Greinir á um hvernig ganga eigi frá hárri skuld handknattleiksdeildar Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2020 14:08 Úr leik með Gróttu í Olís-deild karla í handbolta. vísir/elín björg Í síðustu viku sagði stjórn handknattleiksdeildar Gróttu af sér vegna ágreinings um uppgjör á skuld fyrri stjórna deildarinnar. Skuldin, sem nemur rúmlega 23 milljónum króna, safnaðist upp á rekstrarárunum 2016-18. Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar, segir ljóst að eytt hafi verið um efni fram og aðalstjórn Gróttu hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar og aðalstjórn greinir á um hvar ábyrgðin vegna skuldarinnar liggi. „Mitt stjórnarfólk var ósammála þeirri ákvörðun að nú ætti að fara að greiða niður fortíðarvanda þar sem allir brugðust. Stjórnarfólk handknattleiksdeildar samdi langt um efni fram og eftirlit aðalstjórnar brást harkalega. Það er skýrt í lögum félagsins að alla samninga og fjárhagsskuldbindingar þurfi að bera undir aðalstjórn til samþykktar,“ sagði Lárus í samtali við Vísi. Að hans sögn var fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar ekki tilbúin að skuldbinda deildina til næstu 20 ára eins og tillaga aðalstjórnar hljómaði. „Við sættum okkur við að það yrði lagt á framtíðar stjórnir að safna lágmarki milljón á ári til að standa undir þessu,“ sagði Lárus. Hann segir að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar. „Þetta var gert að okkar frumkvæði því við sáum í ársreikningnum að skuldin hafði lækkað um milljón milli ára. Við fórum að grennslast fyrir um það og fengum ýmsar skýringar. Við sendum inn erindi til aðalstjórnar þar sem við óskuðum eftir því að skuldin yrði felld niður enda ljóst að allir brugðust,“ sagði Lárus. „Þetta er leiðindamál. Að okkar mati ætti að afskrifa þetta á næstu þremur til fimm árum svo hægt sé að halda áfram. Og gera meiri kröfur á deildirnar að þær skili sér réttu megin við núllið. Sem Gróttumaður vonast maður til að sá lærdómur verði dreginn af þessu máli og þetta gerist ekki aftur. Að það sé ekki segja að semja um efni fram og svo eigi aðalstjórnin að taka skellinn. Það er ekki hægt að hafa þetta mál hangandi yfir félaginu lengi og það þarf bara að rífa þennan plástur einhvern veginn af.“ Að sögn Lárusar hittir fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar aðalstjórn á fundi annað kvöld þar sem hún skilar deildinni af sér. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. „Það er leitt þegar gott fólk ákveður að stíga til hliðar og eftirsjá af því. En ég vil ekki vera með mikla yfirlýsingar því aðalstjórn á fund með handknattleiksdeild á morgun,“ sagði Bragi og bætti við að hann hefði fulla trú á að málið fengi farsælan endi. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Í síðustu viku sagði stjórn handknattleiksdeildar Gróttu af sér vegna ágreinings um uppgjör á skuld fyrri stjórna deildarinnar. Skuldin, sem nemur rúmlega 23 milljónum króna, safnaðist upp á rekstrarárunum 2016-18. Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar, segir ljóst að eytt hafi verið um efni fram og aðalstjórn Gróttu hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar og aðalstjórn greinir á um hvar ábyrgðin vegna skuldarinnar liggi. „Mitt stjórnarfólk var ósammála þeirri ákvörðun að nú ætti að fara að greiða niður fortíðarvanda þar sem allir brugðust. Stjórnarfólk handknattleiksdeildar samdi langt um efni fram og eftirlit aðalstjórnar brást harkalega. Það er skýrt í lögum félagsins að alla samninga og fjárhagsskuldbindingar þurfi að bera undir aðalstjórn til samþykktar,“ sagði Lárus í samtali við Vísi. Að hans sögn var fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar ekki tilbúin að skuldbinda deildina til næstu 20 ára eins og tillaga aðalstjórnar hljómaði. „Við sættum okkur við að það yrði lagt á framtíðar stjórnir að safna lágmarki milljón á ári til að standa undir þessu,“ sagði Lárus. Hann segir að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar. „Þetta var gert að okkar frumkvæði því við sáum í ársreikningnum að skuldin hafði lækkað um milljón milli ára. Við fórum að grennslast fyrir um það og fengum ýmsar skýringar. Við sendum inn erindi til aðalstjórnar þar sem við óskuðum eftir því að skuldin yrði felld niður enda ljóst að allir brugðust,“ sagði Lárus. „Þetta er leiðindamál. Að okkar mati ætti að afskrifa þetta á næstu þremur til fimm árum svo hægt sé að halda áfram. Og gera meiri kröfur á deildirnar að þær skili sér réttu megin við núllið. Sem Gróttumaður vonast maður til að sá lærdómur verði dreginn af þessu máli og þetta gerist ekki aftur. Að það sé ekki segja að semja um efni fram og svo eigi aðalstjórnin að taka skellinn. Það er ekki hægt að hafa þetta mál hangandi yfir félaginu lengi og það þarf bara að rífa þennan plástur einhvern veginn af.“ Að sögn Lárusar hittir fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar aðalstjórn á fundi annað kvöld þar sem hún skilar deildinni af sér. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. „Það er leitt þegar gott fólk ákveður að stíga til hliðar og eftirsjá af því. En ég vil ekki vera með mikla yfirlýsingar því aðalstjórn á fund með handknattleiksdeild á morgun,“ sagði Bragi og bætti við að hann hefði fulla trú á að málið fengi farsælan endi.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira