Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 13:24 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu, sleginn yfir því að fyrirtæki í hinum vestræna heimi í iðnríkjunum skuli nýta sér neyð fólks með þessum hætti í þróunarlöndum, þar sem að umhverfismál eru fótum troðin og mannréttindi þessa fólks“, sagði Guðmundur beðinn um viðbrögð vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því meðal annars fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS, en Eimskip hefur sagt að það félag hafi tekið ákvörðun um að senda skipin í niðurrif til Indlands. Skipin voru send til niðurrifs við Alang-ströndina í Indlandi en í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Getur beitt sektum eða vísað til lögreglu, valdi seinni kostinn Guðmundur segir að Umhverfisstofnun hafi vísað málinu til Héraðssaksóknara sem mun skoða málið frekar. „Hvað þetta einstaka mál varðar, Eimskipa, þá hefur Umhverfisstofnun vísað málinu til Héraðssaksóknara til frekari skoðunar þannig að málið er komið í ferli hvað þetta atriði varðar.“ Munt þú beita þér eitthvað sérstaklega vegna þessa máls? „Þetta er það ferli sem að stjórnsýslan gerir ráð fyrir að Umhverfisstofnun hefur þessar valdheimildir samkvæmt lögum um úrgangsmál, að annaðhvort beita stjórnsýslusektum eða vísa þeim til lögreglu og stofnunin hefur kosið seinni farveginn.“ Guðmundur ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir ríkisstjórnarfund í dag, viðtalið má sjá hér að neðan. Umhverfismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu, sleginn yfir því að fyrirtæki í hinum vestræna heimi í iðnríkjunum skuli nýta sér neyð fólks með þessum hætti í þróunarlöndum, þar sem að umhverfismál eru fótum troðin og mannréttindi þessa fólks“, sagði Guðmundur beðinn um viðbrögð vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því meðal annars fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS, en Eimskip hefur sagt að það félag hafi tekið ákvörðun um að senda skipin í niðurrif til Indlands. Skipin voru send til niðurrifs við Alang-ströndina í Indlandi en í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Getur beitt sektum eða vísað til lögreglu, valdi seinni kostinn Guðmundur segir að Umhverfisstofnun hafi vísað málinu til Héraðssaksóknara sem mun skoða málið frekar. „Hvað þetta einstaka mál varðar, Eimskipa, þá hefur Umhverfisstofnun vísað málinu til Héraðssaksóknara til frekari skoðunar þannig að málið er komið í ferli hvað þetta atriði varðar.“ Munt þú beita þér eitthvað sérstaklega vegna þessa máls? „Þetta er það ferli sem að stjórnsýslan gerir ráð fyrir að Umhverfisstofnun hefur þessar valdheimildir samkvæmt lögum um úrgangsmál, að annaðhvort beita stjórnsýslusektum eða vísa þeim til lögreglu og stofnunin hefur kosið seinni farveginn.“ Guðmundur ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir ríkisstjórnarfund í dag, viðtalið má sjá hér að neðan.
Umhverfismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira