Matarkarfan hækkað um 6,3 prósent á níu mánuðum Sylvía Hall skrifar 21. september 2020 17:51 Epli hafa hækkað um 30 prósent frá áramótum. Vísir/Getty Veiking krónunnar hefur leitt til þess að matarkarfan hefur hækkað undanfarna mánuði. Matarkarfan, eins og hún mælist í vísitölu neysluverð, hefur hækkað um 6,3 prósent síðan í desember á síðasta ári en árið áður hækkaði hún um 1,1 prósent milli ára, en krónan var nokkuð stöðug á því tímabili. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er tekið mið af útgjöldum dæmigerðs íslensks heimilis en stærstu útgjaldaliðirnir í matarkörfunni eru kjöt (19%), mjólk, ostar og egg (18%), brauð og kornvörur (15%) og sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. (9%). Kartöflur hækkað um 23,4 prósent Grænmeti, kartöflur og fleira hafa hækkað um 11,2 prósent frá áramótum samkvæmt tölum Hagsjárinnar. Þessa hækkun megi rekja til þess að kartöflur hafa hækkað um 23,4 prósent síðan um áramót. Epli hafa hækkað umtalsvert, eða um 30,3 prósent frá áramótum. Appelsínur og aðrir nýir ávextir hafa hækkað um 19,5 prósent en egg hafa aðeins hækkað um 1,6 prósent. Olíur og feitmeti hafa hækkað um 9,9 prósent og er hækkun á smjöri 12,4 prósent. Hækkun á mat og drykk meiri en á almennu verðlagi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,5 prósent síðan um áramót en hækkun á mat og drykkjarvörum er mun meiri en á almennu verðlagi í ár, að því er fram kemur í Hagsjánni. Þó er tekið fram að þetta sé eðlilegt með tilliti til þess að krónan hafi veikst. „Þannig er ekkert óeðlilegt að þegar krónan veikist, eins og það sem af er ári, komi það fyrr og með meira þunga fram í verði á matvörum en í öðrum vörum.“ Vísitalan segi þó ekki alla söguna. Útreikningar á vísitölunni taka ekki inn staðkvæmdarvörur og má því ætla að að ef epli eða kartöflur hækki verulega muni fólk kaupa aðra ávexti eða grænmeti í staðinn. „Þannig er líklegt að þó að matarkarfan eins og hún er í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 6,3% síðan um áramót sé líklegt að matarútgjöld dæmigerðs heimilis hafi ekki hækkað alveg jafn mikið.“ Neytendur Verslun Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Veiking krónunnar hefur leitt til þess að matarkarfan hefur hækkað undanfarna mánuði. Matarkarfan, eins og hún mælist í vísitölu neysluverð, hefur hækkað um 6,3 prósent síðan í desember á síðasta ári en árið áður hækkaði hún um 1,1 prósent milli ára, en krónan var nokkuð stöðug á því tímabili. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er tekið mið af útgjöldum dæmigerðs íslensks heimilis en stærstu útgjaldaliðirnir í matarkörfunni eru kjöt (19%), mjólk, ostar og egg (18%), brauð og kornvörur (15%) og sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. (9%). Kartöflur hækkað um 23,4 prósent Grænmeti, kartöflur og fleira hafa hækkað um 11,2 prósent frá áramótum samkvæmt tölum Hagsjárinnar. Þessa hækkun megi rekja til þess að kartöflur hafa hækkað um 23,4 prósent síðan um áramót. Epli hafa hækkað umtalsvert, eða um 30,3 prósent frá áramótum. Appelsínur og aðrir nýir ávextir hafa hækkað um 19,5 prósent en egg hafa aðeins hækkað um 1,6 prósent. Olíur og feitmeti hafa hækkað um 9,9 prósent og er hækkun á smjöri 12,4 prósent. Hækkun á mat og drykk meiri en á almennu verðlagi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,5 prósent síðan um áramót en hækkun á mat og drykkjarvörum er mun meiri en á almennu verðlagi í ár, að því er fram kemur í Hagsjánni. Þó er tekið fram að þetta sé eðlilegt með tilliti til þess að krónan hafi veikst. „Þannig er ekkert óeðlilegt að þegar krónan veikist, eins og það sem af er ári, komi það fyrr og með meira þunga fram í verði á matvörum en í öðrum vörum.“ Vísitalan segi þó ekki alla söguna. Útreikningar á vísitölunni taka ekki inn staðkvæmdarvörur og má því ætla að að ef epli eða kartöflur hækki verulega muni fólk kaupa aðra ávexti eða grænmeti í staðinn. „Þannig er líklegt að þó að matarkarfan eins og hún er í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 6,3% síðan um áramót sé líklegt að matarútgjöld dæmigerðs heimilis hafi ekki hækkað alveg jafn mikið.“
Neytendur Verslun Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira