Körfubolti

Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik með Val í Domino's deild karla á síðasta tímabili.
Úr leik með Val í Domino's deild karla á síðasta tímabili. vísir/bára

Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist á Karfan.is í gær, „Kristófer Acox í Hlíðarnar? – Óánægja með framgöngu Valsmanna.“

Þar er fjallað um möguleg vistaskipti KR-ingsins Kristófers Acox til Vals. Einnig er talað um að Valur tali reglulega við samningsbundna leikmenn annarra liða, forráðamönnum þeirra til mikillar armæðu.

Í yfirlýsingu Vals er þessum ásökum vísað á bug og þá gagnrýna Valsmenn fréttaflutning Körfunnar.

„Það kemur okkur Valsmönnum spánskt fyrir sjónir að lesa þessi skrif þar sem vísað er frjálslega í nafnlausa heimildarmenn. Við viljum benda greinarhöfundi á að heppilegt getur verið að hafa samband við aðilann sem fjallað er um í svona tilvikum. Eins og upphafsmaður ritunar Íslandssögunnar ráðlagði í sinni tíð „hafa það heldur, er sannara reynist,“ segir í yfirlýsingunni.

„Við höfnum alfarið þessum ásökunum þar sem fullyrt er að Valur sé í reglulegum samskiptum við samningsbundna leikmenn. Það er þvæla og því vísað aftur til föðurhúsanna.“

Valsmenn segjast jafnframt hafa sýnt mikla ráðdeild í rekstri á undanförnum árum og lagt hart að sér að byggja körfuknattleiksdeild félagsins upp. Þá segjast Valsmenn harma skrif Körfunnar og ætla ekki að svara þeim frekar efnislega.

Yfirlýsingu körfuknattleiksdeildar Vals má sjá hér fyrir neðan.

Vegna greinar á karfan.is, 3. september 2020, undir yfirskriftinni "Kristófer Acox í Hlíðarnar? Óánægja með framgöngu...

Posted by Valur Körfubolti on Friday, September 4, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×