Sterkari með ADHD María Hjálmarsdóttir skrifar 7. október 2020 10:01 Októbermánuður er uppáhalds mánuðurinn minn. Fallegir haustlitir, birtan er að breytast og lognið oft ríkjandi. Október er líka í uppáhaldi því mánuðurinn er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Höfuðeinkenni ADHD eru þrenns konar: Athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi. Þau tvö síðarnefndu fylgjast oftast að og eru mjög áberandi einkenni hjá mörgum með ADHD, en hafa þarf hugfast að athyglisbrestur getur verið til staðar án þess að honum fylgi ofvirkni eða hvatvísi. Grunnskólanám var krefjandi fyrir mig, frímínútur þóttu mér skemmtilegastar. Ég man nú lítið annað en að sitja á fremsta bekk og sessunautur minn var ávallt nemandi sem talaði lítið eða ekkert. Það hentaði öllum best, nema kannski mér. Ég varð fyrir stríðni en var fljót að læra að gera grín að sjálfri mér og varð því trúðurinn í bekknum. Ég man þó hversu oft ég hugsaði að ég gæti ekki gert nógu vel eða ekki eins vel og óskað var eftir. Ég gat ekki fylgst með, gat ekki þagað og ég litaði alltaf út fyrir. Á hverjum dagi fékk ég að heyra að ég ætti að vera öðruvísi en ég var og það hafði áhrif á sjálfstraust mitt og sjálfsálit. Á þeim tíma sá ég ekki kostina í því að vera með ADHD enda vissi ég ekki þá að ég væri með ADHD. Það var ekki fyrr en á fullorðinsárum, og þá orðin tveggja barna móðir að ég fór í greiningu og það fór ekkert á milli mála. ADHD var það, ríkjandi hvatvísi og ofvirkni. Greining á fullorðinsárum Allt í einu var ég byrjuð að taka ábyrgð á öðrum en bara mér, straumur og stingur upp í höfuð – ARHHH gleymdi, ÆJ NEI ER BÚNINGADAGUR, ÚFF það er starfsdagur, ÚPS fyrirgefðu ég gleymdi... VAR ég örugglega búin að slökkva á straujárninu... þetta gekk augljóslega ekki upp. Ég ræddi þetta við góða vinkonu sem benti mér góðfúslega á að líklegast væri ég með ADHD og hún mælti með að ég færi í greiningu. Foreldrar mínir og kærasti voru hjartanlega sammála því að ég færi í greiningu. Það að hafa farið í greiningu er í raun eitt af því besta sem ég hef gert. Það útskýrði svo margt og hjálpaði mér að hætta að afsaka mig endalaust byrja í staðinn að útskýra að svona væri ég bara og að stundum myndi ég gleyma (alveg eins og stundum segir fólk leiðinlegar langar sögur því það er bara þannig) og það er í lagi. Það besta við það að gera sér grein fyrir því að ég er snillingur með ADHD er það að ég gat spottað einkenni hjá dóttur minni sem betur fer greindist snemma með ADHD. Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar fyrir börn með ADHD Börn með ADHD upplifa allt of oft neikvæð viðbrögð frá umhverfinu vegna veikleika sinna. Þó hafa ADHD samtökin staðið fyrir virkilega góðri vitundarvakningu og birt mikið af fræðsluefni og hefur það hjálpað til. Það breytir því þó ekki að einbeitingarerfiðleikar, gleymska og hvatvísi valda því oft að ADHD börn og fullorðnir koma sér í vandræði. Það allra mikilvægasta við að fá hjálp og skilning snemma er það að það er ekki stanslaust verið að brjóta þig niður og segja endalaust „ohh þú ert alltaf að hella niður, alltaf að gleyma, alltaf að grípa frammí…..“ Það að greinast snemma skiptir miklu máli fyrir þig sem ert með ADHD upp á að þú lærir að snúa veikleikum þínum yfir í styrkleika og að þér sé tekið eins og þú ert. Það er ekkert að okkur Það mikilvægasta er þó að það er ekkert AÐ okkur. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt, „hvað er að þér/henni?“ og nýlega „hvað er að þessu barni?“ sem sagt var um dóttur mína. Við erum ekki óþolandi ofvirk – við erum vel virk og hörkudugleg. Vandamálið er samfélagið, þar eiga allir að vera eins, eða það væri hentugast. Skólaumhverfið er því miður ekki alltaf sniðið að einstaklingum með ADHD. Margir kostir okkar eru sköpunargáfa, orka og forvitni. Því miður þá henta þessir eiginleikar oft illa inni í skólastofu. Þó verð ég að segja, kennarar í dag eru virkilega að gera sitt besta í að aðlaga námsumhverfi eftir þörfum barna. Vandamálið er oftar ofar í kerfinu sem er þungt og illa búið undir breytingar. Að lokum, 5-10% af þjóðinni er með ADHD. Ert þú kannski með ADHD ? Á vefsíðu ADHD samtakanna er urmull af upplýsingum og fræðsluefni sem ég vona að þú kynnir þér. Einnig hefur verið stofnað útibú frá ADHD samtökunum - ADHD Austurland sem er með facebook síðu þar er einnig að finna spjallhóp fyrir alla sem láta sig málefni fólks með ADHD varða. Munum svo að samfélagið væri hrikalega leiðinlegt ef allir væru eins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Austurbrú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Októbermánuður er uppáhalds mánuðurinn minn. Fallegir haustlitir, birtan er að breytast og lognið oft ríkjandi. Október er líka í uppáhaldi því mánuðurinn er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Höfuðeinkenni ADHD eru þrenns konar: Athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi. Þau tvö síðarnefndu fylgjast oftast að og eru mjög áberandi einkenni hjá mörgum með ADHD, en hafa þarf hugfast að athyglisbrestur getur verið til staðar án þess að honum fylgi ofvirkni eða hvatvísi. Grunnskólanám var krefjandi fyrir mig, frímínútur þóttu mér skemmtilegastar. Ég man nú lítið annað en að sitja á fremsta bekk og sessunautur minn var ávallt nemandi sem talaði lítið eða ekkert. Það hentaði öllum best, nema kannski mér. Ég varð fyrir stríðni en var fljót að læra að gera grín að sjálfri mér og varð því trúðurinn í bekknum. Ég man þó hversu oft ég hugsaði að ég gæti ekki gert nógu vel eða ekki eins vel og óskað var eftir. Ég gat ekki fylgst með, gat ekki þagað og ég litaði alltaf út fyrir. Á hverjum dagi fékk ég að heyra að ég ætti að vera öðruvísi en ég var og það hafði áhrif á sjálfstraust mitt og sjálfsálit. Á þeim tíma sá ég ekki kostina í því að vera með ADHD enda vissi ég ekki þá að ég væri með ADHD. Það var ekki fyrr en á fullorðinsárum, og þá orðin tveggja barna móðir að ég fór í greiningu og það fór ekkert á milli mála. ADHD var það, ríkjandi hvatvísi og ofvirkni. Greining á fullorðinsárum Allt í einu var ég byrjuð að taka ábyrgð á öðrum en bara mér, straumur og stingur upp í höfuð – ARHHH gleymdi, ÆJ NEI ER BÚNINGADAGUR, ÚFF það er starfsdagur, ÚPS fyrirgefðu ég gleymdi... VAR ég örugglega búin að slökkva á straujárninu... þetta gekk augljóslega ekki upp. Ég ræddi þetta við góða vinkonu sem benti mér góðfúslega á að líklegast væri ég með ADHD og hún mælti með að ég færi í greiningu. Foreldrar mínir og kærasti voru hjartanlega sammála því að ég færi í greiningu. Það að hafa farið í greiningu er í raun eitt af því besta sem ég hef gert. Það útskýrði svo margt og hjálpaði mér að hætta að afsaka mig endalaust byrja í staðinn að útskýra að svona væri ég bara og að stundum myndi ég gleyma (alveg eins og stundum segir fólk leiðinlegar langar sögur því það er bara þannig) og það er í lagi. Það besta við það að gera sér grein fyrir því að ég er snillingur með ADHD er það að ég gat spottað einkenni hjá dóttur minni sem betur fer greindist snemma með ADHD. Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar fyrir börn með ADHD Börn með ADHD upplifa allt of oft neikvæð viðbrögð frá umhverfinu vegna veikleika sinna. Þó hafa ADHD samtökin staðið fyrir virkilega góðri vitundarvakningu og birt mikið af fræðsluefni og hefur það hjálpað til. Það breytir því þó ekki að einbeitingarerfiðleikar, gleymska og hvatvísi valda því oft að ADHD börn og fullorðnir koma sér í vandræði. Það allra mikilvægasta við að fá hjálp og skilning snemma er það að það er ekki stanslaust verið að brjóta þig niður og segja endalaust „ohh þú ert alltaf að hella niður, alltaf að gleyma, alltaf að grípa frammí…..“ Það að greinast snemma skiptir miklu máli fyrir þig sem ert með ADHD upp á að þú lærir að snúa veikleikum þínum yfir í styrkleika og að þér sé tekið eins og þú ert. Það er ekkert að okkur Það mikilvægasta er þó að það er ekkert AÐ okkur. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt, „hvað er að þér/henni?“ og nýlega „hvað er að þessu barni?“ sem sagt var um dóttur mína. Við erum ekki óþolandi ofvirk – við erum vel virk og hörkudugleg. Vandamálið er samfélagið, þar eiga allir að vera eins, eða það væri hentugast. Skólaumhverfið er því miður ekki alltaf sniðið að einstaklingum með ADHD. Margir kostir okkar eru sköpunargáfa, orka og forvitni. Því miður þá henta þessir eiginleikar oft illa inni í skólastofu. Þó verð ég að segja, kennarar í dag eru virkilega að gera sitt besta í að aðlaga námsumhverfi eftir þörfum barna. Vandamálið er oftar ofar í kerfinu sem er þungt og illa búið undir breytingar. Að lokum, 5-10% af þjóðinni er með ADHD. Ert þú kannski með ADHD ? Á vefsíðu ADHD samtakanna er urmull af upplýsingum og fræðsluefni sem ég vona að þú kynnir þér. Einnig hefur verið stofnað útibú frá ADHD samtökunum - ADHD Austurland sem er með facebook síðu þar er einnig að finna spjallhóp fyrir alla sem láta sig málefni fólks með ADHD varða. Munum svo að samfélagið væri hrikalega leiðinlegt ef allir væru eins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Austurbrú.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun