Hugleiðingar í kjölfar atvinnumissis í ferðaþjónustu Björn Jónsson skrifar 1. september 2020 10:30 Fyrir nokkrum mánuðum, í upphafi heimsfaraldursins, skrifaði ég smá hugleiðingar mínar um stöðu ferðaþjónustunnar og hversu mikilvægt það væri að hjálpa fyrirtækjum og starfsfólki í greininni. Greininni þar sem um 25.000 manns starfa, um land allt. Greininni sem hefur skapað íslensku þjóðarbúi hundruð milljarða í gjaldeyristekjur á undanförnum árum og þannig byggt upp, að stórum hluta, þá velsæld sem hér í raun ríkir. Við skulum ekki gleyma því að hér varð algjört efnahagslegt hrun fyrir rúmum 10 árum. Með hjálp ferðaþjónustunnar og erlendra ferðamanna hefur okkur tekist að byggja upp sameiginlega sjóði og innviði, sem hjálpa okkur í dag að takast á við þá efnahagslegu erfiðleika sem nú blasa við. Nú er hins vegar búið að skrúfa nokkurn veginn algjörlega fyrir þessa tekjuöflun þjóðarinnar um óákveðinn tíma. Afleiðingarnar eru slæmar og virðist versta niðurstaðan, sem ég leiddi hugann að í vor, vera nú að raungerast. Fullt af góðu fólki er að missa vinnuna, fyrirtæki verða gjaldþrota og önnur loka tímabundið, í von um betri tíð síðar. Eitthvað sem enginn getur sagt til um með vissu hvort eða hvenær verði. Þau fyrirtæki sem eftir standa, verða ekki svipur hjá sjón, miðað við fyrir heimsfaraldur. Ákvarðanirnar sem þessu valda, virðast hafa verið teknar án samtals við þá sem þær bitna einna helst á og áætlun um næstu skref virðist ekki vera til staðar. Eins og oft hefur verið nefnt lifum við á fordæmalausum tímum og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig við eigum að takast á við vandann. Allir hafa hins vegar skoðanir á því. Öll höfum við líka hagsmuni af þeim ákvörðunum sem eru teknar, sem og þeim sem ekki eru teknar. Okkur líður öllum alls konar og ekkert okkar vill vera í þeirri stöðu sem við erum í. Veiran hefur heft frelsi okkar, við megum ekki hitta hvern þann sem við viljum, fáum ekki að ferðast óheft, megum ekki safnast saman og við megum ekki gera hluti, sem okkur þóttu eðlislægir, fyrir ekki svo mörgum mánuðum. Skyndilega getur of mikil nálægð við annað fólk reynst hættuleg. Veiran hefur svipt marga atvinnunni og möguleikum til tekjuöflunar og þar með skert lífsgæði þeirra. Verst er þó að veiran hefur svipt suma heilsunni og jafnvel lífinu. Fólk hefur misst ástvini. Allt þetta skapar tilfinningar hjá okkur og er eðlilegt að þessar tilfinningar finni sér farveg. Einn farvegurinn er að finna sökudólga, finna einhvern (eða eitthvað) til að kenna um ástandið. Ég er ekki viss um að það hjálpi okkur, í þeirri stöðu sem við erum í, að finna sökudólga. Það mun svo sannarlega ekki leysa vandann eða færa okkur nær lausninni, að benda á allt og alla og skamma einstaklinga eða úthrópa fyrirtækjum, stjórnvöldum eða hagsmunasamtökum. Það að leita sökudólga er í besta falli fóður fyrir kjaftasögur á kaffistofunni, en í versta falli leið til að sundra fólki og særa. Ferðaþjónustan hefur ekki farið varhluta af þessu og margir kennt henni um að veiran hafi sprottið upp aftur. Vinsælt tónlistarfólk hefur m.a. öskrað hátt á samfélagsmiðlum og háskólaprófessorar sagt nánast að réttlætanlegt sé að fórna ferðaþjónustunni, að því virðist vera án rökstuðnings. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af pistlum og athugasemdum um græðgi og frekju fyrirtækjanna í ferðaþjónustu, sem hugsa bara um eigin hagsmuni og vilji einungis græða peninga á erlendum ferðamönnum. Það eina sem þessi fyrirtæki eru þó að reyna, er að bjarga störfum og verðmætum. Fyrirtæki eru lítið annað en fólkið sem þar vinnur. Það er ekki græðgi að vilja bjarga störfum fólks og skapa verðmæti, svo hægt sé að borga fólki laun. Laun sem fólk notar út í samfélaginu. Oft er talað um að halda verði uppi menningarlífi í landinu og til þess þurfum við að takmarka aðgang útlendinga að landinu. Hvað ætli sé eitt af því fyrsta sem atvinnulaust fólk neitar sér um? Sennilega eru menning og listir ofarlega á þeim lista. Það eru því hagsmunir okkar allra, að sem flestir hafi vinnu. Við erum í þessu saman og við þurfum að finna sameiginlegar og skynsamlegar lausnir. Við erum jú einu sinni samfélag. Þessar hugleiðingar mínar skrifa ég, í stöðu sem ég hef ekki áður verið í á lífsleiðinni, en þ.e. án atvinnu. Ég er einn fjölmargra sem þurfa nú að kveðja frábæran vinnustað, yndislega samstarfsfélaga og góða vini. Það er sárt. Það er líka sárt að lesa um og heyra talað um græðgi ferðaþjónustannar. En eins og áður segir, líður okkur öllum alls konar. Við erum öll að reyna okkar besta. Reyna að fóta okkur í veruleika sem sem við fæst kærum okkur um. Ég er hins vegar sannfærður um að við komumst í gegnum þetta ástand m.a. með auknu umburðarlyndi, færri ásökunum og auknum skilningi á mismunandi aðstæðum. Bóluefni myndi heldur ekki skemma fyrir. Ég er líka sannfærður um það, að fljótlega munum við aftur taka á móti erlendum ferðamönnum, með sama myndarskap og við höfum gert í gegnum árin. Eftir rúman áratug á besta vinnustað landsins, taka við nýir tímar hjá mér. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég veit þó að hún býður upp á ný tækifæri og valmöguleika. Það er mitt að nýta það. Það er best að takast á við það með jákvæðni, opnum hug og muna að gleyma ekki gleðinni. Höfundur er fyrrum starfsmaður í ferðaþjónustufyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum, í upphafi heimsfaraldursins, skrifaði ég smá hugleiðingar mínar um stöðu ferðaþjónustunnar og hversu mikilvægt það væri að hjálpa fyrirtækjum og starfsfólki í greininni. Greininni þar sem um 25.000 manns starfa, um land allt. Greininni sem hefur skapað íslensku þjóðarbúi hundruð milljarða í gjaldeyristekjur á undanförnum árum og þannig byggt upp, að stórum hluta, þá velsæld sem hér í raun ríkir. Við skulum ekki gleyma því að hér varð algjört efnahagslegt hrun fyrir rúmum 10 árum. Með hjálp ferðaþjónustunnar og erlendra ferðamanna hefur okkur tekist að byggja upp sameiginlega sjóði og innviði, sem hjálpa okkur í dag að takast á við þá efnahagslegu erfiðleika sem nú blasa við. Nú er hins vegar búið að skrúfa nokkurn veginn algjörlega fyrir þessa tekjuöflun þjóðarinnar um óákveðinn tíma. Afleiðingarnar eru slæmar og virðist versta niðurstaðan, sem ég leiddi hugann að í vor, vera nú að raungerast. Fullt af góðu fólki er að missa vinnuna, fyrirtæki verða gjaldþrota og önnur loka tímabundið, í von um betri tíð síðar. Eitthvað sem enginn getur sagt til um með vissu hvort eða hvenær verði. Þau fyrirtæki sem eftir standa, verða ekki svipur hjá sjón, miðað við fyrir heimsfaraldur. Ákvarðanirnar sem þessu valda, virðast hafa verið teknar án samtals við þá sem þær bitna einna helst á og áætlun um næstu skref virðist ekki vera til staðar. Eins og oft hefur verið nefnt lifum við á fordæmalausum tímum og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig við eigum að takast á við vandann. Allir hafa hins vegar skoðanir á því. Öll höfum við líka hagsmuni af þeim ákvörðunum sem eru teknar, sem og þeim sem ekki eru teknar. Okkur líður öllum alls konar og ekkert okkar vill vera í þeirri stöðu sem við erum í. Veiran hefur heft frelsi okkar, við megum ekki hitta hvern þann sem við viljum, fáum ekki að ferðast óheft, megum ekki safnast saman og við megum ekki gera hluti, sem okkur þóttu eðlislægir, fyrir ekki svo mörgum mánuðum. Skyndilega getur of mikil nálægð við annað fólk reynst hættuleg. Veiran hefur svipt marga atvinnunni og möguleikum til tekjuöflunar og þar með skert lífsgæði þeirra. Verst er þó að veiran hefur svipt suma heilsunni og jafnvel lífinu. Fólk hefur misst ástvini. Allt þetta skapar tilfinningar hjá okkur og er eðlilegt að þessar tilfinningar finni sér farveg. Einn farvegurinn er að finna sökudólga, finna einhvern (eða eitthvað) til að kenna um ástandið. Ég er ekki viss um að það hjálpi okkur, í þeirri stöðu sem við erum í, að finna sökudólga. Það mun svo sannarlega ekki leysa vandann eða færa okkur nær lausninni, að benda á allt og alla og skamma einstaklinga eða úthrópa fyrirtækjum, stjórnvöldum eða hagsmunasamtökum. Það að leita sökudólga er í besta falli fóður fyrir kjaftasögur á kaffistofunni, en í versta falli leið til að sundra fólki og særa. Ferðaþjónustan hefur ekki farið varhluta af þessu og margir kennt henni um að veiran hafi sprottið upp aftur. Vinsælt tónlistarfólk hefur m.a. öskrað hátt á samfélagsmiðlum og háskólaprófessorar sagt nánast að réttlætanlegt sé að fórna ferðaþjónustunni, að því virðist vera án rökstuðnings. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af pistlum og athugasemdum um græðgi og frekju fyrirtækjanna í ferðaþjónustu, sem hugsa bara um eigin hagsmuni og vilji einungis græða peninga á erlendum ferðamönnum. Það eina sem þessi fyrirtæki eru þó að reyna, er að bjarga störfum og verðmætum. Fyrirtæki eru lítið annað en fólkið sem þar vinnur. Það er ekki græðgi að vilja bjarga störfum fólks og skapa verðmæti, svo hægt sé að borga fólki laun. Laun sem fólk notar út í samfélaginu. Oft er talað um að halda verði uppi menningarlífi í landinu og til þess þurfum við að takmarka aðgang útlendinga að landinu. Hvað ætli sé eitt af því fyrsta sem atvinnulaust fólk neitar sér um? Sennilega eru menning og listir ofarlega á þeim lista. Það eru því hagsmunir okkar allra, að sem flestir hafi vinnu. Við erum í þessu saman og við þurfum að finna sameiginlegar og skynsamlegar lausnir. Við erum jú einu sinni samfélag. Þessar hugleiðingar mínar skrifa ég, í stöðu sem ég hef ekki áður verið í á lífsleiðinni, en þ.e. án atvinnu. Ég er einn fjölmargra sem þurfa nú að kveðja frábæran vinnustað, yndislega samstarfsfélaga og góða vini. Það er sárt. Það er líka sárt að lesa um og heyra talað um græðgi ferðaþjónustannar. En eins og áður segir, líður okkur öllum alls konar. Við erum öll að reyna okkar besta. Reyna að fóta okkur í veruleika sem sem við fæst kærum okkur um. Ég er hins vegar sannfærður um að við komumst í gegnum þetta ástand m.a. með auknu umburðarlyndi, færri ásökunum og auknum skilningi á mismunandi aðstæðum. Bóluefni myndi heldur ekki skemma fyrir. Ég er líka sannfærður um það, að fljótlega munum við aftur taka á móti erlendum ferðamönnum, með sama myndarskap og við höfum gert í gegnum árin. Eftir rúman áratug á besta vinnustað landsins, taka við nýir tímar hjá mér. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég veit þó að hún býður upp á ný tækifæri og valmöguleika. Það er mitt að nýta það. Það er best að takast á við það með jákvæðni, opnum hug og muna að gleyma ekki gleðinni. Höfundur er fyrrum starfsmaður í ferðaþjónustufyrirtæki.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun