Matarkarfan hækkað um 6,3 prósent á níu mánuðum Sylvía Hall skrifar 21. september 2020 17:51 Epli hafa hækkað um 30 prósent frá áramótum. Vísir/Getty Veiking krónunnar hefur leitt til þess að matarkarfan hefur hækkað undanfarna mánuði. Matarkarfan, eins og hún mælist í vísitölu neysluverð, hefur hækkað um 6,3 prósent síðan í desember á síðasta ári en árið áður hækkaði hún um 1,1 prósent milli ára, en krónan var nokkuð stöðug á því tímabili. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er tekið mið af útgjöldum dæmigerðs íslensks heimilis en stærstu útgjaldaliðirnir í matarkörfunni eru kjöt (19%), mjólk, ostar og egg (18%), brauð og kornvörur (15%) og sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. (9%). Kartöflur hækkað um 23,4 prósent Grænmeti, kartöflur og fleira hafa hækkað um 11,2 prósent frá áramótum samkvæmt tölum Hagsjárinnar. Þessa hækkun megi rekja til þess að kartöflur hafa hækkað um 23,4 prósent síðan um áramót. Epli hafa hækkað umtalsvert, eða um 30,3 prósent frá áramótum. Appelsínur og aðrir nýir ávextir hafa hækkað um 19,5 prósent en egg hafa aðeins hækkað um 1,6 prósent. Olíur og feitmeti hafa hækkað um 9,9 prósent og er hækkun á smjöri 12,4 prósent. Hækkun á mat og drykk meiri en á almennu verðlagi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,5 prósent síðan um áramót en hækkun á mat og drykkjarvörum er mun meiri en á almennu verðlagi í ár, að því er fram kemur í Hagsjánni. Þó er tekið fram að þetta sé eðlilegt með tilliti til þess að krónan hafi veikst. „Þannig er ekkert óeðlilegt að þegar krónan veikist, eins og það sem af er ári, komi það fyrr og með meira þunga fram í verði á matvörum en í öðrum vörum.“ Vísitalan segi þó ekki alla söguna. Útreikningar á vísitölunni taka ekki inn staðkvæmdarvörur og má því ætla að að ef epli eða kartöflur hækki verulega muni fólk kaupa aðra ávexti eða grænmeti í staðinn. „Þannig er líklegt að þó að matarkarfan eins og hún er í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 6,3% síðan um áramót sé líklegt að matarútgjöld dæmigerðs heimilis hafi ekki hækkað alveg jafn mikið.“ Neytendur Verslun Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Veiking krónunnar hefur leitt til þess að matarkarfan hefur hækkað undanfarna mánuði. Matarkarfan, eins og hún mælist í vísitölu neysluverð, hefur hækkað um 6,3 prósent síðan í desember á síðasta ári en árið áður hækkaði hún um 1,1 prósent milli ára, en krónan var nokkuð stöðug á því tímabili. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er tekið mið af útgjöldum dæmigerðs íslensks heimilis en stærstu útgjaldaliðirnir í matarkörfunni eru kjöt (19%), mjólk, ostar og egg (18%), brauð og kornvörur (15%) og sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. (9%). Kartöflur hækkað um 23,4 prósent Grænmeti, kartöflur og fleira hafa hækkað um 11,2 prósent frá áramótum samkvæmt tölum Hagsjárinnar. Þessa hækkun megi rekja til þess að kartöflur hafa hækkað um 23,4 prósent síðan um áramót. Epli hafa hækkað umtalsvert, eða um 30,3 prósent frá áramótum. Appelsínur og aðrir nýir ávextir hafa hækkað um 19,5 prósent en egg hafa aðeins hækkað um 1,6 prósent. Olíur og feitmeti hafa hækkað um 9,9 prósent og er hækkun á smjöri 12,4 prósent. Hækkun á mat og drykk meiri en á almennu verðlagi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,5 prósent síðan um áramót en hækkun á mat og drykkjarvörum er mun meiri en á almennu verðlagi í ár, að því er fram kemur í Hagsjánni. Þó er tekið fram að þetta sé eðlilegt með tilliti til þess að krónan hafi veikst. „Þannig er ekkert óeðlilegt að þegar krónan veikist, eins og það sem af er ári, komi það fyrr og með meira þunga fram í verði á matvörum en í öðrum vörum.“ Vísitalan segi þó ekki alla söguna. Útreikningar á vísitölunni taka ekki inn staðkvæmdarvörur og má því ætla að að ef epli eða kartöflur hækki verulega muni fólk kaupa aðra ávexti eða grænmeti í staðinn. „Þannig er líklegt að þó að matarkarfan eins og hún er í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 6,3% síðan um áramót sé líklegt að matarútgjöld dæmigerðs heimilis hafi ekki hækkað alveg jafn mikið.“
Neytendur Verslun Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira