Sport

Aðeins tvö félög ætluðu að mæta og bikarkeppninni var aflýst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boðhlaupssveit Íslands sem varð Norðurlandameistari á NM U20 í 4x400m boðhlaupi.  Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Katla Rut Robertsdóttir Kluvers.
Boðhlaupssveit Íslands sem varð Norðurlandameistari á NM U20 í 4x400m boðhlaupi.  Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Katla Rut Robertsdóttir Kluvers. Mynd/FRÍ

Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands fer ekki fram í ár en sambandið gaf þetta út á heimasíðu sinni.

Bikarkeppni FRÍ fullorðinna sem átti að fara fram á Selfossi, laugardaginn 29. ágúst hefur verið aflýst. Bikarkeppni 15 ára og yngri mun hins vegar fara fram eins og til stóð.

Upphaflega átti Bikarkeppninn að fara fram 15. ágúst en var frestað vegna hertra sóttvarnarreglna. Í ljósi aðstæðna lá fyrir að einungis tvö félög myndu senda lið á mótið og því var tekin ákvörðun um að keppninni yrði aflýst.

Tímaseðill Bikarkeppni 15 ára og yngri mun breytast og mótið hefjast klukkan 11 en ekki 10.

Frjálsíþróttasambandið minnir á reglur um framkvæmd á frjálsíþróttamótum vegna COVID-19 sem finna má hér.

Bikarkeppni FRÍ fullorðinna sem átti að fara fram á Selfossi, laugardaginn 29. ágúst hefur verið aflýst. Bikarkeppni 15 ára og yngri mun hins vegar fara fram eins og til stóð. ...

Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×