Haukarnir unnu tvö undirbúningsmót í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 13:30 Aron Kristjánsson hefur unnið nokkra titlana á Ásvöllum og er að byrja vel með liðið núna. Vísir/Daníel Aron Kristjánsson er að byrja vel með Haukaliðið sem hefur unnið bæði undirbúningsmót sín fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta. Haukar tryggðu sér sigur á æfingamóti aðra helgina í röð þegar liðið vann FH í lokaleik Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum. Haukaliðið hafði helgina á undan unnið Aftureldingu í úrslitaleik Ragnarsmótsins á Selfossi. Aron Kristjánsson tók aftur við Haukaliðinu í vor en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur við liðinu. Í hin tvö skiptin hefur hann búið til meistaralið á Ásvöllum og það lítur út fyrir að hann sé á góðri leið með liðið nú líka. Haukar unnu tveggja marka sigur á FH, 30-28, í Hafnarfjarðarslagnum sem var eins og venjulega lokaleikur hin árlega Hafnarfjarðamóts í handbolta. Haukum nægði jafntefli í leiknum og máttu í raun tapa leiknum þökk sé stórsigri liðsins á Aftureldingu. Heimamenn í Haukum voru sterkari í byrjun og náðu fjögurra marka forskoti snemma í leiknum. FH-ingar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna áður en var flautað til hálfleiks þar sem staðan var 17-17. Jafnt var með liðunum í seinni en Haukamenn þó alltaf skrefi á undan og unnu að lokum tveggja marka sigur 30-28 í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan vann 25-24 sigur á Aftureldingu í hinum leik dagsins. Mosfellingar voru í við sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 2 mörkum, 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Stjörnumönnum tókst að vinna sig inn í leikinn í seinni og unnu að lokum eins marks sigur 25-24. Haukar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og standa því uppi sem Hafnarfjarðarmótsmeistarar 2020. Afturelding. FH og Sjarnan unnu síðan öll einn leik hvert. Haukar unnu einnig sautján marka sigur á Aftureldingu og tveggja marka sigur á Stjörnunni. Að loknum leik var lið mótsins valið og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum. Meistarar Hauka áttu þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða markvörðinn Björgvin Páll Gústavsson, leikstjórnandann Tjörva Þorgeirsson og hægri hornamanninn Kristófer Mána Jónasson. Stjörnumenn áttu einnig þrjá leikmenn í liðinu eða vinstri hornamanninn Dag Gautason, línumanninn Sverri Eyjólfsson og besta varnarmanninn í Tandra Má Konráðssyni. FH átti besti vinstri skyttuna í Ásbirni Friðrikssyni og besta hægri skyttan var Birkir Benediktsson úr Aftureldingu. Hafnarfjarðarmótinu lauk í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins áttust við Stjarnan og Afturelding....Posted by Haukar Topphandbolti on Laugardagur, 29. ágúst 2020 Olís-deild karla Haukar Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira
Aron Kristjánsson er að byrja vel með Haukaliðið sem hefur unnið bæði undirbúningsmót sín fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta. Haukar tryggðu sér sigur á æfingamóti aðra helgina í röð þegar liðið vann FH í lokaleik Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum. Haukaliðið hafði helgina á undan unnið Aftureldingu í úrslitaleik Ragnarsmótsins á Selfossi. Aron Kristjánsson tók aftur við Haukaliðinu í vor en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur við liðinu. Í hin tvö skiptin hefur hann búið til meistaralið á Ásvöllum og það lítur út fyrir að hann sé á góðri leið með liðið nú líka. Haukar unnu tveggja marka sigur á FH, 30-28, í Hafnarfjarðarslagnum sem var eins og venjulega lokaleikur hin árlega Hafnarfjarðamóts í handbolta. Haukum nægði jafntefli í leiknum og máttu í raun tapa leiknum þökk sé stórsigri liðsins á Aftureldingu. Heimamenn í Haukum voru sterkari í byrjun og náðu fjögurra marka forskoti snemma í leiknum. FH-ingar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna áður en var flautað til hálfleiks þar sem staðan var 17-17. Jafnt var með liðunum í seinni en Haukamenn þó alltaf skrefi á undan og unnu að lokum tveggja marka sigur 30-28 í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan vann 25-24 sigur á Aftureldingu í hinum leik dagsins. Mosfellingar voru í við sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 2 mörkum, 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Stjörnumönnum tókst að vinna sig inn í leikinn í seinni og unnu að lokum eins marks sigur 25-24. Haukar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og standa því uppi sem Hafnarfjarðarmótsmeistarar 2020. Afturelding. FH og Sjarnan unnu síðan öll einn leik hvert. Haukar unnu einnig sautján marka sigur á Aftureldingu og tveggja marka sigur á Stjörnunni. Að loknum leik var lið mótsins valið og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum. Meistarar Hauka áttu þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða markvörðinn Björgvin Páll Gústavsson, leikstjórnandann Tjörva Þorgeirsson og hægri hornamanninn Kristófer Mána Jónasson. Stjörnumenn áttu einnig þrjá leikmenn í liðinu eða vinstri hornamanninn Dag Gautason, línumanninn Sverri Eyjólfsson og besta varnarmanninn í Tandra Má Konráðssyni. FH átti besti vinstri skyttuna í Ásbirni Friðrikssyni og besta hægri skyttan var Birkir Benediktsson úr Aftureldingu. Hafnarfjarðarmótinu lauk í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins áttust við Stjarnan og Afturelding....Posted by Haukar Topphandbolti on Laugardagur, 29. ágúst 2020
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira