Handbolti

FH riftir samning sænska leikstjórnandans

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Zandra Jarvin mun ekki leika með FH í vetur.
Zandra Jarvin mun ekki leika með FH í vetur.

Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís deild kvenna í vetur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni. Þar segir:

„Handknattleiksdeild FH hefur komist að samkomulagi við sænska leikmanninn Zöndru Jarvin að rifta samningi aðila á milli. Zandra mun því ekki leika með FH í Olís deild kvenna á komandi leiktímabili. Handknattleiksdeild FH óskar Zöndru góðs gengis í Svíþjóð á komandi leiktímabili.“

FH er nýliði í deildinni og átti Zandra að spila stóra rullu í vetur. 

FH mætir erkifjendum sínum í Haukum á Ásvöllum klukkan 14:45 á morgun, laugardag. Bæði lið töpuðu illa í fyrstu umferð deildarinnar og eru í neðstu tveimur sætunum.

Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×