Auðveldasta leiðin til þess að auka framboð á hagkvæmu húsnæði Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 15. september 2020 15:30 Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. Eðlileg ársfjölgun á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var undir meðaltali á árunum 2009 til 2016. Í framhaldinu eða allt frá á árinu 2017 hefur fólksfjölgun verið talsvert minni í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru því sterkar vísbendingar um að ekki hafi verið byggt nægjanlega mikið í Reykjavík. Afleiðingarnar eru að þvert á áætlanir borgaryfirvalda um þéttingu byggðar og nú sækir ungt fólk og fjölskyldufólk í meira mæli í nærliggjandi sveitarfélög. Vandinn er heimatilbúinn Við smíð á lausnum á húsnæðisvandanum hefur fallið til óheyrilegur kostnaður vegna vinnu ýmissa sérfræðinga og starfsfólks borgarinnar. En í grunninn snýst þetta jú bara um að hið sáraeinfalda lögmál um framboð og eftirspurn. Sé þörfinni eftir íbúðum mætt verða aðstæður ekki þannig að fasteignir og leiga þeirra geti verið verðlagðar upp í rjáfur. Svo skiptir máli hvar er valið að byggja. Þurfi að færa atvinnustarfsemi til þess að byggja nýjar íbúðir minnka líkurnar á því að fyrstu kaupendur geti fjárfest án einhvers konar niðurgreiðslu af hálfu hins opinbera. Sé hægt að nýta þegar tilbúna innviði aukast líkurnar. Í miklum fasteignaskorti skapast ennfremur freistnivandi fyrir skipulagsyfirvöld til þess að stýra því hvernig fólk býr í stað þess að eftirspurn ráði því hvar sé byggt. Í dag er hátt fermetraverð og þröngbýli gjarnan fylgifiskur nýrra íbúða sem sagðar eru hagkvæmar og fullyrt er að langflestir vilji búa miðsvæðis. Ef litið er nánar á viðskipti á fasteignamarkaðnum sést hins vegar að það er ekki algilt, í austasta hverfi borgarinnar, það er Norðlingaholti, er til að mynda barist um íbúðir sem eru settar á sölu og söluverð er vanalega langt yfir fasteignamati. Fasteignaviðskipti hafa einnig verið fjörug í nærliggjandi sveitarfélögum á Suðurlandi, í Ölfus og Árborg svo eitthvað sé nefnt. Gert ráð fyrir 4000 íbúðum í Vatnsmýri án vissu um nýtt flugvallarstæði Framangreindur vandi hefur rist svo djúpt að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að veita fjármunum í að vinda ofan af honum með því að gefa möguleika á svonefndum hlutdeildarlánum. Þau gera kaupendum kleift að fjárfesta í íbúð með lægri útborgun en áður. Þetta mun breikka mögulegan kaupendahóp og því verður á næstu árum jafnvel enn mikilvægara en áður að mæta eftirspurninni. Samtök iðnaðarins hefur metið svo að til ársins 2040 þurfi að byggja 1200 íbúðir á ári. Áætlun Reykjavíkurborgar tekur mið af þessu þannig byggja eigi um 1000 íbúðir á ári en þær fyrirætlanir gera þó ráð fyrir að byggðar verði 4000 íbúðir á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri. Fátt bendir til þess að svo geti orðið. Nýleg beiðni borgarstjóra um að færa flugvöllinn úr borginni mun ólíklega breyta neinu þar um enda er ekki búið að finna nýtt flugvallarstæði. Til þess að koma í veg fyrir að höfuðborgin missi af lestinni öðru sinni er mikilvægt að tryggja öruggt framboð hagkvæms húsnæðis á næstu árum. Stoppa þarf í gatið í fyrirætlunum meirihlutans og því leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að borgarstjórn samþykki í dag breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem heimilar íbúðabyggð í Keldnalandinu annars vegar og Örfirisey hins vegar. Samhliða þessu verði farið í að skipuleggja atvinnulóðir á Keldum. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. Eðlileg ársfjölgun á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var undir meðaltali á árunum 2009 til 2016. Í framhaldinu eða allt frá á árinu 2017 hefur fólksfjölgun verið talsvert minni í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru því sterkar vísbendingar um að ekki hafi verið byggt nægjanlega mikið í Reykjavík. Afleiðingarnar eru að þvert á áætlanir borgaryfirvalda um þéttingu byggðar og nú sækir ungt fólk og fjölskyldufólk í meira mæli í nærliggjandi sveitarfélög. Vandinn er heimatilbúinn Við smíð á lausnum á húsnæðisvandanum hefur fallið til óheyrilegur kostnaður vegna vinnu ýmissa sérfræðinga og starfsfólks borgarinnar. En í grunninn snýst þetta jú bara um að hið sáraeinfalda lögmál um framboð og eftirspurn. Sé þörfinni eftir íbúðum mætt verða aðstæður ekki þannig að fasteignir og leiga þeirra geti verið verðlagðar upp í rjáfur. Svo skiptir máli hvar er valið að byggja. Þurfi að færa atvinnustarfsemi til þess að byggja nýjar íbúðir minnka líkurnar á því að fyrstu kaupendur geti fjárfest án einhvers konar niðurgreiðslu af hálfu hins opinbera. Sé hægt að nýta þegar tilbúna innviði aukast líkurnar. Í miklum fasteignaskorti skapast ennfremur freistnivandi fyrir skipulagsyfirvöld til þess að stýra því hvernig fólk býr í stað þess að eftirspurn ráði því hvar sé byggt. Í dag er hátt fermetraverð og þröngbýli gjarnan fylgifiskur nýrra íbúða sem sagðar eru hagkvæmar og fullyrt er að langflestir vilji búa miðsvæðis. Ef litið er nánar á viðskipti á fasteignamarkaðnum sést hins vegar að það er ekki algilt, í austasta hverfi borgarinnar, það er Norðlingaholti, er til að mynda barist um íbúðir sem eru settar á sölu og söluverð er vanalega langt yfir fasteignamati. Fasteignaviðskipti hafa einnig verið fjörug í nærliggjandi sveitarfélögum á Suðurlandi, í Ölfus og Árborg svo eitthvað sé nefnt. Gert ráð fyrir 4000 íbúðum í Vatnsmýri án vissu um nýtt flugvallarstæði Framangreindur vandi hefur rist svo djúpt að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að veita fjármunum í að vinda ofan af honum með því að gefa möguleika á svonefndum hlutdeildarlánum. Þau gera kaupendum kleift að fjárfesta í íbúð með lægri útborgun en áður. Þetta mun breikka mögulegan kaupendahóp og því verður á næstu árum jafnvel enn mikilvægara en áður að mæta eftirspurninni. Samtök iðnaðarins hefur metið svo að til ársins 2040 þurfi að byggja 1200 íbúðir á ári. Áætlun Reykjavíkurborgar tekur mið af þessu þannig byggja eigi um 1000 íbúðir á ári en þær fyrirætlanir gera þó ráð fyrir að byggðar verði 4000 íbúðir á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri. Fátt bendir til þess að svo geti orðið. Nýleg beiðni borgarstjóra um að færa flugvöllinn úr borginni mun ólíklega breyta neinu þar um enda er ekki búið að finna nýtt flugvallarstæði. Til þess að koma í veg fyrir að höfuðborgin missi af lestinni öðru sinni er mikilvægt að tryggja öruggt framboð hagkvæms húsnæðis á næstu árum. Stoppa þarf í gatið í fyrirætlunum meirihlutans og því leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að borgarstjórn samþykki í dag breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem heimilar íbúðabyggð í Keldnalandinu annars vegar og Örfirisey hins vegar. Samhliða þessu verði farið í að skipuleggja atvinnulóðir á Keldum. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar