Stöndum vörð um fjölskyldur langveikra barna Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. september 2020 07:30 Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar eins og heimsbyggðin öll kynnst því hvaða áhrif viðvarandi heilsufarsleg ógn hefur á athafnir, líðan og afkomu. Óvissan er mörgum óbærileg og enginn veit hvað gerist næst. Því miður er slíkur veruleiki heimavöllur foreldra og fjölskyldna margra langveikra barna hvað svo sem kórónuveirunni líður. Þessi viðkvæmi hópur býr í mörgum tilvikum við stöðuga óvissu árum saman, háður utanaðkomandi þjónustu alla daga. Oft er um langvarandi tekjuskerðingu að ræða vegna umönnunar barna svo ekki sé minnst á þær sálrænu afleiðingar sem viðvarandi álag og áföll hafa á foreldra og systkini langveikra barna. Hvaða áhrif ætli Covid19 faraldurinn hafi á þennan hóp? Jú, aðstæður verða enn erfiðari. Frá því í mars hafa margir foreldrar langveikra barna þurft að vera með börn sín í varnarsóttkví með tilheyrandi vinnutapi og röskun á rútínu. Þar sem hluti þessa hóps er nú þegar utan vinnumarkaðar vegna umönnunarþarfar barnanna, og aðrir sem eru á vinnumarkaði hafa þurft að vera frá vinnu vegna varnarsóttkvíar án þess að eiga rétt á sóttkvíarframfærslu, má ætla að fjárhagsleg staða sé víða grafalvarleg. Fjölskyldur hafa auk þess margar orðið fyrir ítrekuðu þjónusturofi vegna samkomubanns og sóttkvíar starfsfólks. Skólaganga barnanna hefur raskast og frístundastarf, þjálfun og dagleg rútína verið í uppnámi. Eftir langa einangrun í vor er ekki skrýtið að kvíðinn sæki að nú þegar framundan er þungur vetur og veiran aftur komin á stjá í samfélaginu. Þegar ógnin er alltumlykjandi og viðvarandi er eðlilegt að vera í samfelldri varnar- og viðbragðsstöðu. Í slíkum aðstæðum brennur fólk út, einkum þeir sem eru löngu búnir með þá orku sem eitt sinn var á tankinum. Því köllum við hjá Umhyggju - félagi langveikra barna, eftir því að fjölskyldur langveikra barna verði hafðar í algerum forgangi í öllum þeim aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við áhrifum veirunnar á líf okkar á komandi misserum. Það er lykilatriði að búið sé svo um hnúta að þjónusturof verði ekki hjá þessum hópi og möguleikar langveikra og fatlaðra barna til að sækja skóla í staðnámi, frístund og önnur úrræði verði hafðir í forgangi. Brýnt er að allir þeir sem veita langveikum börnum þjónustu séu með skýra varaáætlun komi upp smit eða aðgerðir verði hertar. Tryggja þarf aðgengi þessa hóps að sálrænum stuðningi og takmarka óvissuna eins og mögulegt er með virkri upplýsingagjöf um stöðu mála. Síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að foreldrum sem geta vegna barna sinna ekki sinnt vinnu verði tryggð framfærsla þar til lífið kemst í eðlilegri skorður á ný. Hópurinn er ekki stór og það er skylda okkar sem velferðarsamfélags að tryggja að líf þessara fjölskyldna haldist eins eðlilegt og unnt er. Nægar eru samt áskoranirnar sem þessar fjölskyldur mæta. Höfundur er sálfræðingur og framkvæmdastjóri Umhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar eins og heimsbyggðin öll kynnst því hvaða áhrif viðvarandi heilsufarsleg ógn hefur á athafnir, líðan og afkomu. Óvissan er mörgum óbærileg og enginn veit hvað gerist næst. Því miður er slíkur veruleiki heimavöllur foreldra og fjölskyldna margra langveikra barna hvað svo sem kórónuveirunni líður. Þessi viðkvæmi hópur býr í mörgum tilvikum við stöðuga óvissu árum saman, háður utanaðkomandi þjónustu alla daga. Oft er um langvarandi tekjuskerðingu að ræða vegna umönnunar barna svo ekki sé minnst á þær sálrænu afleiðingar sem viðvarandi álag og áföll hafa á foreldra og systkini langveikra barna. Hvaða áhrif ætli Covid19 faraldurinn hafi á þennan hóp? Jú, aðstæður verða enn erfiðari. Frá því í mars hafa margir foreldrar langveikra barna þurft að vera með börn sín í varnarsóttkví með tilheyrandi vinnutapi og röskun á rútínu. Þar sem hluti þessa hóps er nú þegar utan vinnumarkaðar vegna umönnunarþarfar barnanna, og aðrir sem eru á vinnumarkaði hafa þurft að vera frá vinnu vegna varnarsóttkvíar án þess að eiga rétt á sóttkvíarframfærslu, má ætla að fjárhagsleg staða sé víða grafalvarleg. Fjölskyldur hafa auk þess margar orðið fyrir ítrekuðu þjónusturofi vegna samkomubanns og sóttkvíar starfsfólks. Skólaganga barnanna hefur raskast og frístundastarf, þjálfun og dagleg rútína verið í uppnámi. Eftir langa einangrun í vor er ekki skrýtið að kvíðinn sæki að nú þegar framundan er þungur vetur og veiran aftur komin á stjá í samfélaginu. Þegar ógnin er alltumlykjandi og viðvarandi er eðlilegt að vera í samfelldri varnar- og viðbragðsstöðu. Í slíkum aðstæðum brennur fólk út, einkum þeir sem eru löngu búnir með þá orku sem eitt sinn var á tankinum. Því köllum við hjá Umhyggju - félagi langveikra barna, eftir því að fjölskyldur langveikra barna verði hafðar í algerum forgangi í öllum þeim aðgerðum sem miða að því að stemma stigu við áhrifum veirunnar á líf okkar á komandi misserum. Það er lykilatriði að búið sé svo um hnúta að þjónusturof verði ekki hjá þessum hópi og möguleikar langveikra og fatlaðra barna til að sækja skóla í staðnámi, frístund og önnur úrræði verði hafðir í forgangi. Brýnt er að allir þeir sem veita langveikum börnum þjónustu séu með skýra varaáætlun komi upp smit eða aðgerðir verði hertar. Tryggja þarf aðgengi þessa hóps að sálrænum stuðningi og takmarka óvissuna eins og mögulegt er með virkri upplýsingagjöf um stöðu mála. Síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að foreldrum sem geta vegna barna sinna ekki sinnt vinnu verði tryggð framfærsla þar til lífið kemst í eðlilegri skorður á ný. Hópurinn er ekki stór og það er skylda okkar sem velferðarsamfélags að tryggja að líf þessara fjölskyldna haldist eins eðlilegt og unnt er. Nægar eru samt áskoranirnar sem þessar fjölskyldur mæta. Höfundur er sálfræðingur og framkvæmdastjóri Umhyggju.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun