Körfubolti

Meistararnir tryggðu sér odda­leik gegn Boston eftir tví­fram­lengdan spennu­trylli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Raptors menn fagna í nótt.
Raptors menn fagna í nótt. vísir/getty

Toronto Raptors og Boston Celtics þurfa að mætast í oddaleik um sæti í úrslitum austurdeildarinnar eftir rosalegan leik liðanna í nótt.

Tvíframlengja þurfti leikinnn. Jafnt var á öllum tölum eftir venjulegan leiktíma, 98-98, og aftur var jafnt eftir fyrstu framlenginguna, 106-106.

Toronto náði hins vegar að knýja fram sigurinn í annarri framlengingunni og þar átti Kyle Lowry stóran þátt. Hann skoraði 33 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Jayson Tatum var bestur hjá Boston en hann skoraði 20 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðsendingar en Jaylen Brown bæti við 31 stigum og sextán fráköstum.

LA Clippers er komið í 3-1 gegn Denver Nuggets í undanúrslitum vesturdeildarinnar eftir sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 96-85.

Clippers lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta sem þeir unnu 26-12 en Kawhi Leonard gerði 30 stig fyrir Clippers. Að auki tók hann ellefu fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Denver er komið með bakið upp við vegg og þarf sigur í næsta leik liðanna en Nikola Jokic var stigahæstur þeirra með 26 stig og ellefu fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×