Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 14:53 Fjármálaráðherra, formenn stjórnarandstöðuflokkanna og nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins halda til fundar síðdegis til að ræða um fjáraukalagafrumfarp fjármálaráðherra sem fjallar um heimild til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði. Vísir/Vilhelm Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra halda síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarpsins sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Heildarskuldbinding ríkissjóðs gæti numið allt að fimmtán milljörðum íslenskra króna. Umrætt frumvarp til fjáraukalaga er það fjórða í röðinni á þessu ári en ætla má að hið fimmta verði lagt fram á haustþingi. Í frumvarpinu kemur fram að aðkoma ríkisins, um að veita félaginu ábyrgð, sé háð nokkrum forsendum. Almannafé og áhætta ríkisins verði takmörkuð við það sem þjóni opinberum hagsmunum, en hafi ekki að markmiði að verja hag hluthafa eða lánardrottna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig líklegt væri að dagskrá þingfundarins á morgun liti út. Starfsfólk skrifstofu Alþingis hefur staðið í ströngu við undirbúning þingfunda með tilliti til sóttvarna en Alþingi kemur saman á morgun.Vísir/Vilhelm „Við hefjum leikinn á morgun með munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðuna í faraldrinum; aðgerðir og ráðstafanir sem hafa verið gerðar. Það fer fram fyrir hádegið en eftir hádegi mælir fjármálaráðherra fyrir breyttri fjármálastefnu og við stefnum að því að ljúka fyrri umræðu um þá tillögu og koma henni til nefndar á morgun og síðan verður þingfundur aftur á föstudag, að minnsta kosti hluta dagsins, og þá verða mál fjármálaráðherra, fjáraukalagafrumvarp og breyting á ríkisábyrgðarlögum og mögulega mál frá félagsmálaráðherra.“ Útlit er fyrir að nefndardagur verði á mánudag en þingfundir dagana 1.-3. september. „Við leggjum þetta upp þannig að okkur dugi um það bil vika í þennan stubb og ég heyri ekki annað en að allir séu jákvæðir gagnvart því að halda sig við þann ramma sem ræddur var um í vor.“ Starfsfólk skrifstofu þingsins hefur undanfarna daga verið í óða önn að undirbúa Alþingi fyrir þingfundi með tilliti til sóttvarna. „Við höfum fengið sóttvarnarlækni og almannavarnir í heimsókn og fáum staðgengil sóttvarnarlæknis aftur í heimsókn til að taka út þær ráðstafanir sem við höfum verið að gera, eins og til dæmis að stækka þingfundarsvæðið og búa til eins mikinn aðskilnað á milli manna og mögulegt er þannig að það hefur verið mikill undirbúningur hér af hálfu skrifstofu þingsins undanfarna daga og er áfram í gangi.“ Nú hefur ýmislegt breyst frá því samið var um dagskrá þingstubbsins í vor, til dæmis í atvinnumálum. Verður eitthvað svigrúm gefið fyrir önnur mál sem þarfnast afgreiðslu? „Við byrjum á því að skapa rými fyrir almennar umræður um ástandið á grundvelli munnlegrar skýrslu sem forsætisráðherra flytur. Síðan auðvitað gefst mönnum kostur á að ræða þessar ráðstafanir að því marki sem þær verða á dagskrá núna. Að sjálfsögðu reynum við að mæta því ef eftirspurn verður eftir því að ræða aðra hluti. Reynslan hefur nú kennt okkur að það þýðir lítið að reyna að sjá allt fyrir í svona ástandi þannig að við bara tökumst á við það sem upp kann að koma.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Alþingi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra halda síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarpsins sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Heildarskuldbinding ríkissjóðs gæti numið allt að fimmtán milljörðum íslenskra króna. Umrætt frumvarp til fjáraukalaga er það fjórða í röðinni á þessu ári en ætla má að hið fimmta verði lagt fram á haustþingi. Í frumvarpinu kemur fram að aðkoma ríkisins, um að veita félaginu ábyrgð, sé háð nokkrum forsendum. Almannafé og áhætta ríkisins verði takmörkuð við það sem þjóni opinberum hagsmunum, en hafi ekki að markmiði að verja hag hluthafa eða lánardrottna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig líklegt væri að dagskrá þingfundarins á morgun liti út. Starfsfólk skrifstofu Alþingis hefur staðið í ströngu við undirbúning þingfunda með tilliti til sóttvarna en Alþingi kemur saman á morgun.Vísir/Vilhelm „Við hefjum leikinn á morgun með munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðuna í faraldrinum; aðgerðir og ráðstafanir sem hafa verið gerðar. Það fer fram fyrir hádegið en eftir hádegi mælir fjármálaráðherra fyrir breyttri fjármálastefnu og við stefnum að því að ljúka fyrri umræðu um þá tillögu og koma henni til nefndar á morgun og síðan verður þingfundur aftur á föstudag, að minnsta kosti hluta dagsins, og þá verða mál fjármálaráðherra, fjáraukalagafrumvarp og breyting á ríkisábyrgðarlögum og mögulega mál frá félagsmálaráðherra.“ Útlit er fyrir að nefndardagur verði á mánudag en þingfundir dagana 1.-3. september. „Við leggjum þetta upp þannig að okkur dugi um það bil vika í þennan stubb og ég heyri ekki annað en að allir séu jákvæðir gagnvart því að halda sig við þann ramma sem ræddur var um í vor.“ Starfsfólk skrifstofu þingsins hefur undanfarna daga verið í óða önn að undirbúa Alþingi fyrir þingfundi með tilliti til sóttvarna. „Við höfum fengið sóttvarnarlækni og almannavarnir í heimsókn og fáum staðgengil sóttvarnarlæknis aftur í heimsókn til að taka út þær ráðstafanir sem við höfum verið að gera, eins og til dæmis að stækka þingfundarsvæðið og búa til eins mikinn aðskilnað á milli manna og mögulegt er þannig að það hefur verið mikill undirbúningur hér af hálfu skrifstofu þingsins undanfarna daga og er áfram í gangi.“ Nú hefur ýmislegt breyst frá því samið var um dagskrá þingstubbsins í vor, til dæmis í atvinnumálum. Verður eitthvað svigrúm gefið fyrir önnur mál sem þarfnast afgreiðslu? „Við byrjum á því að skapa rými fyrir almennar umræður um ástandið á grundvelli munnlegrar skýrslu sem forsætisráðherra flytur. Síðan auðvitað gefst mönnum kostur á að ræða þessar ráðstafanir að því marki sem þær verða á dagskrá núna. Að sjálfsögðu reynum við að mæta því ef eftirspurn verður eftir því að ræða aðra hluti. Reynslan hefur nú kennt okkur að það þýðir lítið að reyna að sjá allt fyrir í svona ástandi þannig að við bara tökumst á við það sem upp kann að koma.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Alþingi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira