Afkomutengt veiðileyfagjald er vond hugmynd – Þrjár ástæður Kjartan Jónsson skrifar 27. september 2020 17:30 Hugmyndin um afkomutengt veiðileyfagjald, eins og nú tíðkast í íslenskum sjávarútvegi, virðist við fyrstu sýn fela í sér einhvers konar sanngirni. Að greinin greiði í samræmi við afkomu sína hverju sinni. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós hversu meingallað þetta fyrirkomulag er. Hér eru þrjár ástæður fyrir því. Tveir heimar í greininni Skipta má útgerðinni gróflega í tvo hópa sem búa við gjörólíkan veruleika. Annar hópurinn eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem stofnuð voru eftir að framsalinu var komið á (1991) og hafa þurft að kaupa veiðiheimildir með tilheyrandi skuldsetningu og fjármagnskostnaði. Hinn hópurinn eru stór fyrirtæki sem fengu tugþúsundir tonna af kvóta afhend árið 1991 eða keyptu fyrir lítið á fyrstu árunum þar á eftir og hafa átt síðan. Í þeim síðarnefna eru líka fyrirtæki í uppsjávarveiðum sem veiða síld, loðnu og makríl, en þær aflaheimildir hafa lítið skipt um hendur. Þegar síðan birtar eru meðaltalstölur um afkomu þessara hópa eru þær því alltaf stórfyrirtækjunum í hag. Erfið afkoma fyrri hópsins verður til þess að veiðileyfagjöld lækka og verður í raun mun lægri en stærri fyrirtækin eru fær um að greiða. Bókhaldsbrellur Íslenskur sjávarútvegur er í heildina séð ógagnsær, þar sem sömu fyrirtæki eiga útgerð, vinnslu og markaðsfyrirtæki sem eru gjarnan erlendis. Það eru auðvitað helst áðurnefnd stórfyrirtæki sem geta þannig fært til hagnað á milli veiða, vinnslu og markaðsfyrirtækja. Nú þegar er til staðar hvati til að færa hagnað frá veiðum til vinnslu, því tekjur sjómanna eru tengdar aflaverðmæti. Þá er fyrirtækjunum einnig hagur í að taka út hagnað í erlendu markaðsfyrirtæki þar sem er hagkvæmara skattaumhverfi. Með afkomutengdum veiðileyfagjöldum er hvatinn enn meiri í þá átt að færa hagnað frá útgerðinni – á meðan minnsti hluti þess afla sem veiddur er fer á markað munu þau komast upp með það að einhverju marki. Áhrif virks markaðar með veiðiheimildir Áhrif vaxtalækkana á fasteignalán eru þau að fasteignaverð hækkar með tímanum, þar sem lægri vaxtakostnaður þýðir að fólk getur tekið stærri lán og greitt meira. Það er í samræmi við eðli virks markaðar. Að sama skapi veldur lækkun veiðigjalda hækkun á markaðsverði á veiðiheimildum með tíð og tíma. Þarna er um að ræða markað með nokkur hundruð fyrirtækjum, aðallega litlum og meðalstórum. Þannig étur hækkandi fjármagnskostnaður með tíð og tíma upp þann ávinning sem þessi smærri fyrirtæki höfðu af lækkun veiðileyfagjalda um leið og nýliðun verður í greininni. Jafnræði og gagnsæi Sjávarútvegur á Íslandi hefur áratugum saman komið sér hjá því að fullnægja nútímakröfum um jafnræði og gagnsæi, sem flest önnur svið íslensks atvinnurekstrar og stjórnsýslu hafa þurft að gangast undir. Afkomutengd veiðileyfagjöld eru ekkert annað en bútasaumur á meingölluðu kerfi og löngu tímabært að setja upp kerfi sem tryggir jafnræði og gagnsæi. Höfundur er formaður Okkar auðlindar og framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Hugmyndin um afkomutengt veiðileyfagjald, eins og nú tíðkast í íslenskum sjávarútvegi, virðist við fyrstu sýn fela í sér einhvers konar sanngirni. Að greinin greiði í samræmi við afkomu sína hverju sinni. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós hversu meingallað þetta fyrirkomulag er. Hér eru þrjár ástæður fyrir því. Tveir heimar í greininni Skipta má útgerðinni gróflega í tvo hópa sem búa við gjörólíkan veruleika. Annar hópurinn eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem stofnuð voru eftir að framsalinu var komið á (1991) og hafa þurft að kaupa veiðiheimildir með tilheyrandi skuldsetningu og fjármagnskostnaði. Hinn hópurinn eru stór fyrirtæki sem fengu tugþúsundir tonna af kvóta afhend árið 1991 eða keyptu fyrir lítið á fyrstu árunum þar á eftir og hafa átt síðan. Í þeim síðarnefna eru líka fyrirtæki í uppsjávarveiðum sem veiða síld, loðnu og makríl, en þær aflaheimildir hafa lítið skipt um hendur. Þegar síðan birtar eru meðaltalstölur um afkomu þessara hópa eru þær því alltaf stórfyrirtækjunum í hag. Erfið afkoma fyrri hópsins verður til þess að veiðileyfagjöld lækka og verður í raun mun lægri en stærri fyrirtækin eru fær um að greiða. Bókhaldsbrellur Íslenskur sjávarútvegur er í heildina séð ógagnsær, þar sem sömu fyrirtæki eiga útgerð, vinnslu og markaðsfyrirtæki sem eru gjarnan erlendis. Það eru auðvitað helst áðurnefnd stórfyrirtæki sem geta þannig fært til hagnað á milli veiða, vinnslu og markaðsfyrirtækja. Nú þegar er til staðar hvati til að færa hagnað frá veiðum til vinnslu, því tekjur sjómanna eru tengdar aflaverðmæti. Þá er fyrirtækjunum einnig hagur í að taka út hagnað í erlendu markaðsfyrirtæki þar sem er hagkvæmara skattaumhverfi. Með afkomutengdum veiðileyfagjöldum er hvatinn enn meiri í þá átt að færa hagnað frá útgerðinni – á meðan minnsti hluti þess afla sem veiddur er fer á markað munu þau komast upp með það að einhverju marki. Áhrif virks markaðar með veiðiheimildir Áhrif vaxtalækkana á fasteignalán eru þau að fasteignaverð hækkar með tímanum, þar sem lægri vaxtakostnaður þýðir að fólk getur tekið stærri lán og greitt meira. Það er í samræmi við eðli virks markaðar. Að sama skapi veldur lækkun veiðigjalda hækkun á markaðsverði á veiðiheimildum með tíð og tíma. Þarna er um að ræða markað með nokkur hundruð fyrirtækjum, aðallega litlum og meðalstórum. Þannig étur hækkandi fjármagnskostnaður með tíð og tíma upp þann ávinning sem þessi smærri fyrirtæki höfðu af lækkun veiðileyfagjalda um leið og nýliðun verður í greininni. Jafnræði og gagnsæi Sjávarútvegur á Íslandi hefur áratugum saman komið sér hjá því að fullnægja nútímakröfum um jafnræði og gagnsæi, sem flest önnur svið íslensks atvinnurekstrar og stjórnsýslu hafa þurft að gangast undir. Afkomutengd veiðileyfagjöld eru ekkert annað en bútasaumur á meingölluðu kerfi og löngu tímabært að setja upp kerfi sem tryggir jafnræði og gagnsæi. Höfundur er formaður Okkar auðlindar og framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun