Körfubolti

Boston minnkaði muninn í Austrinu

Ísak Hallmundarson skrifar
Jayson Tatum og Kemba Walker. Boston eru búnir að opna þetta einvígi upp á gátt.
Jayson Tatum og Kemba Walker. Boston eru búnir að opna þetta einvígi upp á gátt. getty/Kevin C. Cox

Boston Celtics vann sigur á Miami Heat í þriðja leik úrslitanna í Austurdeild NBA-deildarinnar í nótt, 117-106.

Miami vann fyrstu tvo leikina og er staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Miami, en það þarf að vinna fjóra leiki til að komast í sjálf úrslit NBA-deildarinnar.

Fjórir leikmenn skoruðu 20 stig eða meira fyrir Boston. Jaylen Brown skoraði 26 stig, Jayson Tatum átti frábæran leik og skoraði 25 stig, tók 14 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kemba Walker skoraði 21 stig og Marcus Smart skoraði 20 stig.

Bam Adebayo skoraði 27 stig fyrir Miami og tók 16 fráköst og Tyler Herro skoraði 22 stig.

Næsti leikur liðanna er annað kvöld en seint í kvöld mætast Denver Nuggets og LA Lakers í öðrum leik úrslita Vesturdeildarinnar, þar sem Lakers leiðir 1-0 í einvíginu.

NBA


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.