Þetta stendur í Samgöngusáttmálanum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. september 2020 15:31 Umbyltingar í Breiðholti eru ekki í þágu allra. Ég hef búið í Breiðholti í 20 ár og starfað þar í 10 ár. Nú liggja fyrir hugmyndir að endurnýjuðu hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Samkvæmt hugmyndunum má byggja 3000 nýjar íbúðir, mest blokkir og einnig verður veitt leyfi til að byggja ofan á sumar blokkir. Með mörgum nýjum íbúðum ef ekki flestum fylgja engin bílastæði. Byggt verður á sumum almenningsbílastæðum sem fyrir eru. Vissulega er margt sem er tímabært að gera fyrir Breiðholtið en ganga þarf varlega í að þétta byggð til að ekki verði gengið á græn svæði eða þrengt svo mikið að íbúum að þeir geta ekki fengið til sín gest sem kemur akandi. Ég hef spurt hvort ekki væri nær að auka atvinnuhúsnæði í Breiðholti til að jafna hlutfall íbúa og atvinnutækifæra. Sem dæmi mætti færa fyrirtæki og jafnvel einhverja skóla upp í Breiðholt. Slík uppbygging gæti létt á helstu umferðarteppum borgarinnar. Breiðhyltingar verða að fylgjast vel með hvað skipulagsyfirvöld eru að fara að gera. Þau státa sig á af því að vera græn og umhverfisvæn en engu að síður ætla þau að eyðileggja útivistarsvæðið í Vatnsendahvarfi. Í hverfisskipulaginu er kynnt hugmynd að Vetrargarði sem byggja á í kringum skíðalyftuna í Jafnaseli. Þar nokkrum metrum ofar er fyrirhugað að leggja breiðan veg sem mun kljúfa Vatnsendahvarf (fyrirhugaðan Arnarnesveg). Vatnsendahvarfið er útivistarsvæði á einum besta útsýnisstað borgarinnar. Þangað leggja fjölmargir leið sína á hverjum degi. Ekki er þörf á að setja þennan veg þarna. Hægt er að fara aðra leið til að greiða fyrir akstri úr Kópavogi yfir á Breiðholtsbraut. Vinir Vatnsendahvarfs hafa bent á áhugaverðar og góðar lausnir, en á þá er ekki hlustað. Viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við fyrirspurnum og tillögum Flokks fólksins við öðrum útfærslum eru: ,,Þetta stendur í samgöngusáttmálanum". Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umbyltingar í Breiðholti eru ekki í þágu allra. Ég hef búið í Breiðholti í 20 ár og starfað þar í 10 ár. Nú liggja fyrir hugmyndir að endurnýjuðu hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Samkvæmt hugmyndunum má byggja 3000 nýjar íbúðir, mest blokkir og einnig verður veitt leyfi til að byggja ofan á sumar blokkir. Með mörgum nýjum íbúðum ef ekki flestum fylgja engin bílastæði. Byggt verður á sumum almenningsbílastæðum sem fyrir eru. Vissulega er margt sem er tímabært að gera fyrir Breiðholtið en ganga þarf varlega í að þétta byggð til að ekki verði gengið á græn svæði eða þrengt svo mikið að íbúum að þeir geta ekki fengið til sín gest sem kemur akandi. Ég hef spurt hvort ekki væri nær að auka atvinnuhúsnæði í Breiðholti til að jafna hlutfall íbúa og atvinnutækifæra. Sem dæmi mætti færa fyrirtæki og jafnvel einhverja skóla upp í Breiðholt. Slík uppbygging gæti létt á helstu umferðarteppum borgarinnar. Breiðhyltingar verða að fylgjast vel með hvað skipulagsyfirvöld eru að fara að gera. Þau státa sig á af því að vera græn og umhverfisvæn en engu að síður ætla þau að eyðileggja útivistarsvæðið í Vatnsendahvarfi. Í hverfisskipulaginu er kynnt hugmynd að Vetrargarði sem byggja á í kringum skíðalyftuna í Jafnaseli. Þar nokkrum metrum ofar er fyrirhugað að leggja breiðan veg sem mun kljúfa Vatnsendahvarf (fyrirhugaðan Arnarnesveg). Vatnsendahvarfið er útivistarsvæði á einum besta útsýnisstað borgarinnar. Þangað leggja fjölmargir leið sína á hverjum degi. Ekki er þörf á að setja þennan veg þarna. Hægt er að fara aðra leið til að greiða fyrir akstri úr Kópavogi yfir á Breiðholtsbraut. Vinir Vatnsendahvarfs hafa bent á áhugaverðar og góðar lausnir, en á þá er ekki hlustað. Viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við fyrirspurnum og tillögum Flokks fólksins við öðrum útfærslum eru: ,,Þetta stendur í samgöngusáttmálanum". Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar