. Ekki verður spilaður körfubolti í kvöld og lið á höfuðborgarsvæðinu spila varla næstu tvær vikurnar.
Stopp. Ekki verður spilaður körfubolti í kvöld og lið á höfuðborgarsvæðinu spila varla næstu tvær vikurnar. vísir/vilhelm

Stjórn körfuknattleikssambands Íslands ákvað í morgun að fresta leikjum sem fram áttu að fara í dag. KKÍ bíður frekari skýringa varðandi nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirufaraldursins.

Æfingar og keppni í innanhúss íþróttum, hjá 15 ára og eldri, hafa verið bannaðar á höfuðborgarsvæðinu fram til 19. október. Keppni í íþróttum utanhúss er hins vegar enn leyfð.

Í Dominos-deild kvenna áttu fjórir leikir að fara fram í kvöld og í hverjum þeirra er að minnsta kosti annað liðið staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þessum leikjum hefur því verið frestað, sem og tveimur leikjum í 7. flokki drengja.

Leikjum dagsins frestað:

Domino‘s deild kvenna

  • Breiðablik – Keflavík
  • Fjölnir – Haukar
  • Snæfell – KR
  • Valur – Skallagrímur

7. flokkur drengja

  • Njarðvík – Stjarnan
  • KR – Fjölnir

Í yfirlýsingu frá KKÍ segir að beðið sé frekari skýringa yfirvalda:

„Stjórn og mótanefnd KKÍ fundaði í morgun um þá stöðu sem er uppi, en enn er beðið frekari skýringa frá yfirvöldum á ákveðnum þáttum í reglugerðinni, og á meðan svo er verður vandséð hvernig hægt sé að taka ákvörðun um framtíð mótahalds til 19. október nk. Fyrir liggur að ekki félög á höfuðborgarsvæðinu megi ekki keppa í dag og því verður eftirfarandi leikjum frestað til samræmis við 2. grein reglugerðar KKÍ um ráðstafanir vegna heimsfaraldurs COVID-19.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×