Aðeins þriðjungur velur bílinn Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 17. september 2020 15:00 Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. Það sem meira er, þegar spurt er hvernig myndirðu kjósa að ferðast til og frá vinnu segjast 35,3% vilja fara akandi, 54% segjast myndu kjósa að fara með Strætó, gangandi eða hjólandi. Þetta sýnir nokkuð skýrt að allar hugmyndir um að fólk hafi valið bílinn standast ekki skoðun. Bílnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skýrt dæmi um framboðsdrifna eftirspurn. Með því að fjárfesta í innviðum fyrir bíla á kostnað annara samgöngumáta og með því að skipuleggja höfuðborgarsvæðið með bílinn í fyrsta forgangi var það ekki fólkið sem valdi bílinn, heldur var bíllinn valinn fyrir fólk. Fyrir 10 árum var hafist handa við að vinda ofan af þessu og það skilar sér nú í minni bílnotkun. En við þurfum að gera enn betur ef við ætlum að mæta raunverulegri eftirspurn fólks. Covid hefur sýnt okkur hversu hratt samfélagið getur breyst. Aðlögunarhæfni stofnanna okkar og kerfa er til fyrirmyndar. Skólastjórnendur byltu kennsluháttum á nokkrum dögum seinasta vor. Velferðarþjónustan breytti starfsháttum sínum og varði okkar veikustu meðborgara. Flest öll höfum við nú setið okkar fyrstu fjarfundi, verslað í matinn á netinu og farið með grímu í klippingu. Kallið kom og samfélagið svaraði hratt og vel. Við fengum líka stuðning og leiðbeiningar og við skildum hvers vegna það þurfti að gera breytingar. Við þurfum að halda áfram að hlusta og breytast því að þótt Covid sé skýrari ógn í dag þá eru loftlagsbreytingar af mannavöldum viðvarandi og af þeim steðjar hætta fyrir allt mannkyn. Borgin hefur tekið skýra stefnu um að draga úr losun, meðal annars með því að breyta ferðavenjum. Áherslur borgarinnar á uppbyggingu hjólastíga, borgarlínu og fjölgun göngugatna eru ekki eingöngu nauðsynlegar til að bregðast við loftlagsvanda heldur eru þessar áherslur nákvæmlega það sem fólk vill. Aðeins þriðjungur velur bílinn, ríflega helmingur vill virka samgöngumáta. Á þetta þarf að hlusta og þess vegna ætlar Reykjavíkurborg að halda áfram að sækja fram með að gera borgina enn betri fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umferðaröryggi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. Það sem meira er, þegar spurt er hvernig myndirðu kjósa að ferðast til og frá vinnu segjast 35,3% vilja fara akandi, 54% segjast myndu kjósa að fara með Strætó, gangandi eða hjólandi. Þetta sýnir nokkuð skýrt að allar hugmyndir um að fólk hafi valið bílinn standast ekki skoðun. Bílnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skýrt dæmi um framboðsdrifna eftirspurn. Með því að fjárfesta í innviðum fyrir bíla á kostnað annara samgöngumáta og með því að skipuleggja höfuðborgarsvæðið með bílinn í fyrsta forgangi var það ekki fólkið sem valdi bílinn, heldur var bíllinn valinn fyrir fólk. Fyrir 10 árum var hafist handa við að vinda ofan af þessu og það skilar sér nú í minni bílnotkun. En við þurfum að gera enn betur ef við ætlum að mæta raunverulegri eftirspurn fólks. Covid hefur sýnt okkur hversu hratt samfélagið getur breyst. Aðlögunarhæfni stofnanna okkar og kerfa er til fyrirmyndar. Skólastjórnendur byltu kennsluháttum á nokkrum dögum seinasta vor. Velferðarþjónustan breytti starfsháttum sínum og varði okkar veikustu meðborgara. Flest öll höfum við nú setið okkar fyrstu fjarfundi, verslað í matinn á netinu og farið með grímu í klippingu. Kallið kom og samfélagið svaraði hratt og vel. Við fengum líka stuðning og leiðbeiningar og við skildum hvers vegna það þurfti að gera breytingar. Við þurfum að halda áfram að hlusta og breytast því að þótt Covid sé skýrari ógn í dag þá eru loftlagsbreytingar af mannavöldum viðvarandi og af þeim steðjar hætta fyrir allt mannkyn. Borgin hefur tekið skýra stefnu um að draga úr losun, meðal annars með því að breyta ferðavenjum. Áherslur borgarinnar á uppbyggingu hjólastíga, borgarlínu og fjölgun göngugatna eru ekki eingöngu nauðsynlegar til að bregðast við loftlagsvanda heldur eru þessar áherslur nákvæmlega það sem fólk vill. Aðeins þriðjungur velur bílinn, ríflega helmingur vill virka samgöngumáta. Á þetta þarf að hlusta og þess vegna ætlar Reykjavíkurborg að halda áfram að sækja fram með að gera borgina enn betri fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar