Heitur Harden kom Houston yfir | Heat í frábærri stöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 10:30 Tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta mættust í nótt. Mike Ehrmann/Getty Images Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets gerði sér lítið fyrir og lagði Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í undanúrsitum Vesturdeildarinnar. Í Austurdeildinni er Miami Heat komið 3-0 yfir gegn Milwaukee Bucks. James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Los Angeles Lakers. Fyrir leik var talað um einvígi „verðmætustu leikmanna deildarinnar,“ en það eru þeir Harden og LeBron James. Annar stóð allavega undir væntingum í nótt. Harden var frábær í nótt og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik sem lagði í raun grunninn að sigrinum en Houston var með átta stiga forystu að loknum fyrri hálfleik. Þó Lakers kæmust oft nálægt Houston í síðari hálfleik tókst þeim aldrei að komast yfir og þegar Houston nái 14-0 kafla í upphafi 4. leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn. 3 6 PTS for @JHarden13 in the @HoustonRockets Game 1 W! #NBAPlayoffs Game 2 Sun. (9/6) at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/a2fdubEn2s— NBA (@NBA) September 5, 2020 Fór það svo að Houston vann á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Lakers lenti einnig undir gegn Portland Trail Blazers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vann einvígið á endanum 4-1. LeBron þarf augljóslega að virkja félaga sína sem og að spila betur sjálfur en hann var með 20 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar í nótt. Anthony Davis kom þar á eftir með 25 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þá var Alex Caruso með 14 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. pic.twitter.com/aNluDTWSig— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 5, 2020 Harden var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 24 ásamt því að taka níu fráköst. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru svo gott sem komnir í sumarfrí eftir að tapa þriðja leiknum í röð gegn Miami Heat. Annað árið í röð á Bucks frábært tímabil í deildinni en finna engan veginn taktinn í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og leiddu Bucks eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu forystunni lengst um framan af síðari hálfleik og voru til að mynda enn 11 stigum yfir þegar það voru tíu mínútur eftir af leiknum, þá hins vegar hrökk allt í baklás. Miami Heat hafði hitt úr ótrúlegu magni þriggja stiga skota í síðasta leik eða 17 talsins. Þeir gerðu gott betur og hittu úr 18 í nótt. Jimmy Butler og félagar virtust einfaldlega setja í gír í síðasta leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir Bucks. Þeir unnu leikhlutann 40-13 og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 115-100. @JimmyButler scores 17 of his 30 PTS in the 4th Q to put the @MiamiHEAT up 3-0! #NBAPlayoffs Game 4 Sun. (9/6) at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/cckgKDl5JM— NBA (@NBA) September 5, 2020 Þýðir það að Bucks eru svo gott sem dottnir úr leik en ekkert lið í sögu deildarinnar hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir í einvígi. Jimmy Butler var stórkostlegur í liði Heat í nótt, skoraði hann 30 stig. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Hjá Bucks var Brook Lopez stigahæstur með 22 stig á meðan Giannis skoraði 21 og tók 16 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets gerði sér lítið fyrir og lagði Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í undanúrsitum Vesturdeildarinnar. Í Austurdeildinni er Miami Heat komið 3-0 yfir gegn Milwaukee Bucks. James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Los Angeles Lakers. Fyrir leik var talað um einvígi „verðmætustu leikmanna deildarinnar,“ en það eru þeir Harden og LeBron James. Annar stóð allavega undir væntingum í nótt. Harden var frábær í nótt og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik sem lagði í raun grunninn að sigrinum en Houston var með átta stiga forystu að loknum fyrri hálfleik. Þó Lakers kæmust oft nálægt Houston í síðari hálfleik tókst þeim aldrei að komast yfir og þegar Houston nái 14-0 kafla í upphafi 4. leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn. 3 6 PTS for @JHarden13 in the @HoustonRockets Game 1 W! #NBAPlayoffs Game 2 Sun. (9/6) at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/a2fdubEn2s— NBA (@NBA) September 5, 2020 Fór það svo að Houston vann á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Lakers lenti einnig undir gegn Portland Trail Blazers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en vann einvígið á endanum 4-1. LeBron þarf augljóslega að virkja félaga sína sem og að spila betur sjálfur en hann var með 20 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar í nótt. Anthony Davis kom þar á eftir með 25 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þá var Alex Caruso með 14 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði. pic.twitter.com/aNluDTWSig— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 5, 2020 Harden var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 24 ásamt því að taka níu fráköst. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru svo gott sem komnir í sumarfrí eftir að tapa þriðja leiknum í röð gegn Miami Heat. Annað árið í röð á Bucks frábært tímabil í deildinni en finna engan veginn taktinn í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og leiddu Bucks eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu forystunni lengst um framan af síðari hálfleik og voru til að mynda enn 11 stigum yfir þegar það voru tíu mínútur eftir af leiknum, þá hins vegar hrökk allt í baklás. Miami Heat hafði hitt úr ótrúlegu magni þriggja stiga skota í síðasta leik eða 17 talsins. Þeir gerðu gott betur og hittu úr 18 í nótt. Jimmy Butler og félagar virtust einfaldlega setja í gír í síðasta leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir Bucks. Þeir unnu leikhlutann 40-13 og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 115-100. @JimmyButler scores 17 of his 30 PTS in the 4th Q to put the @MiamiHEAT up 3-0! #NBAPlayoffs Game 4 Sun. (9/6) at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/cckgKDl5JM— NBA (@NBA) September 5, 2020 Þýðir það að Bucks eru svo gott sem dottnir úr leik en ekkert lið í sögu deildarinnar hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir í einvígi. Jimmy Butler var stórkostlegur í liði Heat í nótt, skoraði hann 30 stig. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Hjá Bucks var Brook Lopez stigahæstur með 22 stig á meðan Giannis skoraði 21 og tók 16 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira