Handbolti

Halldór: Á móti fullmönnuðu liði Aftureldingar hefðum við verið vel rassskelltir

og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa
Halldór á hliðarlínunni í kvöld.
Halldór á hliðarlínunni í kvöld. vísir/huldamargrét

Halldór telur að sínir menn hafi vanmetið lið Aftureldingar sem mætti til leiks í kvöld enn það vantaði þrjá úr byrjunarliði heimamanna frá því í síðasta leik, Gunnar Malmquist, Þorstein Leó Gunnarsson og Halldór Inga Jónasson.

„Þegar menn litu yfir hverjir væru að fara að mæta okkur í dag, það vantar auðvitað gríðalega mikið inní Aftureldinga liðið, menn héldu bara að þetta yrði auðvelt“ sagði Halldór.

„Við gerðum alltaf glórulaus mistök, töpum boltanum eða stöndum ekki vörnina.“

Halldór var vægt til orða tekið ósáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum.

„Menn litu bara svolítið á næsta mann og biðu eftir því að hann myndi gera hlutina. Svo vorum við auðvitað að klikka á dauðafærum, endalaust af töpuðum boltum og bara miðað við þessa frammistöðu finnst mér magnað að við höfum haldið í við Aftureldingu.“

„Það vantaði auðvitað marga í þeirra lið. Á móti fullmönnuðu Aftureldingarliði hefðum við verið vel rassskelltir hérna í dag, það er alveg ljóst.“

Guðmundur Hólmar endaði markahæstur Selfyssinga en átti engan stórleik þrátt fyrir það. Halldór segir að það sé ekki hægt að treysta alltaf á fullkominn leik frá einum leikmanni.

„Einn leikmaður getur ekki haldið okkur á floti. Það er alveg ljóst að við verðum að fá framlag frá fleiri leikmönnum, sameiginlegt verkefni okkar leikmanna og þjálfara. Með þessum sóknarleik, bæði í dag og í síðasta leik þá erum við ekki að fara að gera mikið“ sagði Halldór Jóhann að lokum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.