Send heim frá Íslandi döpur í bragði | Segir FH ekki hafa viljað greiða bætur Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2020 08:01 Zandra Jarvin hefur spilað með yngri landsliðum Svíþjóðar. FH-ingar kváðust afar spenntir yfir komu hinnar tvítugu Zöndru Jarvin í sumar en hafa nú rift samningi við handboltakonuna og sent hana heim til Svíþjóðar. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH síðasta föstudag sagði að deildin hefði „komist að samkomulagi við sænska leikmanninn Zöndru Jarvin að rifta samningi aðila á milli.“ Jarvin segir þessa ákvörðun hafa verið algjörlega einhliða ákvörðun FH, og að félagið virðist ekki hafa viljað greiða uppeldisbætur til hennar fyrra félags sem að hennar sögn námu 8.000 evrum, eða 1,3 milljón króna. Þessu greindi Jarvin frá í viðtali í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar, og kvaðst afar leið yfir þeirri niðurstöðu að fá ekkert að spila með FH. Hún hafi samið til tveggja ára við félagið. FH tilkynnti um komu Zöndru Jarvin í júlí. „Þetta var ekki sameiginleg ákvörðun [að rifta samningnum]. Ég fékk ekkert val. Þeir sögðu mér bara að svona væri þetta og að ég yrði bara að sætta mig við þetta,“ sagði Jarvin í þættinum, og staðhæfði að uppeldisbæturnar hefðu ráðið því hvernig fór. FH-ingar virðist hreinlega ekki hafa unnið heimavinnuna og ekki gert sér grein fyrir því hvaða upphæð þeir þyrftu að greiða. „Verulega ófagmannlegt hjá FH“ „Þetta er aðalástæðan. En í samningnum mínum stóð að ef að kórónuveiran væri í gangi á Íslandi þá gæti félagið sent mig heim á forsendum tengdum henni. Ég held að það verði ástæðan sem þeir muni gefa upp fyrir því að rifta samningum. En þeir sögðu mömmu minni og mér að aðalástæðan væri þessar uppeldisbætur. Ég hefði haldið að þeir væru búnir að skoða þetta áður en ég kom og skrifaði undir samninginn. Þeir sögðu mér að þeir hefðu ekki vitað að upphæðin yrði svona há,“ sagði Jarvin sem hefur verið á Íslandi frá því 14. ágúst og hlakkaði til að spila með nýliðunum í Olís-deildinni, undir stjórn Jakobs Lárussonar. „Mér finnst þetta verulega ófagmannlegt hjá FH. Mér finnst líka leitt að þurfa að fara því ég var búin að kynnast stelpunum og Kobba þjálfara og líkaði vel við þau. Ég vil vera hérna áfram en það er ekkert við þessu að gera.“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Jarvin eða málið að nokkru leyti þegar Vísir náði tali af honum í gær. Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29 FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30 Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Sjá meira
FH-ingar kváðust afar spenntir yfir komu hinnar tvítugu Zöndru Jarvin í sumar en hafa nú rift samningi við handboltakonuna og sent hana heim til Svíþjóðar. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH síðasta föstudag sagði að deildin hefði „komist að samkomulagi við sænska leikmanninn Zöndru Jarvin að rifta samningi aðila á milli.“ Jarvin segir þessa ákvörðun hafa verið algjörlega einhliða ákvörðun FH, og að félagið virðist ekki hafa viljað greiða uppeldisbætur til hennar fyrra félags sem að hennar sögn námu 8.000 evrum, eða 1,3 milljón króna. Þessu greindi Jarvin frá í viðtali í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar, og kvaðst afar leið yfir þeirri niðurstöðu að fá ekkert að spila með FH. Hún hafi samið til tveggja ára við félagið. FH tilkynnti um komu Zöndru Jarvin í júlí. „Þetta var ekki sameiginleg ákvörðun [að rifta samningnum]. Ég fékk ekkert val. Þeir sögðu mér bara að svona væri þetta og að ég yrði bara að sætta mig við þetta,“ sagði Jarvin í þættinum, og staðhæfði að uppeldisbæturnar hefðu ráðið því hvernig fór. FH-ingar virðist hreinlega ekki hafa unnið heimavinnuna og ekki gert sér grein fyrir því hvaða upphæð þeir þyrftu að greiða. „Verulega ófagmannlegt hjá FH“ „Þetta er aðalástæðan. En í samningnum mínum stóð að ef að kórónuveiran væri í gangi á Íslandi þá gæti félagið sent mig heim á forsendum tengdum henni. Ég held að það verði ástæðan sem þeir muni gefa upp fyrir því að rifta samningum. En þeir sögðu mömmu minni og mér að aðalástæðan væri þessar uppeldisbætur. Ég hefði haldið að þeir væru búnir að skoða þetta áður en ég kom og skrifaði undir samninginn. Þeir sögðu mér að þeir hefðu ekki vitað að upphæðin yrði svona há,“ sagði Jarvin sem hefur verið á Íslandi frá því 14. ágúst og hlakkaði til að spila með nýliðunum í Olís-deildinni, undir stjórn Jakobs Lárussonar. „Mér finnst þetta verulega ófagmannlegt hjá FH. Mér finnst líka leitt að þurfa að fara því ég var búin að kynnast stelpunum og Kobba þjálfara og líkaði vel við þau. Ég vil vera hérna áfram en það er ekkert við þessu að gera.“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Jarvin eða málið að nokkru leyti þegar Vísir náði tali af honum í gær.
Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29 FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30 Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Sjá meira
Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29
FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30
Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15