Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 15:30 Doc Rivers er ekki alltaf sáttur með dómgæsluna í NBA. AP/Ashley Landis Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Doc Rivers stýrði Los Angels Clippers liðinu til 154-111 stórsigurs á Dallas Mavericks í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Clippers náði þar með 3-2 forystu. Doc Rivers var hins vegar mikið niðri fyrir og mjög tilfinningasamur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Ástæðan var skotárásin á blökkumanninn Jacob Blake en Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki fyrir fram börnin sín þrjú. Hér fyrir neðan má sjá einræðu Doc Rivers um ástandi í málum blökkumanna í Bandaríkjunum. Doc Rivers with raw emotion and a thunderbolt cry for justice: "All you hear is Donald Trump & all of them talking about fear. We're the ones getting killed. We're the ones getting shot...It's amazing, we keep loving this country, and this country does not love us back." pic.twitter.com/19dHu9UlZ5— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 26, 2020 „Allt sem við heyrum er að Donald Trump og allt hans fólk er að tala um ótta en það erum við sem eru drepin. Það er verið að skjóta okkur. Það eru við sem fáum ekki að búa í ákveðnum samfélögum. Við erum hengd. Við erum skotin. Svo heyrum við hitt fólkið tala um ótta,“ sagði Doc Rivers. Doc Rivers átti erfitt með sig og var með tárin í augunum. „Það er ótrúlegt að við höldum áfram að elska þetta land því landið elskar okkur ekki til baka. Þetta er svo sorglegt. Ég ætti bara að vera þjálfari en ég er svo oft áminntur um húðlitinn minn. Það er mjög sorglegt. Við verðum að gera betur og við verðum að heimta meira,“ sagði Doc Rivers. „Þetta er frekar fyndið. Við mótmælum og þeir senda á okkur óeirðalögregluna. Þeir senda fólk í fullum skrúða með byssur,“ sagði Doc Rivers. NBA Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Paul George dæmdur í 25 leikja bann Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Sjá meira
Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Doc Rivers stýrði Los Angels Clippers liðinu til 154-111 stórsigurs á Dallas Mavericks í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Clippers náði þar með 3-2 forystu. Doc Rivers var hins vegar mikið niðri fyrir og mjög tilfinningasamur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Ástæðan var skotárásin á blökkumanninn Jacob Blake en Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki fyrir fram börnin sín þrjú. Hér fyrir neðan má sjá einræðu Doc Rivers um ástandi í málum blökkumanna í Bandaríkjunum. Doc Rivers with raw emotion and a thunderbolt cry for justice: "All you hear is Donald Trump & all of them talking about fear. We're the ones getting killed. We're the ones getting shot...It's amazing, we keep loving this country, and this country does not love us back." pic.twitter.com/19dHu9UlZ5— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 26, 2020 „Allt sem við heyrum er að Donald Trump og allt hans fólk er að tala um ótta en það erum við sem eru drepin. Það er verið að skjóta okkur. Það eru við sem fáum ekki að búa í ákveðnum samfélögum. Við erum hengd. Við erum skotin. Svo heyrum við hitt fólkið tala um ótta,“ sagði Doc Rivers. Doc Rivers átti erfitt með sig og var með tárin í augunum. „Það er ótrúlegt að við höldum áfram að elska þetta land því landið elskar okkur ekki til baka. Þetta er svo sorglegt. Ég ætti bara að vera þjálfari en ég er svo oft áminntur um húðlitinn minn. Það er mjög sorglegt. Við verðum að gera betur og við verðum að heimta meira,“ sagði Doc Rivers. „Þetta er frekar fyndið. Við mótmælum og þeir senda á okkur óeirðalögregluna. Þeir senda fólk í fullum skrúða með byssur,“ sagði Doc Rivers.
NBA Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Paul George dæmdur í 25 leikja bann Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Sjá meira