Körfubolti

Boston í úr­slita­leik austurdeildarinnar og Tatum sá næst yngsti í sögunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tatum fór á kostum í nótt.
Tatum fór á kostum í nótt. vísir/getty

Boston Celtics er komið í úrslitaleik austurdeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fjórum árum eftir sigur á Toront Raptors í sjöunda leik liðanna í nótt, 92-87.

Raptors byrjaði betur og var yfir eftir fyrsta leikhlutann en Celtic var komið yfir fyrir hlé. Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en að endingu höfðu Boston menn betur með fimm stigum.

Jayson Tatum lék ansi vel í liði Boston. Hann skoraði 29 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Fred VanVleet var stigahæstur Toronto með 20 stig. Hann gaf að auki sex stoðsendingar.

Boston mætir Miami Heat í úrslitaleik austurdeildarinnar en einvígi þeirra hefst á þriðjudaginn kemur. Vinna þarf fjóra leiki til þess að komast í úrslitaeinvígið í NBA-körfuboltanum.

Í hinum leik næturinnar hafði Denver Nuggets betur gegn LA Clippers, 111-105. Clippers leiðir þó einvígið enn 3-2 en Kawhi Leonard var stigahæsti maður vallarins í nótt. Hann gerði 36 stig fyrir Clippers.

Nikola Jokic var einu sinni sem oftar besti maðurinn í liði Nuggets. Hann skoraði 22 stig en auk þess hirti hann fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.