Nýr fjölnota þjóðarleikvangur á Suðurnesjum Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 17. september 2020 06:00 Í desember 2015 kynnti ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur ehf. sem þá var í helmingseigu undirritaðs stutta skýrslu fyrir stjórn KSÍ. Skýrslan reifaði niðurstöður vinnu sem hafði það að markmiði að athuga með skipulögðum hætti hvort grundvöllur væri fyrir byggingu fjölnota þjóðarleikvangs í Laugardal sem uppfyllti nútímakröfur til knattspyrnuiðkunar á alþjóðavísu. Samtal við eigendur vallarins og aðra hagsmunaaðila á svæðinu hafði leitt í ljós að verulegrar óánægju gætti varðandi málefni hans. Átti það við um rekstrarlegar forsendur, nýtingu, fjármögnun, viðhald og aðstöðu fyrir leikmenn, áhorfendur og fjölmiðlafólk. Í skýrslunni lagði Borgarbragur fram nýja nálgun og hugmyndafræði varðandi mögulega uppbyggingu vallarins, einkum með tilliti til nýtingar og rekstrar. Ríki, borg og KSÍ Skýrslan og ríkur vilji innan KSÍ varð til þess að eftir áralanga kyrrstöðu í málefnum Laugardalsvallar komst hreyfing á málið. Í kjölfarið hófst umfangsmikil vinna við hagkvæmnisathuganir, greiningar og þróun á hugmyndafræði í kringum nýjan fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Talsverðu opinberu fé var kostað til vinnunnar og erlendir og innlendir sérfræðingar fengnir til verksins. Viljayfirlýsingar voru undirritaðar og ekki spillti fyrir stórkostlegt gengi íslensku landsliðanna í knattspyrnu samhliða miklu hagvaxtarskeiði í samfélaginu. Í janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fór yfir ofangreindar skýrslur og hugmyndir, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu sem birtust í skýrslu í apríl sama ár. Ein af niðurstöðum starfshópsins var að stofna ætti undirbúningsfélag í eigu Reykjavíkurborgar, ríkis og KSÍ strax í maí 2018. Undirbúningsfélagið var loks stofnað í júní 2019 og það skipað nýju fólki. Síðan þá hefur lítið heyrst af framgangi verkefnisins annað en orðrómur um að fyrirliggjandi vinnu og greiningum hafi verið sópað útaf borðinu og verkefnið endurræst með tilheyrandi kostnaði. Ferli á borð við þetta er kunnuglegt í opinberri stjórnsýslu og ekki annars að vænta en að ný skýrsla líti brátt dagsins ljós. Ef til vill verður niðurstaða hennar sú að skipa þurfi nýja nefnd. Forgangsröðun framkvæmda Þetta er allt saman áhugavert, ekki síst í ljósi þess að í síðustu viku samþykkti borgarráð stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til ársins 2030 þar sem forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja er sett fram. Þar er hvergi minnst á nýjan Laugardalsvöll en þó sagt að: „Verði af þátttöku Reykjavíkurborgar í þjóðarleikvangaverkefnum er það mat hópsins að borgin eigi að leggja áherslu á að hugsanleg aðkoma borgarinnar taki mið af sömu markmiðum og horft var til við forgangsröðun íþróttamannvirkja: Að tryggja æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir börn, unglinga, almenning og afreksfólk, eða þau geti nýst í skólastarfi.” Ósagt skal látið hvernig þessi forgangsröðun kemur við KSÍ en ljóst er að nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er ekki á meðal þeirra 18 íþróttamannvirkja sem borgin hyggst fjárfesta í á næstu 10 árum samkvæmt skýrslu stýrihópsins. Hvað er þá til ráða fyrir knattspyrnu- og tónleikaþyrsta þjóð? Stór tækifæri á Suðurnesjum Eitt af því sem ekki var gert á sínum tíma þegar vinnan í kringum leikvanginn stóð sem hæst var að framkvæma staðarvalsgreiningu. Ástæðan var sú að þjóðarleikvangurinn ætti best heima í höfuðborg landsins og fyrir því voru færð fjölmörg góð rök. Í ljósi alls ofangreinds er hinsvegar ekki úr vegi að nefna aðra kosti. Einn möguleiki sem hefur fram til þessa ekki verið skoðaður er flugvallarsvæðið í Keflavík. Þar er starfrækt þróunarfélagið Kadeco sem er í eigu ríkisins og hefur alla burði til að standa að að umfangsmikilli undirbúnings- og þróunarvinnu fyrir flókin verkefni. Það er ljóst að rekstrarforsendur fjölnota þjóðarleikvangs standa og falla með því að búa til nýjan markað fyrir stóra og alþjóðlega viðburði og þar kemur flugvallarsvæðið sterkt inn. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, nóg pláss og gott aðgengi er fyrir stór tæki og tól sem fylgja slíkum viðburðum, hávaðamengun vegna tónleikahalds er ekki vandamál, mikil þekking og mannauður er til staðar m.t.t. hverskyns öryggis- og aðgengismála og ekki skortir bílastæði. Þá hentar nálægðin við flugvöllinn vel fyrir listamenn og/eða ráðstefnugesti sem vilja komast hratt og örugglega á milli landa. Loks eru allir aðrir innviðir á borð við hótel og veitingastaði til staðar á svæðinu. Síðast en ekki síst gæti verkefni af þeirri stærðargráðu sem fjölnota þjóðarleikvangur er reynst mikilvæg og verðskulduð innspýting fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum sem búa nú við mikla óvissu og erfitt atvinnuástand í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í desember 2015 kynnti ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur ehf. sem þá var í helmingseigu undirritaðs stutta skýrslu fyrir stjórn KSÍ. Skýrslan reifaði niðurstöður vinnu sem hafði það að markmiði að athuga með skipulögðum hætti hvort grundvöllur væri fyrir byggingu fjölnota þjóðarleikvangs í Laugardal sem uppfyllti nútímakröfur til knattspyrnuiðkunar á alþjóðavísu. Samtal við eigendur vallarins og aðra hagsmunaaðila á svæðinu hafði leitt í ljós að verulegrar óánægju gætti varðandi málefni hans. Átti það við um rekstrarlegar forsendur, nýtingu, fjármögnun, viðhald og aðstöðu fyrir leikmenn, áhorfendur og fjölmiðlafólk. Í skýrslunni lagði Borgarbragur fram nýja nálgun og hugmyndafræði varðandi mögulega uppbyggingu vallarins, einkum með tilliti til nýtingar og rekstrar. Ríki, borg og KSÍ Skýrslan og ríkur vilji innan KSÍ varð til þess að eftir áralanga kyrrstöðu í málefnum Laugardalsvallar komst hreyfing á málið. Í kjölfarið hófst umfangsmikil vinna við hagkvæmnisathuganir, greiningar og þróun á hugmyndafræði í kringum nýjan fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Talsverðu opinberu fé var kostað til vinnunnar og erlendir og innlendir sérfræðingar fengnir til verksins. Viljayfirlýsingar voru undirritaðar og ekki spillti fyrir stórkostlegt gengi íslensku landsliðanna í knattspyrnu samhliða miklu hagvaxtarskeiði í samfélaginu. Í janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fór yfir ofangreindar skýrslur og hugmyndir, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu sem birtust í skýrslu í apríl sama ár. Ein af niðurstöðum starfshópsins var að stofna ætti undirbúningsfélag í eigu Reykjavíkurborgar, ríkis og KSÍ strax í maí 2018. Undirbúningsfélagið var loks stofnað í júní 2019 og það skipað nýju fólki. Síðan þá hefur lítið heyrst af framgangi verkefnisins annað en orðrómur um að fyrirliggjandi vinnu og greiningum hafi verið sópað útaf borðinu og verkefnið endurræst með tilheyrandi kostnaði. Ferli á borð við þetta er kunnuglegt í opinberri stjórnsýslu og ekki annars að vænta en að ný skýrsla líti brátt dagsins ljós. Ef til vill verður niðurstaða hennar sú að skipa þurfi nýja nefnd. Forgangsröðun framkvæmda Þetta er allt saman áhugavert, ekki síst í ljósi þess að í síðustu viku samþykkti borgarráð stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til ársins 2030 þar sem forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja er sett fram. Þar er hvergi minnst á nýjan Laugardalsvöll en þó sagt að: „Verði af þátttöku Reykjavíkurborgar í þjóðarleikvangaverkefnum er það mat hópsins að borgin eigi að leggja áherslu á að hugsanleg aðkoma borgarinnar taki mið af sömu markmiðum og horft var til við forgangsröðun íþróttamannvirkja: Að tryggja æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir börn, unglinga, almenning og afreksfólk, eða þau geti nýst í skólastarfi.” Ósagt skal látið hvernig þessi forgangsröðun kemur við KSÍ en ljóst er að nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er ekki á meðal þeirra 18 íþróttamannvirkja sem borgin hyggst fjárfesta í á næstu 10 árum samkvæmt skýrslu stýrihópsins. Hvað er þá til ráða fyrir knattspyrnu- og tónleikaþyrsta þjóð? Stór tækifæri á Suðurnesjum Eitt af því sem ekki var gert á sínum tíma þegar vinnan í kringum leikvanginn stóð sem hæst var að framkvæma staðarvalsgreiningu. Ástæðan var sú að þjóðarleikvangurinn ætti best heima í höfuðborg landsins og fyrir því voru færð fjölmörg góð rök. Í ljósi alls ofangreinds er hinsvegar ekki úr vegi að nefna aðra kosti. Einn möguleiki sem hefur fram til þessa ekki verið skoðaður er flugvallarsvæðið í Keflavík. Þar er starfrækt þróunarfélagið Kadeco sem er í eigu ríkisins og hefur alla burði til að standa að að umfangsmikilli undirbúnings- og þróunarvinnu fyrir flókin verkefni. Það er ljóst að rekstrarforsendur fjölnota þjóðarleikvangs standa og falla með því að búa til nýjan markað fyrir stóra og alþjóðlega viðburði og þar kemur flugvallarsvæðið sterkt inn. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, nóg pláss og gott aðgengi er fyrir stór tæki og tól sem fylgja slíkum viðburðum, hávaðamengun vegna tónleikahalds er ekki vandamál, mikil þekking og mannauður er til staðar m.t.t. hverskyns öryggis- og aðgengismála og ekki skortir bílastæði. Þá hentar nálægðin við flugvöllinn vel fyrir listamenn og/eða ráðstefnugesti sem vilja komast hratt og örugglega á milli landa. Loks eru allir aðrir innviðir á borð við hótel og veitingastaði til staðar á svæðinu. Síðast en ekki síst gæti verkefni af þeirri stærðargráðu sem fjölnota þjóðarleikvangur er reynst mikilvæg og verðskulduð innspýting fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum sem búa nú við mikla óvissu og erfitt atvinnuástand í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar