Körfuboltaofvitinn í Denver Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2020 13:01 Nikola Jokic skýtur yfir Ivica Zubac. getty/Michael Reaves Það er vel við hæfi að Disney World í Orlando sé sögusvið ævintýris Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Denver tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í ellefu ár eftir sigur á Los Angeles Clippers, 89-104, í oddaleik aðfaranótt þriðjudags. Denver vann einvígið, 4-3, þrátt fyrir að hafa lent 3-1 undir. Það sama gerðist í einvíginu gegn Utah Jazz í 1. umferð úrslitakeppninnar. Fyrir tímabilið í ár höfðu aðeins ellefu lið í sögu NBA komist áfram eftir að hafa lent 3-1 undir og ekkert í sömu úrslitakeppninni. Afrek Denver er því stórt og mikið. Aðalleikarinn í Utah-einvíginu var Jamal Murray sem skoraði tvisvar sinnum 50 stig og var með 31,2 stig að meðaltali í leik. Í Clippers-einvíginu var serbneski miðherjinn Nikola Jokic hins vegar aðalkarlinn og fór á kostum. Í oddaleiknum bauð hann upp á sextán stig, 22 fráköst og þrettán stoðsendingar. Hann var kominn með þrefalda tvennu í 3. leikhluta. Í einvíginu var Jokic með 24,4 stig, 13,4 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Skotnýtingin var líka til fyrirmyndar; 52 prósent utan af velli, 39,5 prósent í þriggja stiga skotum og 81,5 prósent í vítaskotum. Nikola Jokic í einvíginu gegn LA Clippers Leikur 1: 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar Leikur 2: 26 stig, 18 fráköst, 4 stoðsendingar Leikur 3: 32 stig, 12 fráköst, 8 stoðsendingar Leikur 4: 26 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar Leikur 5: 22 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar Leikur 6: 34 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar Leikur 7: 16 stig, 22 fráköst, 13 stoðsendingar Jokic er ekki mikill fyrir íþróttamann að sjá; hann hleypur ekki hratt, hoppar ekki hátt og virðist ekki vera í neitt sérstaklega góðu formi. En hann hefur ótrúlega tilfininngu fyrir leiknum og líkt og Haley Joel Osment í The Sixth Sense sér hann hluti sem aðrir sjá ekki. Jokic er nefnilega frábær sendingamaður og skilar stoðsendingatölfræði sem flestir leikstjórnendur væru stoltir af. Jeff van Gundy, sem lýsti oddaleiknum á ESPN ásamt Mike Breen og Mark Jackson, gekk svo langt að kalla Jokic besta stóra sendingamann allra tíma. Í fyrri hálfleik var hann reyndar enn á því að það væri Bill Walton en í þeim seinni var hann kominn á aðra skoðun. watch on YouTube Jokic er stundum kallaður Joker en hann á fátt sameiginlegt með ófétinu úr Batman nema nafnið. Á meðan Jókerinn þríft á stjórnleysi og djöfulgangi er Jokic ímynd hinnar ísköldu yfirvegunar. Hann er gríðarlega þolinmóður og velur nánast alltaf besta kostinn í hverri stöðu. Og öfugt við Jókerinn sýnir hann nánast engar tilfinningar og stekkur varla bros. Jokic er aðeins að leika í sinni annarri úrslitakeppni á ferlinum og tölfræðin þar er mögnuð; 25,3 stig, 11,9 fráköst og 7,2 stoðsendingar. Í deildakeppninni á ferlinum er hann með 17,0 stig, 9,6 fráköst og 5,5 stoðsendingar. Serbinn er því betri þegar mest á reynir. Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014 og Serbinn kom til liðsins ári seinna. Hann var í þriðja sæti í valinu á nýliða ársins í NBA 2016 og var valinn í fyrsta úrvalslið nýliða. Sama ár vann Jokic til silfurverðlauna með serbneska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Síðan hefur Jokic bara orðið betri og betri. Á síðasta tímabili komst Denver í undanúrslit Vesturdeildarinnar og Jokic var valinn til að spila í Stjörnuleiknum og í fyrsta úrvalslið NBA-deildarinnar. Í úrslitakeppninni í fyrra skilaði Jokic 25,1 stigi, 13,0 fráköstum og 8,4 stoðsendingum að meðaltali í leik og sýndi hvers hann er megnugur. Nú er Denver-liðið orðið betra, þéttara og virðist ekki kunna að gefast upp. Í úrslitakeppninni hefur Denver leikið sex leiki þar sem tímabilið er undir og unnið þá alla. Í nótt hefjast úrslit Vesturdeildarinnar þar sem Denver glímir við hitt liðið í Los Angeles, LeBron James og félaga í Lakers. Vondu fréttirnar fyrir Denver er að Jokic hefur ekki átt neitt sérstaka leiki gegn Lakers í vetur. Í fjórum leikjum gegn Lakers var hann með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali. En Denver hefur áður storkað körfuboltalögmálunum í búbblunni í Orlandi og ef það er eitthvað sem síðustu vikur hafa kennt okkur er það að ævintýrin gerast í Disney World. NBA Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Það er vel við hæfi að Disney World í Orlando sé sögusvið ævintýris Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Denver tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í ellefu ár eftir sigur á Los Angeles Clippers, 89-104, í oddaleik aðfaranótt þriðjudags. Denver vann einvígið, 4-3, þrátt fyrir að hafa lent 3-1 undir. Það sama gerðist í einvíginu gegn Utah Jazz í 1. umferð úrslitakeppninnar. Fyrir tímabilið í ár höfðu aðeins ellefu lið í sögu NBA komist áfram eftir að hafa lent 3-1 undir og ekkert í sömu úrslitakeppninni. Afrek Denver er því stórt og mikið. Aðalleikarinn í Utah-einvíginu var Jamal Murray sem skoraði tvisvar sinnum 50 stig og var með 31,2 stig að meðaltali í leik. Í Clippers-einvíginu var serbneski miðherjinn Nikola Jokic hins vegar aðalkarlinn og fór á kostum. Í oddaleiknum bauð hann upp á sextán stig, 22 fráköst og þrettán stoðsendingar. Hann var kominn með þrefalda tvennu í 3. leikhluta. Í einvíginu var Jokic með 24,4 stig, 13,4 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Skotnýtingin var líka til fyrirmyndar; 52 prósent utan af velli, 39,5 prósent í þriggja stiga skotum og 81,5 prósent í vítaskotum. Nikola Jokic í einvíginu gegn LA Clippers Leikur 1: 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar Leikur 2: 26 stig, 18 fráköst, 4 stoðsendingar Leikur 3: 32 stig, 12 fráköst, 8 stoðsendingar Leikur 4: 26 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar Leikur 5: 22 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar Leikur 6: 34 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar Leikur 7: 16 stig, 22 fráköst, 13 stoðsendingar Jokic er ekki mikill fyrir íþróttamann að sjá; hann hleypur ekki hratt, hoppar ekki hátt og virðist ekki vera í neitt sérstaklega góðu formi. En hann hefur ótrúlega tilfininngu fyrir leiknum og líkt og Haley Joel Osment í The Sixth Sense sér hann hluti sem aðrir sjá ekki. Jokic er nefnilega frábær sendingamaður og skilar stoðsendingatölfræði sem flestir leikstjórnendur væru stoltir af. Jeff van Gundy, sem lýsti oddaleiknum á ESPN ásamt Mike Breen og Mark Jackson, gekk svo langt að kalla Jokic besta stóra sendingamann allra tíma. Í fyrri hálfleik var hann reyndar enn á því að það væri Bill Walton en í þeim seinni var hann kominn á aðra skoðun. watch on YouTube Jokic er stundum kallaður Joker en hann á fátt sameiginlegt með ófétinu úr Batman nema nafnið. Á meðan Jókerinn þríft á stjórnleysi og djöfulgangi er Jokic ímynd hinnar ísköldu yfirvegunar. Hann er gríðarlega þolinmóður og velur nánast alltaf besta kostinn í hverri stöðu. Og öfugt við Jókerinn sýnir hann nánast engar tilfinningar og stekkur varla bros. Jokic er aðeins að leika í sinni annarri úrslitakeppni á ferlinum og tölfræðin þar er mögnuð; 25,3 stig, 11,9 fráköst og 7,2 stoðsendingar. Í deildakeppninni á ferlinum er hann með 17,0 stig, 9,6 fráköst og 5,5 stoðsendingar. Serbinn er því betri þegar mest á reynir. Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014 og Serbinn kom til liðsins ári seinna. Hann var í þriðja sæti í valinu á nýliða ársins í NBA 2016 og var valinn í fyrsta úrvalslið nýliða. Sama ár vann Jokic til silfurverðlauna með serbneska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Síðan hefur Jokic bara orðið betri og betri. Á síðasta tímabili komst Denver í undanúrslit Vesturdeildarinnar og Jokic var valinn til að spila í Stjörnuleiknum og í fyrsta úrvalslið NBA-deildarinnar. Í úrslitakeppninni í fyrra skilaði Jokic 25,1 stigi, 13,0 fráköstum og 8,4 stoðsendingum að meðaltali í leik og sýndi hvers hann er megnugur. Nú er Denver-liðið orðið betra, þéttara og virðist ekki kunna að gefast upp. Í úrslitakeppninni hefur Denver leikið sex leiki þar sem tímabilið er undir og unnið þá alla. Í nótt hefjast úrslit Vesturdeildarinnar þar sem Denver glímir við hitt liðið í Los Angeles, LeBron James og félaga í Lakers. Vondu fréttirnar fyrir Denver er að Jokic hefur ekki átt neitt sérstaka leiki gegn Lakers í vetur. Í fjórum leikjum gegn Lakers var hann með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali. En Denver hefur áður storkað körfuboltalögmálunum í búbblunni í Orlandi og ef það er eitthvað sem síðustu vikur hafa kennt okkur er það að ævintýrin gerast í Disney World.
Leikur 1: 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar Leikur 2: 26 stig, 18 fráköst, 4 stoðsendingar Leikur 3: 32 stig, 12 fráköst, 8 stoðsendingar Leikur 4: 26 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar Leikur 5: 22 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar Leikur 6: 34 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar Leikur 7: 16 stig, 22 fráköst, 13 stoðsendingar
NBA Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira