Enn kvarnast úr leikmannahópi KR | Kom ekki til greina að draga liðið úr efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 15:23 Margrét Kara Sturludóttir og Unnur Tara Jónsdóttir hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna. vísir/daníel/bára Tveir reyndustu leikmenn kvennaliðs KR í körfubolta, Unnur Tara Jónsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, hafa lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. „Þær eru báðar hættar í körfubolta. Þær stóðu sig vel fyrir félagið okkar og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þær. Þær reyndust okkur frábærlega innan vallar sem utan,“ sagði Böðvar. Á síðasta tímabili var Unnur Tara með 4,5 stig og 5,6 stig að meðaltali í leik og Margrét Kara með 5,9 stig og 7,0 fráköst. Mikið hefur kvarnast úr leikmannahópi KR frá síðasta tímabili. Unnur Tara, Margrét Kara og Danielle Rodriguez eru hættar, Sóllilja Bjarnadóttir fór í Breiðablik, Hildur Björg Kjartansdóttir í Val og Sanja Orazovic í Skallagrím. Sex af þeim átta leikmönnum sem spiluðu mest fyrir KR á síðasta tímabili (meira en fimmtán mínútur að meðaltali í leik) eru því farnir frá félaginu. Til að fylla þessi stóru skörð hefur KR fengið hina bandarísku Taryn McCutcheon og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen. Þá verður unglingalandsliðsmiðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir með KR í vetur en til stóð að hún færi til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún lék með Fjölni í 1. deildinni á síðasta tímabili og skilaði 10,4 stigum, 7,3 fráköstum og 2,6 vörðum skotum að meðaltali í leik. Ætlum að standa okkur í efstu deild „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ svaraði Böðvar aðspurður hvort komið hafi til greina að draga liðið úr Domino's deildinni eins og KR gerði fyrir nokkrum árum og Stjarnan gerði fyrir síðasta tímabil. „Einhverjar stelpur hafa bæst við hópinn. Ég kíkti á æfingu í gær og þar var líf og fjör og stemmning í þeim. Við ætlum okkur að spila í efstu deild og standa okkur þar,“ sagði Böðvar. Francisco Garcia er nýr þjálfari KR en hann tók við af Benedikt Guðmundssyni sem þjálfar nú yngri flokka hjá Fjölni samhliða starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins. KR var í 2. sæti Domino's deildar kvenna þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komst KR í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Skallagrími. Dominos-deild kvenna KR Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Tveir reyndustu leikmenn kvennaliðs KR í körfubolta, Unnur Tara Jónsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, hafa lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. „Þær eru báðar hættar í körfubolta. Þær stóðu sig vel fyrir félagið okkar og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þær. Þær reyndust okkur frábærlega innan vallar sem utan,“ sagði Böðvar. Á síðasta tímabili var Unnur Tara með 4,5 stig og 5,6 stig að meðaltali í leik og Margrét Kara með 5,9 stig og 7,0 fráköst. Mikið hefur kvarnast úr leikmannahópi KR frá síðasta tímabili. Unnur Tara, Margrét Kara og Danielle Rodriguez eru hættar, Sóllilja Bjarnadóttir fór í Breiðablik, Hildur Björg Kjartansdóttir í Val og Sanja Orazovic í Skallagrím. Sex af þeim átta leikmönnum sem spiluðu mest fyrir KR á síðasta tímabili (meira en fimmtán mínútur að meðaltali í leik) eru því farnir frá félaginu. Til að fylla þessi stóru skörð hefur KR fengið hina bandarísku Taryn McCutcheon og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen. Þá verður unglingalandsliðsmiðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir með KR í vetur en til stóð að hún færi til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún lék með Fjölni í 1. deildinni á síðasta tímabili og skilaði 10,4 stigum, 7,3 fráköstum og 2,6 vörðum skotum að meðaltali í leik. Ætlum að standa okkur í efstu deild „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ svaraði Böðvar aðspurður hvort komið hafi til greina að draga liðið úr Domino's deildinni eins og KR gerði fyrir nokkrum árum og Stjarnan gerði fyrir síðasta tímabil. „Einhverjar stelpur hafa bæst við hópinn. Ég kíkti á æfingu í gær og þar var líf og fjör og stemmning í þeim. Við ætlum okkur að spila í efstu deild og standa okkur þar,“ sagði Böðvar. Francisco Garcia er nýr þjálfari KR en hann tók við af Benedikt Guðmundssyni sem þjálfar nú yngri flokka hjá Fjölni samhliða starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins. KR var í 2. sæti Domino's deildar kvenna þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komst KR í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Skallagrími.
Dominos-deild kvenna KR Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira