Íslenski boltinn

Þróttur Vogum í kjörstöðu og Njarð­vík mis­steig sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hermann Hreiðarsson hefur gert frábæra hluti í Vogunum.
Hermann Hreiðarsson hefur gert frábæra hluti í Vogunum. mynd/þróttur v

Þróttur Vogum hafði betur gegn Kórdrengjunum í 19. umferð 2. deildar karla. Lokatölur 1-0 í Vogunum.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 57. mínútu er Andri Jónasson skoraði. Arnleifur Hjörleifsson, Kórdrengur, fékk að líta rauða spjaldið á 94. mínútu og þar við sat.

Kórdrengir eru þó áfram á toppnum með 43 stig og eru með annan fótinn upp í Lengjudeildinni en Þróttur er í öðru sætinu með 40 stig. Þeir eru nú með pálmann í höndunum hvað varðar annað sætið.

Njarðvík hefði getað komist nær toppbaráttunni með sigri á Dalvík/Reyni en lokatölur urðu 1-1 í Reykjanesbæ.

Njarðvík er í 4. sætinu með 37 stig en Dalvík/Reynir er í fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti.

Haukar rúlluðu yfir Víði, 6-1, og eru í 5. sætinu. Víðismenn eru í fallsæti, stigi frá öruggu sæti.

Völsungur unnu svo 1-0 sigur á ÍR á Húsavík. Völsungar eru þar af leiðandi komnir upp úr fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×