Sólveig og Ragnar gefa lítið fyrir orðræðu Gylfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 10:44 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/vilhelm Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar gefa lítið fyrir ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands, um að honum hugnist ekki orðræða verkalýðsforystunnar í kjarabaráttunni undanfarin misseri. Þau gagnrýna bæði stefnu ASÍ undir handleiðslu Gylfa í pistlum sem þau birtu á Facebook í morgun. Gylfi sagði í viðtali við Morgunblaðið í morgun að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar væru „beinskeyttari“ en áður. Þetta kæmi honum ekki á óvart. Hann hefði ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hefði ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá sagði Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að sér „hugnist ekki orðræða Samtaka atvinnulífsins“. ASÍ hafi, undir forystu Gylfa og stuðningsmanna hans, „skrapað botninn í trausti í íslensku samfélagi“. Það hafi ekki verið fyrr en ný forysta tók við í verkalýðshreyfingunni sem baráttan fyrir bættum lífskjörum hafi byrjað fyrir alvöru. „[…] með nýju og öflugu fólki sem var ekki tilbúið að sættast við gamlar hagfræðikenningar vinnumarkaðarins sem voru orðnar jafn úreltar og innihaldslausar og fjármálakerfisins. Traust almennings til Alþýðusambandsins mælist nú í hæstu hæðum,“ skrifar Ragnar. Þá sé ný forysta Samtaka atvinnulífsins jafnframt einbeittari en áður „að halda kjörum niðri hvað sem það kostar“. „Orðræðan sem ný forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur mátt þola af hendi félagasamtaka tengdum atvinnulífinu og leigupennum forréttindastéttarinnar er líklega fordæmalaus.Við höfum verið úthrópuð og kölluð öllum þeim fúk og uppnefnum sem fyrir finnast í íslensku máli. Ekki vælum við yfir því, þó viðsemjendur okkar grenja yfir því á opinberum vettvangi að þessum árásum þeirra sé svarað fullum hálsi,“ skrifar Ragnar. Hann kveðst að endingu vonsvikinn yfir því að fyrrverandi forseti ASÍ skuli tileinka sér „málstað SA“. „En kemur svo sem ekki á óvart þar sem erfitt var að greina á milli SA og ASÍ undir hans stjórn, og stuðningsmanna hans. Viðhorfið til fyrrum umbjóðenda og félaga hefur greinilega lítið breyst,“ skrifar Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tekur í sama streng í færslu sinni á Facebook í morgun. „Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi,“ skrifar Sólveig. Þá vísar Sólveig í ályktun sem Efling sendi frá sér í maí 2018, þegar Gylfi sat enn sem forseti ASÍ. Í ályktuninni er málflutningur ASÍ sagður farinn að „ríma rækilega“ við málflutning „forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga“. Ályktunina má sjá í heild í færslu Sólveigar hér fyrir neðan. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar gefa lítið fyrir ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands, um að honum hugnist ekki orðræða verkalýðsforystunnar í kjarabaráttunni undanfarin misseri. Þau gagnrýna bæði stefnu ASÍ undir handleiðslu Gylfa í pistlum sem þau birtu á Facebook í morgun. Gylfi sagði í viðtali við Morgunblaðið í morgun að orðræðan úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar og samskipti hennar væru „beinskeyttari“ en áður. Þetta kæmi honum ekki á óvart. Hann hefði ekki gefið kost á sér til endurkjörs á sínum tíma þar sem hann hefði ekki talið sig geta „staðið fyrir svona stefnu og framgöngu“. Þá sagði Gylfi að það valdi sér áhyggjum að svo virðist sem atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin ræðist ekki við. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að sér „hugnist ekki orðræða Samtaka atvinnulífsins“. ASÍ hafi, undir forystu Gylfa og stuðningsmanna hans, „skrapað botninn í trausti í íslensku samfélagi“. Það hafi ekki verið fyrr en ný forysta tók við í verkalýðshreyfingunni sem baráttan fyrir bættum lífskjörum hafi byrjað fyrir alvöru. „[…] með nýju og öflugu fólki sem var ekki tilbúið að sættast við gamlar hagfræðikenningar vinnumarkaðarins sem voru orðnar jafn úreltar og innihaldslausar og fjármálakerfisins. Traust almennings til Alþýðusambandsins mælist nú í hæstu hæðum,“ skrifar Ragnar. Þá sé ný forysta Samtaka atvinnulífsins jafnframt einbeittari en áður „að halda kjörum niðri hvað sem það kostar“. „Orðræðan sem ný forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur mátt þola af hendi félagasamtaka tengdum atvinnulífinu og leigupennum forréttindastéttarinnar er líklega fordæmalaus.Við höfum verið úthrópuð og kölluð öllum þeim fúk og uppnefnum sem fyrir finnast í íslensku máli. Ekki vælum við yfir því, þó viðsemjendur okkar grenja yfir því á opinberum vettvangi að þessum árásum þeirra sé svarað fullum hálsi,“ skrifar Ragnar. Hann kveðst að endingu vonsvikinn yfir því að fyrrverandi forseti ASÍ skuli tileinka sér „málstað SA“. „En kemur svo sem ekki á óvart þar sem erfitt var að greina á milli SA og ASÍ undir hans stjórn, og stuðningsmanna hans. Viðhorfið til fyrrum umbjóðenda og félaga hefur greinilega lítið breyst,“ skrifar Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tekur í sama streng í færslu sinni á Facebook í morgun. „Allt í lagi, Gylfi, mér hugnast ekki heldur sú samræmda láglaunastefna sem er arfleið þín á íslenskum vinnumarkaði, láglaunastefnan sem gerir það að verkum að verkakonur þurfa að þræla sér út þangað til þær missa heilsuna og enda sem fátækir öryrkjar. Áhugaleysi þitt gagnvart kjörum kven-vinnuaflsins fer í sögubækurnar. Thanks for nothing, Gylfi,“ skrifar Sólveig. Þá vísar Sólveig í ályktun sem Efling sendi frá sér í maí 2018, þegar Gylfi sat enn sem forseti ASÍ. Í ályktuninni er málflutningur ASÍ sagður farinn að „ríma rækilega“ við málflutning „forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga“. Ályktunina má sjá í heild í færslu Sólveigar hér fyrir neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira