Körfubolti

Þriðja sinn sem lið Doc Rivers klúðrar 3-1 forystu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Doc Rivers horfði upp á sína menn klúðra niður forystu í þremur leikjum í röð og þar með tapa einvíginu á móti Denver Nuggets 4-3.
Doc Rivers horfði upp á sína menn klúðra niður forystu í þremur leikjum í röð og þar með tapa einvíginu á móti Denver Nuggets 4-3. AP/Mark J. Terrill

Los Angeles Clipppers er úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tap í nótt í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Þetta átti að vera ár Los Angeles Clippers liðsins eftir að liðið krækti í tvær stórstjörnur sumarið 2019. Clippers fékk þá til sín Kawhi Leonard og Paul George og menn sáu liðið vera loksins að komast út úr skugga nágranna sinna í Los Angeles Lakers.

Los Angeles Clippers var eitt sigurstranglegasta liðið í þessari úrslitakeppni og var líka langleiðina búið að slá Denver Nuggets út.

Clippers komst í 3-1 í einvíginu og missti síðan niður 16, 19 og 12 stiga forystu í síðustu þremur leikjum. Denver kom til baka í þeim öllum og sló að lokum Clippers út í gær.

Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, tókst ekki að koma félaginu í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn. Þar hefði liðið mætt Lakers í miklum Los Angeles slag.

Vandmálið fyrir Doc Rivers er þetta var enn einn „svarti bletturinn“ á hans þjálfaraferli. Þetta var nefnilega í þriðja sinn sem hans lið klúðrar 3-1 forystu í úrslitakeppni. Enginn annar þjálfari í sögu NBA hefur gert það.

Lið Doc Rivers missti líka niður 3-1 forystu í úrslitakeppnunum 2003 og 2015. Árið 2003 tapaði Orlando Magic 4-3 á móti Detroit Pistons og árið 2015 tapaði Los Angeles Clippers 4-3 á móti Houston Rockets.

Liðin hans Rivers hafa einnig þrisvar sinnum missti niður 3-2 forystu í öðrum einvígum en voru nefnd hér á undan.

Sex NBA-tímabil hjá þjálfaranum Doc Rivers hafa því endað þar sem hann fékk tvo eða þrjú tækifæri til vinna eina leikinn sem vantaði upp á.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.