Handbolti

Eyþór ekki með ÍR fyrr en eftir áramót

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eyþór verður ekki með ÍR á næstunni.
Eyþór verður ekki með ÍR á næstunni. Vísir/ÍR

Lið ÍR í Olís deild karla í handknattleik varð fyrir áfalli rétt fyrir mót en nú er ljóst að Eyþór Vestmann mun ekki leika með liðinu fyrr en á næsta ári.

Eyþór sleit sin í vinstri hendi á æfingu í síðustu viku og lék því ekki gegn ÍBV í 1. umferð Olís deildarinnar. Leiknum lauk með sjö marka sigri ÍBV, 38-31.

Eyþór er á leið í aðgerð til að lagfæra sinina og verður frá keppni allt fram í febrúar á næsta ári. Þetta er mikið áfall fyrir ÍR-inga en Eyþór gekk í raðir félagsins frá Stjörnunni fyrir tímabilið.

Handbolti.is greindi frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.