Þetta stendur í Samgöngusáttmálanum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. september 2020 15:31 Umbyltingar í Breiðholti eru ekki í þágu allra. Ég hef búið í Breiðholti í 20 ár og starfað þar í 10 ár. Nú liggja fyrir hugmyndir að endurnýjuðu hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Samkvæmt hugmyndunum má byggja 3000 nýjar íbúðir, mest blokkir og einnig verður veitt leyfi til að byggja ofan á sumar blokkir. Með mörgum nýjum íbúðum ef ekki flestum fylgja engin bílastæði. Byggt verður á sumum almenningsbílastæðum sem fyrir eru. Vissulega er margt sem er tímabært að gera fyrir Breiðholtið en ganga þarf varlega í að þétta byggð til að ekki verði gengið á græn svæði eða þrengt svo mikið að íbúum að þeir geta ekki fengið til sín gest sem kemur akandi. Ég hef spurt hvort ekki væri nær að auka atvinnuhúsnæði í Breiðholti til að jafna hlutfall íbúa og atvinnutækifæra. Sem dæmi mætti færa fyrirtæki og jafnvel einhverja skóla upp í Breiðholt. Slík uppbygging gæti létt á helstu umferðarteppum borgarinnar. Breiðhyltingar verða að fylgjast vel með hvað skipulagsyfirvöld eru að fara að gera. Þau státa sig á af því að vera græn og umhverfisvæn en engu að síður ætla þau að eyðileggja útivistarsvæðið í Vatnsendahvarfi. Í hverfisskipulaginu er kynnt hugmynd að Vetrargarði sem byggja á í kringum skíðalyftuna í Jafnaseli. Þar nokkrum metrum ofar er fyrirhugað að leggja breiðan veg sem mun kljúfa Vatnsendahvarf (fyrirhugaðan Arnarnesveg). Vatnsendahvarfið er útivistarsvæði á einum besta útsýnisstað borgarinnar. Þangað leggja fjölmargir leið sína á hverjum degi. Ekki er þörf á að setja þennan veg þarna. Hægt er að fara aðra leið til að greiða fyrir akstri úr Kópavogi yfir á Breiðholtsbraut. Vinir Vatnsendahvarfs hafa bent á áhugaverðar og góðar lausnir, en á þá er ekki hlustað. Viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við fyrirspurnum og tillögum Flokks fólksins við öðrum útfærslum eru: ,,Þetta stendur í samgöngusáttmálanum". Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umbyltingar í Breiðholti eru ekki í þágu allra. Ég hef búið í Breiðholti í 20 ár og starfað þar í 10 ár. Nú liggja fyrir hugmyndir að endurnýjuðu hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Samkvæmt hugmyndunum má byggja 3000 nýjar íbúðir, mest blokkir og einnig verður veitt leyfi til að byggja ofan á sumar blokkir. Með mörgum nýjum íbúðum ef ekki flestum fylgja engin bílastæði. Byggt verður á sumum almenningsbílastæðum sem fyrir eru. Vissulega er margt sem er tímabært að gera fyrir Breiðholtið en ganga þarf varlega í að þétta byggð til að ekki verði gengið á græn svæði eða þrengt svo mikið að íbúum að þeir geta ekki fengið til sín gest sem kemur akandi. Ég hef spurt hvort ekki væri nær að auka atvinnuhúsnæði í Breiðholti til að jafna hlutfall íbúa og atvinnutækifæra. Sem dæmi mætti færa fyrirtæki og jafnvel einhverja skóla upp í Breiðholt. Slík uppbygging gæti létt á helstu umferðarteppum borgarinnar. Breiðhyltingar verða að fylgjast vel með hvað skipulagsyfirvöld eru að fara að gera. Þau státa sig á af því að vera græn og umhverfisvæn en engu að síður ætla þau að eyðileggja útivistarsvæðið í Vatnsendahvarfi. Í hverfisskipulaginu er kynnt hugmynd að Vetrargarði sem byggja á í kringum skíðalyftuna í Jafnaseli. Þar nokkrum metrum ofar er fyrirhugað að leggja breiðan veg sem mun kljúfa Vatnsendahvarf (fyrirhugaðan Arnarnesveg). Vatnsendahvarfið er útivistarsvæði á einum besta útsýnisstað borgarinnar. Þangað leggja fjölmargir leið sína á hverjum degi. Ekki er þörf á að setja þennan veg þarna. Hægt er að fara aðra leið til að greiða fyrir akstri úr Kópavogi yfir á Breiðholtsbraut. Vinir Vatnsendahvarfs hafa bent á áhugaverðar og góðar lausnir, en á þá er ekki hlustað. Viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við fyrirspurnum og tillögum Flokks fólksins við öðrum útfærslum eru: ,,Þetta stendur í samgöngusáttmálanum". Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar