Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2020 08:00 Þórsarar fögnuðu sigri í Grill 66-deild karla á síðasta tímabili. MYND/ÁRMANN HINRIK Serbinn Vuk Perovic kemur ekki til nýliða Þórs í Olís-deild karla eins og áætlað var. Þórsarar eru með tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í sínum leikmannahópi, Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi og Serbann Jovan Kukobat, og því er ekki pláss fyrir Perovic samkvæmt reglum Handknattleikssambands Íslands. „Reglur HSÍ segja að það megi bara vera tveir leikmenn utan EES að spila í hverju liði. HSÍ lét okkur vita fyrir stuttu síðan. Það voru ekki betri upplýsingar sem við fengum þaðan,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. „Þetta voru bara mistök þannig að við þurfum að leita annað,“ bætti Magnús við. Perovic er 31 árs örvhent skytta sem hefur leikið í Norður-Makedóníu, á Spáni og í Ungverjalandi á ferlinum. Hann getur ekki bætt Íslandi á þann lista, allavega ekki í bili. Þórsarar freista þess nú að finna liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild karla í vetur. „Menn eru að leita innan EES. Það er fullt af leikmönnum þarna úti en þetta er spurning um hvar þú ert tilbúinn taka sénsinn. Við erum að skoða aðra möguleika,“ sagði Magnús. Þrír erlendir leikmenn eru í liði Þórs: Kopyshynskyi, Kukobat og Karolis Stropus sem er frá Litháen, sem er innan EES. Kopyshynskyi er rétthentur hornamaður sem hefur leikið með úkraínska landsliðinu. Hann hefur leikið með Þór, og þar áður Akureyri, undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili skoraði hann 82 mörk fyrir Þór í Grill 66-deildinni. Kukobat, sem 33 ára markvörður, sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-14. Hann lék svo með KA 2017-20 en gekk í raðir Þórs í sumar. Fyrsti leikur Þórs í Olís-deildinni er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum á fimmtudaginn. Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00 Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Sjá meira
Serbinn Vuk Perovic kemur ekki til nýliða Þórs í Olís-deild karla eins og áætlað var. Þórsarar eru með tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í sínum leikmannahópi, Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi og Serbann Jovan Kukobat, og því er ekki pláss fyrir Perovic samkvæmt reglum Handknattleikssambands Íslands. „Reglur HSÍ segja að það megi bara vera tveir leikmenn utan EES að spila í hverju liði. HSÍ lét okkur vita fyrir stuttu síðan. Það voru ekki betri upplýsingar sem við fengum þaðan,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. „Þetta voru bara mistök þannig að við þurfum að leita annað,“ bætti Magnús við. Perovic er 31 árs örvhent skytta sem hefur leikið í Norður-Makedóníu, á Spáni og í Ungverjalandi á ferlinum. Hann getur ekki bætt Íslandi á þann lista, allavega ekki í bili. Þórsarar freista þess nú að finna liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild karla í vetur. „Menn eru að leita innan EES. Það er fullt af leikmönnum þarna úti en þetta er spurning um hvar þú ert tilbúinn taka sénsinn. Við erum að skoða aðra möguleika,“ sagði Magnús. Þrír erlendir leikmenn eru í liði Þórs: Kopyshynskyi, Kukobat og Karolis Stropus sem er frá Litháen, sem er innan EES. Kopyshynskyi er rétthentur hornamaður sem hefur leikið með úkraínska landsliðinu. Hann hefur leikið með Þór, og þar áður Akureyri, undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili skoraði hann 82 mörk fyrir Þór í Grill 66-deildinni. Kukobat, sem 33 ára markvörður, sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-14. Hann lék svo með KA 2017-20 en gekk í raðir Þórs í sumar. Fyrsti leikur Þórs í Olís-deildinni er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum á fimmtudaginn.
Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00 Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00
Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39
Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00
Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti