Körfubolti

Lakers með yfirhöndina í úrslitunum

Sindri Sverrisson skrifar
Anthony Davis og Bam Adebayo berjast um frákast. Davis var stigahæstur í leiknum en Adebayo fór meiddur af velli í seinni hálfleik.
Anthony Davis og Bam Adebayo berjast um frákast. Davis var stigahæstur í leiknum en Adebayo fór meiddur af velli í seinni hálfleik. vísir/getty

Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

Lakers unnu leikinn 116-98, eftir að hafa verið 93-67 yfir fyrir fjórða leikhluta, og eru því komnir með yfirhöndina í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki til að landa meistaratitlinum. Næsti leikur er annað kvöld.

LeBron James var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hann skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Honum fannst lið sitt þó slaka fullmikið á í síðasta leikhlutanum:

Jimmy Butler skoraði 23 stig fyrir Miami sem varð fyrir því óláni að tveir leikmanna liðsins fóru meiddir af velli. Goran Dragic meiddist í vinstri fæti í fyrri hálfleik og hætti leik, og Bam Adeabyo meiddist í öxl um miðjan þriðja leikhluta. Í úrslitakeppninni hefur Dragic skorað 20,9 stig að meðaltali en hann skoraði sex þann tíma sem hann spilaði í gær, og Adebayo hefur skilað 18,5 stigum og 11,4 fráköstum en var með átta stig og fjögur fráköst í gær.

NBA


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.