Afkomutengt veiðileyfagjald er vond hugmynd – Þrjár ástæður Kjartan Jónsson skrifar 27. september 2020 17:30 Hugmyndin um afkomutengt veiðileyfagjald, eins og nú tíðkast í íslenskum sjávarútvegi, virðist við fyrstu sýn fela í sér einhvers konar sanngirni. Að greinin greiði í samræmi við afkomu sína hverju sinni. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós hversu meingallað þetta fyrirkomulag er. Hér eru þrjár ástæður fyrir því. Tveir heimar í greininni Skipta má útgerðinni gróflega í tvo hópa sem búa við gjörólíkan veruleika. Annar hópurinn eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem stofnuð voru eftir að framsalinu var komið á (1991) og hafa þurft að kaupa veiðiheimildir með tilheyrandi skuldsetningu og fjármagnskostnaði. Hinn hópurinn eru stór fyrirtæki sem fengu tugþúsundir tonna af kvóta afhend árið 1991 eða keyptu fyrir lítið á fyrstu árunum þar á eftir og hafa átt síðan. Í þeim síðarnefna eru líka fyrirtæki í uppsjávarveiðum sem veiða síld, loðnu og makríl, en þær aflaheimildir hafa lítið skipt um hendur. Þegar síðan birtar eru meðaltalstölur um afkomu þessara hópa eru þær því alltaf stórfyrirtækjunum í hag. Erfið afkoma fyrri hópsins verður til þess að veiðileyfagjöld lækka og verður í raun mun lægri en stærri fyrirtækin eru fær um að greiða. Bókhaldsbrellur Íslenskur sjávarútvegur er í heildina séð ógagnsær, þar sem sömu fyrirtæki eiga útgerð, vinnslu og markaðsfyrirtæki sem eru gjarnan erlendis. Það eru auðvitað helst áðurnefnd stórfyrirtæki sem geta þannig fært til hagnað á milli veiða, vinnslu og markaðsfyrirtækja. Nú þegar er til staðar hvati til að færa hagnað frá veiðum til vinnslu, því tekjur sjómanna eru tengdar aflaverðmæti. Þá er fyrirtækjunum einnig hagur í að taka út hagnað í erlendu markaðsfyrirtæki þar sem er hagkvæmara skattaumhverfi. Með afkomutengdum veiðileyfagjöldum er hvatinn enn meiri í þá átt að færa hagnað frá útgerðinni – á meðan minnsti hluti þess afla sem veiddur er fer á markað munu þau komast upp með það að einhverju marki. Áhrif virks markaðar með veiðiheimildir Áhrif vaxtalækkana á fasteignalán eru þau að fasteignaverð hækkar með tímanum, þar sem lægri vaxtakostnaður þýðir að fólk getur tekið stærri lán og greitt meira. Það er í samræmi við eðli virks markaðar. Að sama skapi veldur lækkun veiðigjalda hækkun á markaðsverði á veiðiheimildum með tíð og tíma. Þarna er um að ræða markað með nokkur hundruð fyrirtækjum, aðallega litlum og meðalstórum. Þannig étur hækkandi fjármagnskostnaður með tíð og tíma upp þann ávinning sem þessi smærri fyrirtæki höfðu af lækkun veiðileyfagjalda um leið og nýliðun verður í greininni. Jafnræði og gagnsæi Sjávarútvegur á Íslandi hefur áratugum saman komið sér hjá því að fullnægja nútímakröfum um jafnræði og gagnsæi, sem flest önnur svið íslensks atvinnurekstrar og stjórnsýslu hafa þurft að gangast undir. Afkomutengd veiðileyfagjöld eru ekkert annað en bútasaumur á meingölluðu kerfi og löngu tímabært að setja upp kerfi sem tryggir jafnræði og gagnsæi. Höfundur er formaður Okkar auðlindar og framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Hugmyndin um afkomutengt veiðileyfagjald, eins og nú tíðkast í íslenskum sjávarútvegi, virðist við fyrstu sýn fela í sér einhvers konar sanngirni. Að greinin greiði í samræmi við afkomu sína hverju sinni. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós hversu meingallað þetta fyrirkomulag er. Hér eru þrjár ástæður fyrir því. Tveir heimar í greininni Skipta má útgerðinni gróflega í tvo hópa sem búa við gjörólíkan veruleika. Annar hópurinn eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem stofnuð voru eftir að framsalinu var komið á (1991) og hafa þurft að kaupa veiðiheimildir með tilheyrandi skuldsetningu og fjármagnskostnaði. Hinn hópurinn eru stór fyrirtæki sem fengu tugþúsundir tonna af kvóta afhend árið 1991 eða keyptu fyrir lítið á fyrstu árunum þar á eftir og hafa átt síðan. Í þeim síðarnefna eru líka fyrirtæki í uppsjávarveiðum sem veiða síld, loðnu og makríl, en þær aflaheimildir hafa lítið skipt um hendur. Þegar síðan birtar eru meðaltalstölur um afkomu þessara hópa eru þær því alltaf stórfyrirtækjunum í hag. Erfið afkoma fyrri hópsins verður til þess að veiðileyfagjöld lækka og verður í raun mun lægri en stærri fyrirtækin eru fær um að greiða. Bókhaldsbrellur Íslenskur sjávarútvegur er í heildina séð ógagnsær, þar sem sömu fyrirtæki eiga útgerð, vinnslu og markaðsfyrirtæki sem eru gjarnan erlendis. Það eru auðvitað helst áðurnefnd stórfyrirtæki sem geta þannig fært til hagnað á milli veiða, vinnslu og markaðsfyrirtækja. Nú þegar er til staðar hvati til að færa hagnað frá veiðum til vinnslu, því tekjur sjómanna eru tengdar aflaverðmæti. Þá er fyrirtækjunum einnig hagur í að taka út hagnað í erlendu markaðsfyrirtæki þar sem er hagkvæmara skattaumhverfi. Með afkomutengdum veiðileyfagjöldum er hvatinn enn meiri í þá átt að færa hagnað frá útgerðinni – á meðan minnsti hluti þess afla sem veiddur er fer á markað munu þau komast upp með það að einhverju marki. Áhrif virks markaðar með veiðiheimildir Áhrif vaxtalækkana á fasteignalán eru þau að fasteignaverð hækkar með tímanum, þar sem lægri vaxtakostnaður þýðir að fólk getur tekið stærri lán og greitt meira. Það er í samræmi við eðli virks markaðar. Að sama skapi veldur lækkun veiðigjalda hækkun á markaðsverði á veiðiheimildum með tíð og tíma. Þarna er um að ræða markað með nokkur hundruð fyrirtækjum, aðallega litlum og meðalstórum. Þannig étur hækkandi fjármagnskostnaður með tíð og tíma upp þann ávinning sem þessi smærri fyrirtæki höfðu af lækkun veiðileyfagjalda um leið og nýliðun verður í greininni. Jafnræði og gagnsæi Sjávarútvegur á Íslandi hefur áratugum saman komið sér hjá því að fullnægja nútímakröfum um jafnræði og gagnsæi, sem flest önnur svið íslensks atvinnurekstrar og stjórnsýslu hafa þurft að gangast undir. Afkomutengd veiðileyfagjöld eru ekkert annað en bútasaumur á meingölluðu kerfi og löngu tímabært að setja upp kerfi sem tryggir jafnræði og gagnsæi. Höfundur er formaður Okkar auðlindar og framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun