Greinir á um hvernig ganga eigi frá hárri skuld handknattleiksdeildar Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2020 14:08 Úr leik með Gróttu í Olís-deild karla í handbolta. vísir/elín björg Í síðustu viku sagði stjórn handknattleiksdeildar Gróttu af sér vegna ágreinings um uppgjör á skuld fyrri stjórna deildarinnar. Skuldin, sem nemur rúmlega 23 milljónum króna, safnaðist upp á rekstrarárunum 2016-18. Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar, segir ljóst að eytt hafi verið um efni fram og aðalstjórn Gróttu hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar og aðalstjórn greinir á um hvar ábyrgðin vegna skuldarinnar liggi. „Mitt stjórnarfólk var ósammála þeirri ákvörðun að nú ætti að fara að greiða niður fortíðarvanda þar sem allir brugðust. Stjórnarfólk handknattleiksdeildar samdi langt um efni fram og eftirlit aðalstjórnar brást harkalega. Það er skýrt í lögum félagsins að alla samninga og fjárhagsskuldbindingar þurfi að bera undir aðalstjórn til samþykktar,“ sagði Lárus í samtali við Vísi. Að hans sögn var fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar ekki tilbúin að skuldbinda deildina til næstu 20 ára eins og tillaga aðalstjórnar hljómaði. „Við sættum okkur við að það yrði lagt á framtíðar stjórnir að safna lágmarki milljón á ári til að standa undir þessu,“ sagði Lárus. Hann segir að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar. „Þetta var gert að okkar frumkvæði því við sáum í ársreikningnum að skuldin hafði lækkað um milljón milli ára. Við fórum að grennslast fyrir um það og fengum ýmsar skýringar. Við sendum inn erindi til aðalstjórnar þar sem við óskuðum eftir því að skuldin yrði felld niður enda ljóst að allir brugðust,“ sagði Lárus. „Þetta er leiðindamál. Að okkar mati ætti að afskrifa þetta á næstu þremur til fimm árum svo hægt sé að halda áfram. Og gera meiri kröfur á deildirnar að þær skili sér réttu megin við núllið. Sem Gróttumaður vonast maður til að sá lærdómur verði dreginn af þessu máli og þetta gerist ekki aftur. Að það sé ekki segja að semja um efni fram og svo eigi aðalstjórnin að taka skellinn. Það er ekki hægt að hafa þetta mál hangandi yfir félaginu lengi og það þarf bara að rífa þennan plástur einhvern veginn af.“ Að sögn Lárusar hittir fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar aðalstjórn á fundi annað kvöld þar sem hún skilar deildinni af sér. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. „Það er leitt þegar gott fólk ákveður að stíga til hliðar og eftirsjá af því. En ég vil ekki vera með mikla yfirlýsingar því aðalstjórn á fund með handknattleiksdeild á morgun,“ sagði Bragi og bætti við að hann hefði fulla trú á að málið fengi farsælan endi. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Í síðustu viku sagði stjórn handknattleiksdeildar Gróttu af sér vegna ágreinings um uppgjör á skuld fyrri stjórna deildarinnar. Skuldin, sem nemur rúmlega 23 milljónum króna, safnaðist upp á rekstrarárunum 2016-18. Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar, segir ljóst að eytt hafi verið um efni fram og aðalstjórn Gróttu hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar og aðalstjórn greinir á um hvar ábyrgðin vegna skuldarinnar liggi. „Mitt stjórnarfólk var ósammála þeirri ákvörðun að nú ætti að fara að greiða niður fortíðarvanda þar sem allir brugðust. Stjórnarfólk handknattleiksdeildar samdi langt um efni fram og eftirlit aðalstjórnar brást harkalega. Það er skýrt í lögum félagsins að alla samninga og fjárhagsskuldbindingar þurfi að bera undir aðalstjórn til samþykktar,“ sagði Lárus í samtali við Vísi. Að hans sögn var fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar ekki tilbúin að skuldbinda deildina til næstu 20 ára eins og tillaga aðalstjórnar hljómaði. „Við sættum okkur við að það yrði lagt á framtíðar stjórnir að safna lágmarki milljón á ári til að standa undir þessu,“ sagði Lárus. Hann segir að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar. „Þetta var gert að okkar frumkvæði því við sáum í ársreikningnum að skuldin hafði lækkað um milljón milli ára. Við fórum að grennslast fyrir um það og fengum ýmsar skýringar. Við sendum inn erindi til aðalstjórnar þar sem við óskuðum eftir því að skuldin yrði felld niður enda ljóst að allir brugðust,“ sagði Lárus. „Þetta er leiðindamál. Að okkar mati ætti að afskrifa þetta á næstu þremur til fimm árum svo hægt sé að halda áfram. Og gera meiri kröfur á deildirnar að þær skili sér réttu megin við núllið. Sem Gróttumaður vonast maður til að sá lærdómur verði dreginn af þessu máli og þetta gerist ekki aftur. Að það sé ekki segja að semja um efni fram og svo eigi aðalstjórnin að taka skellinn. Það er ekki hægt að hafa þetta mál hangandi yfir félaginu lengi og það þarf bara að rífa þennan plástur einhvern veginn af.“ Að sögn Lárusar hittir fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar aðalstjórn á fundi annað kvöld þar sem hún skilar deildinni af sér. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. „Það er leitt þegar gott fólk ákveður að stíga til hliðar og eftirsjá af því. En ég vil ekki vera með mikla yfirlýsingar því aðalstjórn á fund með handknattleiksdeild á morgun,“ sagði Bragi og bætti við að hann hefði fulla trú á að málið fengi farsælan endi.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira